Jazzblaðið - 01.10.1949, Blaðsíða 17

Jazzblaðið - 01.10.1949, Blaðsíða 17
kon&r jazzmúsík, svo sem Stan Kenton útsetningar, og er hljómsveitin, eftir því sem enskir gagnrýnendur segja, ein hin bezta danshljómsveit Bretlands. Svend Asniussen, hinn danski jazz- fiðlari, kom fyrir nokkru fram með hljómsveit sína í brezka sjónvarpinu. Þeir fengu frábæra dóma í enska tón- listarblaðinu „Melody Maker“. Plötur. (Nokkrar nýútkomnar fyrsta flokks jazzplötur). J. J. Jolmson’s líop- pers: Opus V. George Shearing kvintett: Cottontop, og fimm aðrar plötur í Dis- covery albúmi. Stan Getz: Marcia. Lee Konitz kvintctt: Marshmallow. INNLENT Hljómsveitirnar eru nú að fastmótast undir veturinn og eins og ætíð á haust- in eru nokkrar breytingar í þeim. —- Kristján Kristjánsson byrjaði með sex manna hljómsveit að Röðli í byrjun september, með honum eru tveir Akur- eyringar, þeir Jón Sigurðsson trompet- leikari og Einar Jónsson trommuleikari. — Steinþór Steingrímsson píanóleikari, sem ekki hefur leikið í fastri hljóm- sveit í meira en ár, byrjaði með fimm manna hljómsveit í samkomusal Mjólk- urstöðvarinnar í miðjum október. Með honum er Akurnesingur, að nafni Rík- harður Jóhannesson, en hann er talinn efnilegur altó-saxafón og klarinetleik- ari. Annars má finna skipun allra hljóm- sveitanna í Reykjavík á bls. 13 í þessu blaði. Þann 24. september og 8. október voru haldnar Jam sessionir í Breiðfirð- ingabúð. Þær voru á vegum Jazzblaös- ins og munu slíkar Sessionir verða fram- vegis annan hvorn laugardag í vetur. Þeir, sem léku á þessum tveimur fyrstu Jamsessionum voru: trompetleikararnir Guðm .Vilbergsson, Jón Sigurðsson og Þorkell Jóhannesson. Klarinetleikararn- ir Bragi Einarsson, Gunnar Egilson, Karl Adólfsson og Vilhjálmur Guðjóns- son, en hann lék einnig á altó-saxafón. Tenórsaxafónleikararnir Gunnar Orms- lev, Helgi Ingimundars., Karl Jónatans- son, Magnús Randrup og Ólafur Péturs- son. Harmonikuleikarinn Bragi HlíÖ- berg. Trombónleikarinn Björn R. Ein- arsson. Trommuleikararnir Einar Jóns- son, Guðm. R. Einarsson, Guðm. Stein- grímsson, Svavar Gests og Þorsteinn Eiríksson. Ennfremur guitarleikararnir Axel Kristjánsson, Eyþór Þórláksson, Ól. Gaukur og Trausti Thorberg. — Bassaleikararnir Axel Kristjánsson, Ey- þór Þorláksson, Hallur Símonarson og Jón Sigurðsson, og píanóleikararnir: Árni Elfar, Árni ísleifs, Baldur Krist- jánsson, Guðjón Pálsson, Kristján Magnússon, Magnús Pétursson og Stein- þór Steingrimsson. Ennfremur léku þarna tvær hljómsveitir. Hljómsveit Björns R. í fyrra sinnið og Kristján Kristjánssonar í hið síðara. Húsfyllir áheyrenda var í bæði skiptin, og hrifn- ing þeirra á jazzleikurunum var óspart látin í ljós. (í næsta blaði verða birtar myndir og nánar sagt frá Jam session- um blaðsins). Guðm. Vilb. Vilhj. Guðj. JazzlUtS 17

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.