Jazzblaðið - 01.10.1949, Blaðsíða 12
mínútna lag fullboðlegt. Útsetjarinn er
sjaldnast minna en tvo til f jóra tíma að
útsetja lagið og hljómsveitin kemst ekki
af með minna en tvær góðar æfingar
til að Ijúka sínu verki. Hafðu þetta hug-
fast, þegar þeir enda við „Perhaps" og
er ég alveg viss um að þú klappar þig
rauðan í lófana.
í lok æfingarinnar fóru þeir lauslega
yfir tvö lög. Hægan fox-trot, sem ber
nafnið „Again“ og Be-bop lag að nafni
„Beep to me only with thy bops“ og er
það einstaklega f jölbreytt og vandvirkn-
isleg útsetning á laginu „Kvöldið er fag-
urt“ o. s. frv. Útsetningin er eftir Steve
Race píanóleikara, sem lék hér með
hljómsveit Buddy Featherstonahaugh
fyrir þremur árum. Eins og ég sagði, þá
fóru þeir aðeins lauslega yfir þessi lög
og geri ég ráð fyrir að þau hafi verið
endanlega æfð á næstu æfingu.
Eg spurði svo Billich hvort nokkuð
nýtt væri á ferðinni í hljómsveit hans.
Hann sagðist vonast til að þessi hljóð-
færaskipun gæti haldist áfram og er
hljómsveitin nú með einum manni fleira
en upphaflega stóð til frá hússins hálfu,
og enn ætlar framkvæmndarstjórinn að
fara lengra. Það stendur sem sé til að
hafa söngvara eða söngkonu með hljóm-
sveitinni í vetur. Enginn sérstakur verð-
úr fastráðinn, en reynt verður að breyta
tiil sem oftast, því að Billich álítur að
mikið sé hér af fólki, sem vel getur
sungið með hljómsveit og eiga þeir
Borgarmenn þakkir skilið fyrir að taka
upp þessa nýbreytni. Og leikur enginn
vafi á, að þetta mun auka vinsældir
hótelsins, hljómsveitarinnar og Billich
enn að mun. S. G.
♦
FRÉTTABRÉF FRÁ IIÖFN
Grettir Björnsson harmonikuleikari
og Marinó Guðmundsson trompetleikari
hafa verið í Kaupmannahöfn síðan í vor,
og hefur Grettir fengizt við hljóðfæra-
leik, en Marinó við aðra vinnu. Eftirfar-
andi bréf barst frá Marinó fyrir stuttu:
Við Grettir hlustuðum á Armstrong
í fyrradag (7. okt.). Það voru nú menn,
sem gátu leikið. Auk Armstrong voru
í bandinu Teagarden með trombón, Bi-
gard með klarinet, Earl Hines píanó,
Cozy Cole trommur og ungur negri,
Arwell Shaw á bassa. Hin feitholda
Velma Middleton, kolsvört, söng tvö
blueslög og dansaði við Shaw. Það bar
öllum saman um að Hines sé hin stóra
stjarna í hópnum. Ég er þess fullviss,
að sólóarnar, sem hann lék, voru það
yfirnáttúrlega meistaralegar, að lengra
verður vart komist. Hinar eldri plötur
með honum eru eins og skuggi á móti
honum nú. Teagarden og Armstrong
sýndu áberandi góðan samleik. Auk þess
sungu þeir báðir saman og sitt í hvoru
lagi. Eitt skiptið fóru þeir allir út af
sviðinu og voru lengi í burtu. Á meðan
sýndi Cozy Cole hvernig góð trommu-
sóló á að vera. Sænska útvarpið sagði,
að koma þessarar hljómsveitar sé ein-
hver mesti jazzviðburður ársins.
CANDY KISSES
Candy kisses — wrapped in paper —
mean more to you — than any of mine.
Candy kisses — wrapped in paper —
you’d rather have them any old time.
You don’t mean it — when you whisper
those sweet love words — in my ear.
Candy kisses — wrapped in paper —
mean more to you — than mine do, dear.
12 ^aUUiS