Jazzblaðið - 01.02.1950, Síða 9
Hljómsveit
Steinþórs
Steingríms-
sonar
Steinþór Steingrímsson píanóleikari,
sem lék í K. K.-sextettinum veturinn
1947—48, stofnaði hljómsveit í haust,
sem leikur nú í samkomusal Mjólkur-
stöðvarinnar. Eftir nokkrar breytingar
á hljómsveitinni fyrstu vikurnar er hún
nú skipuð þeim Steinþóri, píanó, Ólafi
G. Þói'hallssyni, guitar, Halli Símonar,
bassa, Sveini Jóhannssyni trommur,
Guðmundi Vilbergssyni trompet og
harmonika og Guðmundi Finnbjörns-
syni fiðla og altó-saxafón.
Eftir að Ólafur Gaukur kom í hljóm-
sveitina í byrjun desember, byrjaði hún
að æfa af kappi, því að helzt hafði stað-
ið á útsetningum, en nú sá Ólafur um
þær. Útsetningar þessar eru flestar litl-
ar, en laglegar. Hann raddsetur þó nokk-
uð fyrir guitar, fiðlu og dempaðan trom-
pet og myndast þar mjög góður hljóm-
ur. Þá raddsetur hann og fyrir trompet,
altó og guitar, og ei' það engu síðra en
hitt.
í hljómsveitinni eru snjallir einleikar-
ar. Guðmundur trompetleikari er flest-
um kunnur fyrir góðar sólóar. Nafni
hans með fiðluna og saxafónninn þekkja
færri. Hann er að mínum dómi einn
traustasti hljómsveitarmaður, sem nú
leikur hér í bænum. Á altóinn leikur
hann ekki ósvipað og Vilhjálmur Guð-
jónsson. Þessi sami kröftugi tónn, ásamt
svipuðum stíl, en minni tækni. Fiðlan
er hans betra hljóðfæri. Hann' leikur
hreint og örugglega, er nokkuð tregur
til að taka sólóar, sem hann þó hefur
sýnt að hann getur gert, og þær ekki af
lakari endanum.
Um Ólaf Gauk ætla ég ekki að ræða
hér. Hann er einn vinsælasti og bezti
jazzhljóðfæraleikari hér á landi og hef-
ur hvað eftir annað sýnt, að vera hans í
einhverri hljómsveit er nóg til þess að
hún verður góð hljómsveit, og hafi hún
verið góð hljómsveit fyrir, þá verður
hún ennþá betri hljómsveit.
Leikur Steinþórs píanóleikara hef-
ur hinn sama létta og skemmtilega
„Teddi Wilson blæ“ yfir sér. Hreinni
tækni mundi samt hjálpa Steinþóri mik-
ið og verður sennilega ekki langt að
Framh. á bls. 8.
JatMaíií 9