Jazzblaðið - 01.11.1950, Síða 18

Jazzblaðið - 01.11.1950, Síða 18
Stjórnandi vinsælustu hljómsvcltar Svía heitir PUTTE WICKMAN Eftir Benny Aaslund. A5 þessu sinni kynni ég náunga að nafni Putte Wickman. Hann hefur á skömmum tíma orðið einna vinsælasti jazzleikari Svíþjóðar, og er hann ekki eldri en tuttugu og sex ára. A skóla- árum sínum lék hann á píanó í skóla- hljómsveitinni, en sextán ára gamall byrjaði hann allt í einu að leika á klar- inet og hefur haldið sér við það hljóð- færi síðan. Hann hafði aðeins leikið opinberlega í eitt ár, þegar hann var viðurkenndur sem afburða jazzleikari jafnt af almenningi sem hljóðfæraleik- urum. Áður en hann byrjaði með eig- inn sextett, sem nú leikur á „National" í Stokkhólmi, lék hann með mörgum þekktum hljómsveitum. Ég gat fengið hann til að ræða við mig nokkur orð og fannst mér helzt á því, er hann sagði, að hann teldi al- menning ekkert skilja af því, sem jazz- leikarar léku. Hann talaði um margt og m. a. sagði hann, að hann óskaði þess. að öll höft yrðu afnumin, þannig að fleiri erlendir jazzleikarar gætu kom- ið til Svíþjóðar og sænskir jazzleikarar gætu farið til annarra landa og hlustað á þarlenda jazzista. Þrátt fyrir það, sagðist hann engu að síður vei'a ánægð- ur með að lifa í landi, þar sem hægt var að leika jazz, án þess að nokkur fetti fingur út í það. — í Bandaríkjunum fá jazzistar jafn- vel ekki að leika það, sem þeim þókn- Hljómsveit Putte Wickman. Frá v.: Holand Bengtsson Hosse Kallström, George Oddner. Putte, Reinhold Svensson og Kalle Löhr.

x

Jazzblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.