Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.06.1938, Side 13

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.06.1938, Side 13
Tímarit Tón1 i s t a r f é 1 a g sins stórborginni — og vonandi tekst með tímanum —, er til á Fjóni og hefir verið þar kynslóð fram af kynslóð. Hún stend- ur í meiri blóma nú en nokkru sinni fyrr, og virðist ósnortin af jazzi og hinni símalandi tónakvörn útvarpsins," segir greinarhöfundur. Hvaða skilyrði hafa skapað hana? Senni- lega má nefna, að íbúarnir geta svo þægilega náð hver til annars og gera það líka. Frjósemi eyjarinnar og loftslag gerir baráttuna fyrir tilverunni léttari þar en annarsstaðar. Þetta hefir áhrif á skapgerðina. Ánægður maður syngur og trallar og Fjónbúinn syngur alltaf. Bláa kápan Tónlistarfélagið hefir nú þrisvar komið söngleik á leiksvið hér í höfuðstaðnum. Nýmæli þessu hefir verið mjög vel tekið og mikil aðsókn aö þessum sýningum. Árið 1934 var byrjað með „Meyjaskemmunni“, er samin er með Schubert sem eina aðalpersónu leiksins. Lög hans eru notuð við söngvana og er því skiljanlegt að sá þáttur falli í góðan jarðveg hjá áheyrendum. Meyjaskemman var leikin 30 sinnum. Næsti söngleikur, „Systirin frá Prag“, hefði óefað náð mikið fleiri sýningum, ef ekki hefði verið inflúenza með samkomu- bönnum o. fl. því til hindrunar. í vetur hefir „Bláa kápan“ verið sýnd 24 sinnum hér í Reykjavík, fyrir fullu húsi. Þessi aðsókn sýnir, að sýningin hefir þótt góð. Leikstjórn hafði Haraldur Björnsson leikari á hendi, en dr. Mixa stjórnaði hljómsveitinni. Vafalaust hafa þessar sýningar haft þýðingu í tónlistarlegu tilliti, enda hefir það mikiö að segja, að undirleikurinn sé eins vandaður og unnt er að hafa hann og samsetning hljóm- sveitarinnar samkvæmt því sem bezt á við, en ekki af handahófi. 45

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.