Musica - 01.04.1950, Blaðsíða 6

Musica - 01.04.1950, Blaðsíða 6
vélræn og monton vel tilgangi leiksins og áhrif- um er hann á að lýsa. En árið 1913 samdi Stravinsky þann ballett er hefir vakið mestar deilur þeirra nútímaverka er saminn hafa verið, en það var ballettinn „Sacre du Pritemps" („Vorheit bóndans frá Úr.") Hér kemur nýr þáttur tónlistarinnar fram, en það er rytminn, sem Stravinsky á nýjan og óþekkt- an hátt lætur skapa undirstöðu hinnar hrjómalegu uppbyggingar. Ballettinn var frumsýndur 29. maí sama ár, hin frægi ballettmeistari. Nijinsky æfði ballettinn og málarinn Roerich málaði leiktjöldin. Hinir aftui-haldssömu áhorfendur urðu skelkað- ir og æstir og að endingu logaði allt áhorfenda- svæðið í áflogum og varð að hætta við sýninguna. Með „Sacre du Pritemps" veltir Stravinsky af sér öllum þeim kreddum og kennisetningum, sem var að gera allt tónlistarlífið steinrunnið. En Stravinsky nægir ekki að „velta öllu í rúst „heldur byggir hann á ný", og skýrir stefnu sína og markmið. Stravinsky byggir ballettinn að miklu leyti upp á rytmiskum endurtekningum og skölum eins og Beethoven og áheyrendanum finnst að hann sé að stefna að einingu og samræmingu hljóma og rytma, impressionistarnir höfðu leyst þann klafa er hljómasamböndin voru bundin í og nú kom Stravinsky og benti á rytmann sem nýja leið úr þeirri sjálfheldu er tónlistin var komin í. Með „Sacre" er hið „rússneska tímabil" í lífi Stravinskys lokið, hingaðtil höfðu öll verk hans borið einkenni hins rússneska skóla, en með næsta verki sínu ballett-söngleiknum, „Renard", breytt- ist stíll hans, tjáningarform hans verður fínlegt, og kuldalegt, rússinn er orðinn franskur. „Renard" er saminn fyrir aðeins sjö hljóðfæri og samdi Stravinsky sjálfur textann. Með hljóm- sveitinni er situr á leiksviðinu og dönsurunum er þulur, sem útskýrir hvað gerist á bak við leik- sviðið og grípur oft fram í gang atburðanna. Næsta tímabil Stravinskys mætti kalla hið kirkjulega, og má nefna t. d. verk eins og söng- leikja-óratóríið „Oedipus Rex" með latneskum texta, ballettinn „Apollon Musagéte" og síðast en ekki sízt „Sálmasinfóníuna", sem var samin í tilefni hálfrar aldar afmælis sinfóníuhljómsveitarinnar í Boston. Eitt af sérkennum „Sálmasinfóníunnar" er, að engar fiðlur og víólur eru notaðar. Tvö tóndœmi úr Sálmasjnjóníumn (1931)). Sinfónían er fyrst og fremst kirkjulegt verk, samið til heiðurs hinum altmáttka skapara himins og jarðar, þótt það sé ekki byggt á kirkju- músikölskum grundvelli. Eftir að hinu kirkjulega tímabili lýkur hefst vinna Stavinskys við jazzinn og tilraunir hans til að taka tjáningarform hans í þjónustu hinnar skap- andi tónlistar og stendur það tímabil enn yfir. Er Stravinsky tók að fást við jazzinn, snéru margir af fyrri aðdáendum hans bakinu við hon- um, sögðu hann vera orðinn rótlausan og stefnu- lausan uppreisnarmann, en Stravinsky heldur ótrauður áfram og allir frjálslyndir tónunnendur fylkja sér undir merki hans. Við getum ávalt búist við einhverju nýju af hendi Stravinskys, sumt verður e. t. v. lélegt en við vitum, að Stravinsky mun ótrauður halda áfram brautryðjendastarfi sinu og ekki láta óp og köll hinna afturhaldssömu trufla sig. T. A. Mascagni stjórnar (s\opmynd). 6 MUSICA

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.