Musica - 01.04.1950, Blaðsíða 12

Musica - 01.04.1950, Blaðsíða 12
VÍÐSJA Söngfélag verkalýðsfélaganna stofnað með 73 meðlimum. Stofnfundur Söngfélags verkalýðsfélaganna í Reykjavík var haldinn 27. febrúar s. 1. í skrifstofu Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna að Hverfisgötu 21 Stofnendur félagsins voru 73 meðlimir úr hinum ýmsu félögum innan Fulltrúaráðsins. I stjórn félagsins voru kosnir: Formaður Magn- ús Jóhannsson, járnsm.; ritari Guðrún Krist- mundsdóttir, afgrst.; gjaldkeri Eiríkur Þorleifsson, rafv. — Stofnfundurinn samþykkti að fela stjórn- inni að semja uppkast að lögum og starfsreglum fyrir félagið, sem lagt verði fyrir næsta fund til afgreiðslu. —¦ Samþykkt var á fundinum að ráða Sigursvein D. Kristinsson, söngstjóra kórsins. Tónlistarviðburður. Finnska söngkonan Tii Niemela, hélt song- skemmtun í Gamla Bíó í síðastliðnum mánuði, með aðstoð manns síns Pentti Koskimies. Frú Niemelá er mikil „lieder" söngkona, með sjaldgæfan eiginleika til að hrífa áheyrendur sína með sér. Fyrst á söngskránni voru fjögur lög eftir Fr. Schubert, er frúin flutti skýrt og látlaust, þar- næst voru tvö lög eftir Ragström er frúin flutti afar fallega, sérstaklega „Den enda stunden" við texta Runebergs. Aftur á móti tókst frúnni ekki eins vel með lög Siebiliusar, að laginu „Illalle" undanteknu, er hún söng á finnsku, og var eitt af því fallegasta er frúin söng. Siebilius krefst oftast mikils raddstyrks og raddþols og frúin hafði hvorugt til að bera. Lag Y. Kilpinen, „Lánge aro mina kvaller" var aðdáanlega flutt, af næmri tilfinningu og fínleik, og sama má segja um þrjú þýzk lög, við texta Hermann Löns. Síðast á efnisskránni voru fjallasöngvar eftir Törmanen, flutti frúin söngvana með næmri til- finningu, en nokkuð háði það henni, hve illa hún kunni textana. Frúin var margkölluð fram og söng tvö aukalög. Maður hennar Pentti Koskimies lék undir á flygelinn af mikilli snilld og nákvæmni. Heimsókn þessara finnsku listahjóna, hefir ekki aðeins styrkt bönd frændsemi þessara tveggja þjóða, heldur og sýnt okkur hvílíka listamenn Finnland hefir upp á að bjóða. T. A. 77/ Nicmcla og maðnr hcnnar. (Foto: Pétttr Thomscn.) 12 MUSICA

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.