Útvarpsblaðið - 23.02.1951, Blaðsíða 5

Útvarpsblaðið - 23.02.1951, Blaðsíða 5
Vilhjálmur Þ. Gíslason: Laniavíinaþáttiir Forspjctll Þessi litli þáttur minn er til þess fluttur að kynna fyrir ykkur nýjan dagskrárlið, sem Utvarpið ætlar að taka upp og æskir sam- vinnu við hlustendur til þess að framkvæma. í þessum þætti verður fjallað um gamalt, þjóðlegt efni, sem getur einnig verið nýtt og ungt sí og æ og fjöldi manna getur tekið þátt í. Þetta er lausavísnaþáttur. Lausavísan hefur lengi verið íslenzk í- þrótt og mörgum til ánægju og þó að marg- víslegar dægradvalir hafi bæst í bú manna á seinustu árum, þá væri eftirsjá að því, ef íþrótt lausavísnanna félli niður. Sumir segja, að öll Ijóðagerð sé nú í nokk- urri liættu og er þetta á orði víða um lönd. Nýtt líf og ný lífsþægindi, á vegum véla og tækni, skapar eðlilega ný form bókmennta og lista. Kvikmyndirnar eru þar efstar á blaði. Skáldsögur af ýmsum gerðum, m. a. leynilögreglusögur, hafa mikið komið í stað alþýðlegs skemmtilesturs fyrri tíma, riddara- sagna og rímna. Ymiskonar „slagarar“ hafa komið í stað gömlu lausavísnanna hjá mörgu ungu fólki. Ljóðabækur eiga oft erfitt upp- dráttar í öllu bókaflóðinu, þó að einstaka ljóðskáld standi alltaf uppúr. Útvarpið ætti að vera tilvalinn staður til þess að flytja kveðskap. Lausavísnaþáttur- inn á að. vera þrent, sem bindur þó hvað annað: miðstöð fyrir nýjar íslenzkar lausa- vísur, fyrir rannsókn á eldri lausavísum, og fyrir almennar umræður um lausavísur, höf- unda þeirra, bragfræði og slíkt. Einnig er gert ráð fyrir því að í þessum þætti geti menn kveðist á og sent öðruhvoru vísnaparta til að botna. Senda má vísur undir öllum venjulegum lausavísnaháttum, ferskeyttum og hverskonar tilbrigðum þeirra, afliending- um og braghendum, og ekki verður slegið hendi á móti dróttkvæðum vísum, ef þær berast góðar. Aður fyrr voru lausavísur og tækifærisvísur oft dróttkveðnar, en væntan- lega koma nú flestar vísur með yngri hátt- unum, enda helst til þess ætlast. Senda á eingöngu einstakar vísur, ekki heil kvæði, en þó mega koma samkveðlingar, ef menn kveðast á. Þessi lausavísnaþáttur á ekki að vera búimrtil fyrirfram hér í útvarpinu, held- ur þáttur, sem hlustendurnir taka sjálfir sam- an og fluttur verður jafnóðum og efni berst. Þau atvik eru óteljandi, sem rist eru ó- gleymanlega í minni manna í lausavísum, þau liversdagslegustu og hátíðlegustu, þau persónulegustu og ahnennustu. Svo voru til sérstakir flokkar lausavísna. Sumir hafa orð- ið vo að segja sérfræðingar í einhverri grein þeirra: þingvísum, liestavísum, ástavísum, drykkjuvísum, draumvísum eða þá beina- kerlingavísum. Úr öllum þessum flokkum eru til ágætar vísur. Þingvísan er merkileg og sérkennileg vísnagerð, líklega allt að því eins görnul og Alþingi sjálft. Vísa Hjalta Skeggjasonar: „Vilk eigi goð geyja, grey UTVARPSBLAÐIÐ 5

x

Útvarpsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpsblaðið
https://timarit.is/publication/726

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.