Útvarpsblaðið - 23.02.1951, Blaðsíða 4

Útvarpsblaðið - 23.02.1951, Blaðsíða 4
IJtvarp irá leikkvöldi Menntaskólans Laugardagskvöldið 3. marz ■'ierður útvarp frá Leikkvöldi Menntaskólans 1951; „Við kcrtaljós“ eftir Siegfried Cey- er. Leikstjórn annast Baldvin Halldórsson. Elísabet; Ingibjörg Jónsdóttir og baróninn; Jón R. Magnús- son. (Ljósm.; Guðni Þórðars.). lendingasögur í Útvarpið og sömuleiðis úr fornaldarsögum Norðurlanda. Minnist ég þess í því sambandi, að forráðamenn útvarps- ins voru hálf smeykir við, að hlustendur myndu lítt sinna þeim lestri, en reyndin varð sú, að margir unghngar, sem ekki höfðu hlustað á lestur íslendingasagna, hlýddu á þennan lestur. Hefur þeirn ef til vill þótt meiri reifarablær á fornaldarsögunum. Eft- ir að ég hætti fréttastarfinu við útvarpið, gerðist ég ráðanautur útvarpsráðs um bók- menntir og efnisval, og hafði um skeið hönd í bagga með leikritaflutninginn. í fyrra und- irbjó ég svo umræðuþættina, þar sem nokkrir menn voru valdir til þess að ræða þau mál, er efst voru á baugi, og munu þeir þættir hafa orðið vinsælir, og í vetur annast ég lausavísnaþáttinn. Eins og sjá má af þessu, hefur Vilhjálmur Þ. Gíslason innt af höndum mikið og merki- legt starf á vegum Ríkisútvarpsins. Hann hef- ur gerst þar brautryðjandi margra dagskrár- nýjunga og mun sjálfur vera upphafsmaður þeirra flestra. — Og enda þótt skiptar kunni að vera meiningarnar um starfsemi útvarps- ins, ekki síður en annað, álít ég, að það hafi ekki brugðist þeim vonum, sem menn gerðu sér í því sambandi, segir liann. — Það hef- ur skapað almenningi skemmtun og dægra- dvöl, ekki óhugsanlegt, að það hafi aukið heimilisrækni; það hefur flutt margt, sem hefur mikið menningar- og listagildi, og má þar til nefna ýmiss úrvalsleikrit og tónlist, enda þótt léttmetið hafi að sjálfsögðu slæðst með. Og að ýmsu leyti hefur það orðið fram- hald og arftaki þeirrar menningarstarfsemi, sem unnin var á kvöldvökunum í sveitinni áður fyrr, þegar fólk hlýddi lestri íslendinga- sagnanna, rímnakveðskap og kvæðasöng við vinnu sína. 4 ÚTVARPSBLAÐIÐ

x

Útvarpsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpsblaðið
https://timarit.is/publication/726

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.