Útvarpsblaðið - 23.02.1951, Blaðsíða 14

Útvarpsblaðið - 23.02.1951, Blaðsíða 14
lætur skapandi ímyndunarafl sitt setja hann á svið hugans og annast leikstjórn alla, held- ur en þegar hann horfir á hann á annarra sviði og undir annarra leikstjórn. Þau skilyrði eru að minnsta kosti alltaf fyrir hendi að meira eða minna leyti. Að sjálfsögðu ræður þarna miklu um, hvort viðkomandi er vanur að lesa leikrit og hvort hann er gæddur frjóu og skapandi ímyndunarafli, en hvorttveggja kemur engur síður til greina, þegar hann heyrir og sér leikritið flutt sem sjónleik á sviði. Sá, sem hefur þroskað ímyndunarafl sitt til leikrænnar sköpunar við lestur leik- rita, er betur hæfileikum búinn til þess að veita sjónleiknum viðtöku, og sá, sem er tíð- ur gestur í leikhúsi, verður einnig þrosk- aðri leikritalesandi. Allt til þessa hefur fátt leikrita verið gef- ið út hér á landi. Orsökin er fyrst og fremst sú, að bókaútgefendur kæra sig ekki um að gefa þær bækur út, sem vitað er, að ekki muni seljast neitt að ráði. Og orsök þess, að leikrit seljast hér ekki, hefur þegar verið greind. En þetta þarf að breytast. Margt af þvi bezta, sem skáld hafa samið, er í leik- ritsformi, og í leikritum ræða þau hin „sí- gildu“ vandamál mannkynsins og einstakl- inganna, viðhorf eilífðarinnar og viðhorf dagsins, ekki síður en í öðrum verkum sín- um. í leikritunum er og að finna margar skop- legustu og skemmtilegustu persónur bók- menntanna og einnig þær stórbrotnustu og skemmtilegustu átök og atburði, en einnig harmrænustu baráttu; þar er greint frá glettni tilviljananna og þungum leik örlag- anna; þar er beitt bitrustu ádeilu, háði og skopi, enn einnig þyngstu og alvarlegustu rökum. I engri grein skáldskapar er maður- inn gerður jafn hlægilegur í umkomuleysi sínu og hýddur jafn miskunnarlaust fyrir bresti sína og galla, eða krufinn jafn skefja- laust til meinsemda, og í engri grein skáld- skapar er manninum heldur auðsýnd meiri samúð og skilningur, eða guðseðli hans hafið hærra og meiri lotning sýnd. En þar eð það er að eins takmarkaður fjöldi sjónleikja, sem okkur veitist tækifæri til að sjá á sviði eða heyra flutta í útvarp, hlýtur mesti hluti þess sem öndvegishöfundar leikritaskáldskapar- ins hafa skrifað, að verða okkur lokaður heimur, nema við knýjum þar sjálf dyra. Nú hefur Bókaútgáfa Menningarsjóðs haf- izt handa um útgáfu leikrita, bæði frum- saminna á íslenzku og þýddra. Þegar eru tvö hefti komin út í þeim flokki, og er ætl- unin að jafnan komi út tvö hefði á ári fram- vegis, — ef almenningur sýnir skilning og áhuga, er geri slíkt fært. í fyrsta heftinu eru tvö leikrit eftir Sigurð Pétursson, „Hrólf- ur“ og „Narfi“, en í öðru heftinu er hinn sígildi gamanleikur Björnstjerne Björnson, „Landafræði og ást“. Er útgáfa þessi bæði smekkleg og ódýr. Að leikrit Sigurðar voru valin til útgáfu fyrst íslenzkra höfunda, er ekki fyrst og fremst vegna þess, að þau séu leikhæfari öðrum íslenzkum leikritum, held- ur hafa þeir, sem að þessari útgáfu standa, viljað heiðra á þennan hátt minningu hans og brautryðjendastarf, bæði á sviði íslenzkr- ar leiklistar og leikritagerðar, og er það ekki nema maklegt og vel til fundið. Hvað hitt leikritið „Landafræði og ást“, snertir, þá verður ekki annað sagt, en þeir, sem útgáf- unni ráða, hafi verið þar heppnir í vali. Leik- rit þetta er bráðskemmtilegt aflestrar, engu síður en á sviði, og vel til leiks fallið, jafn- vel þar, sem leikendurnir verða að láta sér lynda frumstæðustu skilyrði til leiksýninga. Hlutverkin tiltölulega fá, eða átta alls, að- eins eitt svið, hversdagsbúningar; persónurn- ar auðskildar og einkar skemmtilegar, en veita leikendunum þó tækifæri til tilþrifa í túlkun, bæði hvað rödd, svipbrigði og fram- komu snertir, auk þess sem „sagan“ í leikn- uin er hin skemmtilegasta og talsvert „spenn- andi“, og íslenzkum áhorfendum ekki of fjar- 14 UTVARPSBLAÐIÐ

x

Útvarpsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpsblaðið
https://timarit.is/publication/726

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.