Útvarpsblaðið - 23.02.1951, Blaðsíða 12

Útvarpsblaðið - 23.02.1951, Blaðsíða 12
lausavísur tíðkuðust þegar í fornum grískum og rómverskum skáldskap og sum skáld urðu miklir meistarar í þessum kveðskap, bæði í því að beita honnm til háðs og ádeilu og frásagna um daginn og veginn. Slíkur latínu- kveðskapur tíðkaðist lengi fram eftir öldum, t. d. orti Holberg margt af þessu tagi, og það gerðu einnig ýmsir íslenzkir lærdóms- menn. Þetta v'ar tvíhenda, distikon, áþekk afliendingu hjá okkur, upphaflega stuttar áletranir eða ristur, seinna þekktar undir nafninu „epigram“ og voru þeir Simonides hjá Grikkjum og seinna Martial hjá Róm- verjum þekktustu skáld þessarar vísnagerð- a!r. Hallgrímur Pétursson orkti og þýddi lausavísur í þessa átt og rímaði þær, t. d.: Óld óðum spillist, uggleysinu dárlega fyllist, glæpavegurinn gyllist, girnd holdsins margur aðhyllist. Seinna orkti Bjarni Thorarensen einnig í þessum dúr og einkum Steingrímur Thor- steinsson, en margar lausavísur hans eru merkilegar af því að þar mætast klassisk og íslenzk áhrif og áhrif frá Goethe og Schiller, en eftir þá eru til stór söfn lausavísna. Ég ætla að taka tvö dæmi eftir Steingrím til að sýna muninn á þessum erlendu og íslenzku lausavísum og formi þeirra: Leikhvöld Menntaskól- ans 1951: Kristján þjónn Benidikt Árna son í sjónleikn um „Við kerta ljós“ eftir Sig fried Geyer. (Ljósm. G. Þórðarson.) Lausavísur orktar í svipuðu skyni og að sínu leyti í svipuðum anda, en ólíkum stíl, hafa líka tíðkast öldum saman austur í Jap- an og verið mjög útbreidd íþrótt og kvað svo vera enn. Einnig hafa Arabar tíðkað slíka vísnagerð á sína vísu, m. a. hestavísur. I okkar þjóðlífi og bókmenntum má rekja lausavísnagerðina aftur í ramma forneskju, í ýmsum myndum. Sturlunguvísan: Loftur er í Eyfum bítur lunda bein, Sæmundur er á heiðum og etur sölin ein. Hfarta mitt stælist við stríð, þó stenst á hvað vinnst og hvað tapast það, sem mitt þrek hefur grætt, það hefur viðkvæmnin misst. Orður og titlar úrelt þing, eins og dæmin sanna, notast oft sem uppfylling í eyður verðleikanna. er gamalt dæmi um einfalda lausavísu, að ekki séu nefndar allar þær dróttkveðnu vís- ur, sem í sögunum geymast. Seinna komu svo nýir hættir, einkum ferskeyttir, og urðu algengastir, og hefur verið kveðið margt lof um ferskeytluna og verðskuldað. Ég vona að lausavísnaþátturinn geti orð- ið góð skemmtun og auk þess þjónað góðu málefni, því, að efla gamla og merka kveð- skapargrein og skilning á henni. 12 ÚTVARPSBLAÐIÐ

x

Útvarpsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpsblaðið
https://timarit.is/publication/726

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.