Útvarpsblaðið - 23.02.1951, Blaðsíða 13

Útvarpsblaðið - 23.02.1951, Blaðsíða 13
ÚR BÖKAHILLUNNI: Lcikritasafn Menningarsjóðs Leikrit er sú tegund skáldskapar, sem al- menningur hér á landi virðist varla læs á, enn sem komið er, samanborið við það, liversu fluglæs hann er annars á allt, sem á blöð er skráð, og hefur lengi verið það. Er þetta þó einkennilegra fyrir þá sök, að sá skáldskap- ur er yfirleitt mjög aðgengilegur og auðles- inn. Þessu mun fyrst og fremst valda sá mis- skilningur, sem virðist furðu algengur, að leikrit séu aðeins til þess gerð, að þau séu flutt á leiksviði, og geti því ekki aðrir en þeir, sem á áhorfendabekkjum sitja, notið þeirra til fulls. En fjarri fer því að svo sé. Leikrit eru fyrst og fremst saga, skráð í samtalsformi. í samtölunum er listræns gildis leikritsins fyrst og fremst að leita, boðskaps þess og kjarna. Leikritsformið varnar höfundinum að koma á framfæri nokkrum persónulýs- ingum á annan hátt en þann, að láta tilsvör viðkomenda og aðrar beinar setningar, er hann leggúr þeim í munn, túlka skapgerð þeirra og lýsa geðshræringum þeirra, við- horfum og viðbrögðum, þegar undanskildar eru fáorðar leiðbeiningar til leikenda, er með hlutverk fara, og sem koma lesandanum engu síður að notum en leikendunum. Leik- ritahöfundurinn verður því að leggja enn ríkari áherzlu á blæbrigði í orðavali og hnit- miða setningamyndun, heldur en skáld- sagnahöfundurinn, sem jafnan ræður yfir víðu svæði til skýringa og hugleiðinga, utan gæsalappanna. í leikiitunum er söguþráð- urinn rakinn eingöngu í samtölunum, þar býr sjálf sagan, aðdragandi átakanna, ris þeirra og lausn. Ef þessu væri ekki þann veg farið, mundu fæstir geta hlustað á leik- flutning í útvarpi, sér til ánægju. Satt er það að vísu, að sviðtjöld og ljós og ýmislegt fleira, sem leiksviðið hefur að bjóða, Ijá sjónleiknum líf og svip, og að leik- endurnir fá persónum hans rödd, líkama og persónuleg sérkenni. En það getur þó því aðeins orðið, að hvorttveggja samsvari því leiksviði, er áhorfandinn hefur valið leikn- um í leikhúsi ímyndunar sinnar, og leikend- urnir samræmist þeim liugmyndum, er hann hefur gert sér af persónum sjónleiksins, að svo miklu leyti, að hann kannizt við hvort- tveggja og viðurkenni það. An viðurkenn- ingar og svörunar áhorfandans, eru svið- tjöldin aðeins málaður strigi og leikandinn miður slyng hermikráka. Sviðtjöld og leik- endur eru ekki til þess, að áhorfandinn njóti sjónleiksins fyrir umhverfi og flutning, held- ur til þess að sjónleikurinn njóti sín á liug- arsviði áhorfandans. Þar verða persónur leiksins að heyja baráttu sína, þar verða átökin að gerast og lausnin að finnast. Sjái áhorfandinn og heyri það eitt, sem á leiksvið- inu gerist, drepur leiksviðið og leikendurn- ir sjónleikinn í hugarkynnum hans. Það er einmitt þetta, sem gerir, að bæði höfundar og leikstjórar hafa gert þá tilraun að láta leiksvjðslýsingu þular koma i stað tjalda, eða að gera sviðtjöklin svo einföld og fábrotin, að þau verði ímyndunarafli áhorfandans að- eins óbeinn stuðningur, en ekki staðreynd, sem hann verður annaðhvort að samþykkja eða hafna. Meginatriði málsins er nefnilega það, að hver og einn ræður persónulega yfir því leik- sviði og leikendum, sem ekkert leikhússvið og engir leikendur þola samanburð við, þar sem er hugsun hans og ímyndunarafl. Og fyrir þá sök, getur áhorfandinn ef til vill notið sjónleiksins mun betur, ef hann les, ÚTVABPSBLAÐIÐ 13

x

Útvarpsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpsblaðið
https://timarit.is/publication/726

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.