Útvarpsblaðið - 23.02.1951, Blaðsíða 16

Útvarpsblaðið - 23.02.1951, Blaðsíða 16
Viðhorf hlustenda „Ég kann nefnilega ágæta vel á slökkvarann........." Ýmislegt er sagt niisjafnt um efnisval og flutning á dagskrá útvarpsins — sumt af viti og sanngirni, en annað af litlum skilningi og enn minni góðvild. Tjóar ekki um slíkt að sakast. Sjálfsagt er þá að geta þess einnig, sem vel fer, og gera það sumir, en þess geldur útvarpið eins og aðrir, að því sem miður fer, er oftast nær meira á lofti haldið, enda jafnan lágværari ánægjuraddirnar en útásetninga- semin. . Menn ræða fram og aftur um kosti og galla dag- skrárinnar, seinheppni í efnisvali, liik og hósta, líka skemmtilega tilbreytni og lýtalausan flutning. Kalla menn, að útvarpið hafi af því góðan stuðning, að hlustendur láti í ljós álit sitt. Hefur það líka reynst svo, en vafalaust má þó deila um gagnsemi þess að ræða einstaka efnisliði dagskrárinnar, hversu mik- il hún er. Mönnum sýnist mjög sitt hverjum, en fáir taka til máls, svo að hætt er við að heildarmynd ummælanna verði dálítið úr lausu lofti gripin, auk þess sem mjög oft er vandkvæðúm bundið að sam- ræma sundurleitar kröfur. Hér skal því alls ekki farið út í þá sálma að gagn- rýna dagskrána í einstökum atriðum, enda væri j>að sízt til nýbreytni hjá hlustendum. Sumir eru ákaflega óánægðir með útvarpsefnið og láta það óspart í ljós. Engan þekki ég })ó, sem fargað hef- ur viðtæki sínu af þeim sökum eða fleygt jrvi út á haug í bræði. Og sumir hinna óánægðu eru meira að segja varla mönnum sinnandi, sé viðtæki þeirra bilað, jafnvel þótt ])eir liafi ])að stundum á orði, að truflanir séu skárstar á dagskránni. En ekki finnst mér nein ástæða til þess að ganga af göflunum af vandlætingu, þótt sitthvað sé það á dagskrá útvarpsins, sem væri mér til stórleiðinda, ef ég hlustaði á það. Þvert ú móti hef ég lag á að láta það verða mér líka til nokkurrar ánægju. Eg kann öidungis óbrigðult ráð til þess. Eg kann nefni- lega ágæta vel á slökkvarann, spara livergi að beita honum og tel hann eitthvert hið þarfasta áhald, sem kunnáttumenn hafa fundið upp fyrir útvarpshlust- endur. Það vekur mér næstum núkinn fögnuð, þegar sárir og emjandi breimtónar jasshljómsveit- anna skólpast með sogandi boðaföllum út frá við- tækinu, að seilast í slökkvarann og skrúfa fyrir. Á þann hátt nýt ég þeirrar músíkkur bezt. Og eins er ég í sólskinsskapi, er ég ómaka mig til þess að stinga upp í einhvem ræðuskörunginn, karl eða konu, sem að mínum dómi hefur orðið helzt til langorður um ekki neitt, og finnst mér þá sem hann hljóti að standa á öndinni, rétt eins og ég hefði lánað honum vasaklútinn minn, óbeðinn og með sérstökum hætti. Néi er ekki svo að skilja, að þetta sé eina ánægjan, sem ég hef af útvarpsefninu. Sumt læt ég svona vera, annað er þolanlegt og að enn öðru er næsta mikill fengur. Svo er að mínu áliti um erindi Fred Hoyle stjarneðlisfræðings, sem Hjörtur Halldórsson menntaskólakennari héfur verið að flytja undanfarið að loknu hádegisútvarpi á sunnudögum. Tækifæri íslendinga til að nema aðalatriði hinnar nýju heims- myndunar- og stjarneðlisfræði em alls ekki á hverju strái, svo að útvarpsráð og menntaskólakennarinn eiga þakkir skilið fyrir erindin. En vel á minnzt. Væri nokkuð út í bláinn, að slíkir erindaflokkar eða erindi yrðu framvegis flutt- ir á þessum tíma á dagskránni, óbrotin en efnismikil fræðsluerindi fyrir ahnenning, ætluð þeim, sem levfa sér þann munað að hugsa ofurlitla stund í viku hverri. Sú skoðun er að vísu orðin nokkuð útbreidd, að fólk vilji ekki hlusta á annað efni en það, sem auð- veldlegast rennur inn um annað eyrað og svo út um hitt — eitthvað, sem hlæja mú að um stund, en síð- an gleyma. Raunar skal það játað, að ærið eru þeir margir, sem ganga um með tómar Iiöfuðskeljar — galtómar svo að í bylur, ef högg er drepið á skall- ann. En hinir eru áreiðanlega margir líka, sem kjósa heldur kjarnfóðrið en léttmetið, sé þess nokkur kost- ur, og þá ef til vill helzt þeir fróðleiksfúsir alþýðu- menn, sem skannnrar skólagöngu liafa notið. Sígvaldi Hjálmarsson Lesendur! sendið „Viðhorfi hlustenda“ stuttar greinar um álit yðar á útvarpsdagskránni. Utaná- skriftin er „Útvarpsbfoðið“ Reijkjavík, Póst- hólf 1043. 16 ÚTVABPSBLAÐIÐ

x

Útvarpsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpsblaðið
https://timarit.is/publication/726

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.