Útvarpsblaðið - 23.02.1951, Blaðsíða 15

Útvarpsblaðið - 23.02.1951, Blaðsíða 15
Héðan og handan Ársstarf Sinfóníuhljómsveitarinnar. í byrjun þessa mánaðar var rétt ár liðið síðan Sin- fóníuhljómsveitin tók til starfa. Starf hennar þetta tímabil hefir verið mjög margþætt og merkilegt. Auk 10 stjálfstæðra tónleika, sem hljómsveitin hef- ir haldið og nokkurra útvarpstónleika, hefir hún aðstoðað Tónlistarfélagskórinn við flutning á Jóhann- esarpassíunni eftir J. S. Bach; einnig aðstoðaði hún Utvarpskórinn á tónleikum hans, flutti íslenzka tón- list á Listamannaþingi 1950, og síðast en ekki sízt hefir hljómsveitin eða hljóðfæraleikarar úr henni flutt tónleika með leiksýningum Þjóðleikhússins. Má þar einkum minna á sýningamar á „Brúðkaupi Fígarós“ eftir Mozart á s.l. vori, en þessi fyrsta fullkomna óperusýning á íslandi hefði verið nærri óliugsandi, ef Sinfóníuhljómsveitarinnar hefði ekki notið við. A þeim 10 sjálfstæðu tónleikum, sem hljómsveitin hefir efnt til, hafa alls verið flutt 38 tónverk, lang- flest í fyrsta skipti hér á landi. Er hér um að ræða svo stórfellt landnám, að þess munu engin dæmi í íslenzkri menningarsögu á jafnstuttum tíma. Meðal læg til þess, að þeir megi njóta hennar. Enda hefur þessi sjónleikur verið sýndur oft og víða hér á landi og notið mikilla vinsælda. Þess væri óskandi, að þessi fyrstu tvö hefti í Leikritasafni Menningarsjóðs hlytu þær viðtökur hjá almenningi, að forráða- menn hennar sæju sér fært að halda útgáfu- starfseminni áfram, og framkvæma þá tví- þættu fyrirætlun sína, að bæta úr tilfinn- anlegum skorti þeirra, er við leikstarfsemi fást, á leikhæfum og góðum sjónleikjum, sem gætu orðið þeim bæði skemmtilegt og þroskandi viðfangsefni, og veita lestrarfús- þeirra verka, sem flutt hafa verið, má nefna sérstak- lega þessi, og eru þá aðeins talin veigamestu við- fangsefnin: Beethoven: Sinfónía nr. 1 í C-dúr, Sinfónía nr. 3 í Es-dúr (Eroica), Sinfónía nr. 5 í C-moll (Orlagasin- fónían). Brahms: Tilbrigði um stef eftir Joseph Haydn, op. 56a. Bnich: F.iðlukonsert nr. 1 í g-moll. Dvorák: Sinfónía nr. 5 í e-moll (Frá nýja heim- inum). Ilaydn: Sinfónía í Es-dúr (Paukenwirbel). Mendelssohn: Sinfónía nr. 4 i A-dúr, op. 90 (ítalska sinfónían). Mozart: Homkonsert í Es-dúr (K. 495), Sinfónía í g-moll (K. 550), Sinfónía í Es-dúr (K. 543), Sin- fónía í D-dúr (K. 504) Prag-sinfónían). Prokofieff: „Pétur og úlfurinn", barnasaga með tónleikum. Schubert: Sinfónía nr. 8 í h-moll (Ófullgerða Iiljómkviðan). Sibelius: Sinfónía nr. 2 í D-dúr, op. 43. Tschaikovsky: Sinfónía nr. 4 í f-moll, op. 36. Þeir, sem íslenzkri menningu unna, munu vera samhuga í þeirri ósk, að framhald geti orðið á því merkilega starfi, sem hér er hafið, því að mörg hin stórfenglegustu meistaraverk tónlistarinnar bíða þess enn að verða flutt í fyrsta skipti á íslandi. Verður það starf, sem hin unga sinfóníuhljómsveit hefur þegar unnið, að tetjast merkilegt landnám í hinum víðlenda heimi tónlistarinnar; heimi, sem okkur er enn aðeins að litlu leyti kunnur. Og þar bíða henn- ar enn víðar og óunnar lendur. um mönnum tækifæri til að kynnast önd- vegishöfundum þéirrar skáldskapargrein- ar fyrir lestur þeirra beztu og skemmtileg- ustu verka; færa almenningi heim sanninn um það, að lesandinn getur notið leikritsins engu síður en áhorfandinn sjónleiksins, og að það er engu síður göfgandi og þroskandi, að láta sitt eigið ímyndunarafl setja sjónleik- inn á svið í sínu eigin leikhúsi, þjóðleik- húsi hugans, en að njóta þar annarra, þótt það sé vænlegast til þroska og skilnings, að hvorttveggja fylgist að. Loftur GuSmundsson. UTVARPSBLAÐIÐ 15

x

Útvarpsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpsblaðið
https://timarit.is/publication/726

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.