Útvarpstíðindi - 27.08.1945, Síða 6
174
ÚT V ARPSTIÐINDI
VÍSNASAMKEPPNIN
Vísnasamkeppni Útvarpstíðinda lauk 20. þ. m. — Hér á
eftir birtast allmargar vísur. — I næsta hefti munu birtast
síðustu vísurnar og um leið hefst atkvæðagreiðslan og verða
þá endurteknar reglurnar um það hvernig hún á að fara
fram.
49. Nú er Ieiði um Sónar sjá*
sérhver greiðist vandi.
Rímsins breiðu bylgjum á
brunar skeið að landi.
50. Lengi skal ég leita þín,
— læt þá hugann dreyma,
að þú munir enn til mín
ást í hjarta geyma.
51. Ef þig brjálar orðaprjál,
andans bálin dvína,
Iáttu Njálu list og mál
lækna sálu þína.
og út skipafréttir, það er að segja
fréttir, sein ætlaðar eru eingöngu skip-
uin á liöfum úti, sem á þennan eina
hátt geta haldið sambandinu við heima-
landið og ekki geta heyrt hinar venju-
iegu útseru^ingar. Og loks sendir frétta-
stofan út blaðafréttir á stuttbylgjum
lútvarpsins.
Ritstjóri fréitastofu blaðamannasam-
bandsins er Niels Grunnet. Hann hefur
mikinn áhuga fyrir málefnum íslands
og er mikill vinur lands og þjóðar.
Hann þekkir marga íslendinga og með-
al þeirra forstjóra rikisútvarpsins, Jón-
as Þorbergsson -— og eru Jieir mjög
52. Daginn þann, er þú varst kvödd,
þyngdist hreimur Ijóða,
var sem brysti viokvæm rödd
vorsins geislarjóða.
53. Þér er vit án þótta léð,
Þreytu smituð gleði.
Sæll þú stritar sífellt með
sultarbitageði.
54 Röstum, flóa, rifi á,
reistir sjóar vaka.
Mörgum óar út að sjá,
— yfir snjó og klaka.
nánir vinir. Kemur þessi áhugi ritstjór-
ans oft fram í útsendingum fréttastofu
blaðamanna, sem sendir út meira af
fréttum frá íslandi en nokkuð annað
útyarp að sjálfsögðu að hinu íslenzka
undanskyldu. Þá má og geta ])ess að
F. E. Jensen útvarpsstjóri er mikill
Islandsvinur og náinn kunningi Jónas-
ar Þorbergssonar. Hefur hann mjög
mikinn áhuga fyrir norræni samvinnu,
— Yfirleitt má fullyrða að danska út-
varpið sinni málefnum íslands mikið
og sýni íslandi inikla vináttu í hvert
sinn, er það fær tækifæri til.