Útvarpstíðindi - 27.08.1945, Síða 7
ÚTVARPSTIÐINDI
175
55. Hörðu flýja frostin senn,
— flóS á gnýja engjum.
Vorsins gígja glymur enn,
gyllt — með nýjum strengjum.
56. Fljóðið rjóða hróður hlóð,
— hljóðar stóðu þjóðir.
Jóðið góða, Ijóðar ljóð,
ljóða, fróða móðir.
57. Kættu fljóðin, mæta menn,
— mildum óðarblóma.
Bættu ljóðin ágæt, enn,
— íslands þjóðarsóma.
58. Syngdu málum gæðagulls,
— glói stálhreinn sjóður.
Klyngdu skálum fræða-fulls,
— flói sálrænn óður.
59. Fellir ekki fræ í sand,
frónskan heiður styrkir,
sá er bæði ljóð og land
lífs á vöku yrkir.
60. Hvar sem landann byrinn ber,
bæði daga og nætur:
altaf móðurmálið er
mýkst við tungurætur.
61. Traust, sem fjallatindurinn,
tært, sem glaður hlátur,
voldugt eins og vindurinn,
veikt, sem ungbarnsgrátur.
62. Glæddu bjarma kaldur kýs
kæran varma finna.
Bræddu harma ægi-ís
eldi hvarma þinna.
63. Gæði þrjóta. Forlög flá
fjölga spjótum kífsins.
Blæðir fótum orðið á
eggjagrjóti lífsins.
64. Hörð, oft velst í hlut vorn, smán;
hæðni felst í vonum.
Þó mér telst, að lífsins lán
leiði helzt af konum.
65. í landi, þar sem geigvænt grand
gín við andans snilli,
strengir fjandinn fjöturband
fjalla og stranda milli.
66. Þeim, sem kanna fjall og fjörð
fósturlandsins góða,
skilst, að engin önnur j^irð
á æðri tign að bjóða.
67. Unað kveikir kvöldblíðan;
— kliðar þeyr í víði.
Nú finnst mér, sem náttúran
nakin standi — og bíði.
68. Einn er kossinn æðsta hnoss,
annar blossakveikur;
stundum kross, sem ergir oss,
e$a tossaleikur.
69. Astin byggð var bólu á
— brást sú dyggð af vana —
Engin hryggð skal á mér sjá
eða tryggð við hana.
70. Ást ei bind, né arma hnýti
og engin mynda kærleiks hót:
Ekki er synd þó sæll ég líti
sólartinda fagra snót,
71. Glitra sundin gárum með
gjálfrar undur kvika.
Ég hef stundum svipað séð
sól í lundum blika.