Útvarpstíðindi - 27.08.1945, Síða 10

Útvarpstíðindi - 27.08.1945, Síða 10
178 ÚTVARPSTÍÐINDI Best væri að raða þannig efni, að sem minnst bæri á samskeytum og blanda sem minnst saman fjærskildum efnum, þá gæti hver og einn notið sinna hugðarefna, án þess bakreiknings að missa tíma til ónýtis, eða þreyta hlustirnar um of. Það er margt fleira en baunirnar hans Arna, sem getur orðið að ómeti með því að annað enn betra sé sett saman við. Ef einn bóndi á góða stör og gott eltingarhey, þá getur hann alið kýrnar á störinni og hestana á eltingarheyinu, en á því fóðri samanhristu mundi hvorugt lifa. Það er nú svo með útvarpið, eins og dagblöð og tímarit. það byrjar allt með skemmtilega fjölþættilegum efniviði, en allt fer það sömu leiðina. Það verður með tíð og tíma einhliða, hefðbundið og persónulegt, — nokkr- ir menn og viss málefni ná yfirtök- unum.Fjölþætt smáatri komast ekki að, svo endirinn verður sá að les- endur og hlustendur verða bókstaf- lega hundleiðir. Hvað skildu t. d. ein- söngvarar koma mörgum sinnum oft- ar að hljóðnemanum en skáld, að ég nú ekki nefni hagyrðinga, sama er að segja um íþróttafólk, það virðist vera búið að meintaka öll málgögn þjóðarinnar og er það þó mjög vafa- söm menningarstofnun. Margt af slíku á rætur að rekja til svörtustu tíma þióðskipulaganna, og er því and- streymi í því þjóðskipulagi sem nú er barist fyrir um allan heim. Mér er það fyllilega ljóst að þið útvarpsstjórnendur eruð mjög háðir menningunni og vitið betur en ég hvað er menning, en ég veit það að mörg þessi nútímamenning er mjög leiðigjarn yfirdrepskapur, meira RÍKISÚTVARPIÐ Takmark Ríkisútvarpsins og œtlmiarverk er að ná til allra þegna landsins meC hveri- konar fræðslu og skemmtun, sem því er unnt að veita. AÐALSKRIFSTOFA ÚTVARPSINS annast um afgreiðslu, fjárhald, útborganir, samningagerðir o. s. frv. — Útvarpsstjóri er venjulega til viðtals kl. 2—4 síðd. Sími sknf- stofunnar er 4993. Sími útvarpsstjóra 4999. INNHEIMTU AFNOTAGJALDA annast sérstök skrifstofa. — Sími 4998. ÚTVARPSRÁÐIÐ (Dagskrárstjórnin) hefur yfirstjóm hinnar menningarlegh starfsemi og velur útvarps- •fni. Skrifstofan er opin til viðtals eg af- greiðslu frá kl. 2—4 síðd. Sími 4991. FRÉTTASTOFAN annast um fréttasöfnun innanlands og frá útlöndum. — Fréttaritarar em í hverju hér- aði og kaupstað landsins. Sími fréttastofu 4994. Sími fréttastjóra 4846. AUGLÝSINGAR Útvarpið flytur auglýsingar og tilkynningar til landsmanna með skjótum og áhrifamikl- um hætti. Þeir, sem reynt hafa, telja út- varpsauglýsingar áhrifamestar allra anglýs- inga. Auglýsingasími 1095. VERKFRÆÐINGUR ÚTVARPSINS hefur daglega umsjón með útvarpssteðinni, magnarasnl og viðgerðastofu. Sími verk- fræðings 4992. VIÐGERÐARSTOFAN annast um hverskonar viðgerðir og breyt- ingar viðtækja, veitir leiðbeiningar og fræðslu um not og viðgerðir viðtœkja. Simi viðgerðarstofunnar 4995. TAKMARKIÐ ER: Útvarpið inn á hvert heimilil Allir lands- menn þurfa að eiga kost á því, að hlusta £ æðaslög þjóðlífsins; hjartaslög heimsins. Bíkisútvarpid.

x

Útvarpstíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.