Útvarpstíðindi - 27.08.1945, Side 12

Útvarpstíðindi - 27.08.1945, Side 12
180 ÚTVARPSTÍÐINDI hægt í að afhrópa fastar málvenjur, þó margir aðrir séu að reyna að gera sig breiða og slá sér út fyrir framan ýms þessháttar smáfiðrildi. Orðalag Björns er eitthvað á þessa leið „þetta mun vera það rétta, en þeir sem hafa vanist því á annan veg ættu að mega hafa það svo“, og er það ólíkt þeim sem nálgast nú óðum þá skoðun að íslenzkt mál eigi ekkert orð með réttu. Að því eina Ieiti hefði ég kosið „spurningar og svör“, öðru vísi en er að mér þykir ofmikið rætt um meiningu málsins, í flestum tilfellum skilja menn gamla fslenzku, um það atriði ætti ekki að þurfa að fjölyrða svo mjög. Það sem okkur vantar að vita, er um ættir og uppruna orða og sambönd þeirra við önnur orð. Ég tek til dæmis eitt orð, það er orðið „Vaggl“. Þegar B. S. byrjaði að skýra það, þá átti ég von á skemmtilegum þætti, ég taldi óg tel enn, að þetta orð ætti sér talsvert merka sögu. B. S. var fjölorður um það, en kom þó aldrei að því sem ég vonaðist eftir. Hann sagði að orðið „vaggl“ mundi þýða stallar eða skora og jafnvel skemd — ætt þess eða uppruna nefndi hann aldrei. Hann sagði að Vagglabæir, þar á meðal Vagglaskóg- ur drægu nafn af krækklóttum skógar- hríslum „vaggl“ í húsi þýddi stallur eða skora „vaggl“ í auga á hesti þýddi skemd í auga. Þetta taldi ég að mætti rökræða betur: A árum áður, þegar enginn var húsameistari og engin húsateikn- ing en hver og einn reisti sér kofa eða skýli eftir sinni eigin glóru og efna- legri og efnislegri aðstöðu án styrks eða hagfelds láns byggði einn bóndi á Bústöðum í Austurdal sér all- stórt fjárhús en allan viðinn varð hann að flytja frá Selnesi á Skaga, hann flutti á einum hesti og fór margar ferðir og gekk og teymdi nema ef hann hefur setið á reiðingnum þá leið- ina sem hann var annars laus. En bú- ast má við að húsið hafi orðið grann- viðað. Upphaflega var byggingastíllinn sá að allt var lagt á veggi, en það gafst illa, raftarnir vildu síga niður og gera spor í veggina Þá fundu þeir það upp að leggja renglur á veggbrúnirnar undir raftaendana og gafst sá bygg- ingarstíll stórum betur, reinglurnar kölluðu þeir svo vegglæjur, en þá kom í Ijós sá galli á þeim að veggirn- ir vildu hallast inn og þá rákust raft- arnir inn í veggina, þá fundu þeir það upp að negla þessa fleiga á raftana og Iáta þá skalla vegglægjurnar og var það enn framför, fleiganá kölluðu þeir svo „vegglægara" í eintölu „vegglæg- ir“ skammstafað „veggl”, úr því varð svo latmælið ,,vaggl“. Þangað eiga svo allir „vagglar" rætur að rekja. Vagglabæir munu flestir draga nafn af stöðu sinni, þeir sem ég þekki standa til hliðar við Iangar bæjarraðir og mynda því stall á röðina, svipað eins og ,,vaggl“ á rafti. Vaglaskógur mun draga nafn af einum slíkum, þó sá bær sjáist máske ekki nú. ,,Vaggl“ eða ,,vagglfar“ f auga á hesti mun draga nafn af lögun sinni, það hvíta í auganu er oftast fjórði partur af hring, helmingur af neðri baugnum stífður í miðju auga og dreginn til núlls aftur og verður því eins og fleigur eða vaggl í lögun.

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.