Útvarpstíðindi - 17.05.1948, Blaðsíða 11

Útvarpstíðindi - 17.05.1948, Blaðsíða 11
£tt V ARPSTÍÐINDI 203 ur ekki samrýmzt. Hvorugt þeirra getur slakað fyrir hinu, og afleið- ingin verður kali og biturleiki. Til- finningar þeirra sljófgast. Það er bókstaflega eins og þeim sé fróun í því að skaprauna hvort öðru sem mest. Það er engu líkara en ein- hver púki sitji í leyni og hvísli að þeim illum orðum, keppist við að sá illgresi í hugi þeirra, og bendi þeim aðeins á gallana og veikleikann í fari þeirra. Jafnan iðrast Maxime þó sárlega á eftir, þegar þau hjónin hafa deilt, en hann veit, hversu erfitt hann á með að stjórna skapi sínu. 1 reiði. sinni segir hann margt, sem hann hefði heldur kosið að láta ósagt. En hversu mikið sem hann hugsar um þetta, er hann furðu fljótur að gleyma hinum góðu áformum sínum, og við fyrsta tækifæri eru þau byrj- ,uð að kýta á ný, án þess hann viti hvaða ástæða liggur því að baki. Eveline finnur líka til þessa veik- leika þeirra, og henni er mikil raun að því. Hún veit það með sjálfri sér, að hún er óhæfilega nuddsöm og þverlynd, en hún getur ekki unnið bug á þessum leiða lesti; þessu ó- breytanlega eðli. Þannig eru þau bæði samsek, og eiga bæði sinn bróð- urpart í því, að varpa skugga á sam- h'fið og gera hvoi't öðru leiðindi. I dag finnst Maxime sem hjóna- bandið sé sér fjötur um fót, og hvíli á sér sem mara. Honum finnst það næstum óbærilegt. Hann svipast um og horfir til húsmunanna inni, sem daglega eru vitni að ósamkomulagi hjónanna. Hann virðir húsgögnin fyrir sér, má.lverkin á veggjunum og aðra smáhluti í íbúðinni; — allt þetta finnst honum nú viðurstyggi- legt. Hann horfir á yfirhöfn sína og skóna sína, og hann hatast við þetta allt saman, án þess að hann geti gert sér grein fyrir, hvers vegna. Með hatri hugsar hann einnig til konu sinnar, þessarar fölu.ljóshærðu konu, sem hann ætíð hafði fyrir augunum. Nú fann hann ekki lengur til neins samvizkubits, 'eins og venjulega, eftir að slegizt hafði í kekki milli þeirra, heldur var það hatrið, sem ólgaði í honum. Maxime sá að vísu, að þau áttu hér bæði sök, fóru bæði rangt að, og höfðu eitrað líf sitt. Hann hugsaði með sér, að þótt þau reyndu að taka upp nýtt líf, þá myndi það aldrei heppnast, að breyta um úr því sem komið var. Sambúð þeirra gat varla orðið öðruvísi en hún var nú. Maxime tók hatt sinn og gekk út. Þegar hann kom aftur heim um kvöldið var klukkan orðin sjö. Af gömlum vana hallaði hann sér heim- undir fyrir kvöldmatinn, án þess að hann hefði nokkra löngun til þess að koma heim. Hvorki störf dagsins eða gönguferðin milli heimilis og vinnu- staðarins höfðu létt skap hans, og- við tilhugsunina um, að þurfa nú enn á ný að hitta Eveline, sauð gremjan upp í honum. Inni í herbergi sínu ætlaði hann að bíða, þar til kallað væri á hann til kvöldverðar. Hann beið í hálfa klukkustund, án þess að kallað væri. Það leið heil klukku- stund, og enn var ekki kallað til hans. Hann hringdi, og þjónustustúlkan kom inn til hans. „Hvernig víkur þessu við, á maðutf ekkert að fá að borða í kvöld?“ spurði hann. „Frúin er ekki ennþá komin heim“.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.