Útvarpstíðindi - 17.05.1948, Blaðsíða 17

Útvarpstíðindi - 17.05.1948, Blaðsíða 17
ÚTVARPSTÍÐINDI 209 Svarfdælingur skrifar um fjóra út- varpsþætti og er allhvassyrtur á köflum — en h'ann um það. Hann kveðst vera stöðugur útvarpshlustandi og hafa áhuga fyrir góðu útvarpsefni; og liér er þá bréf hans: „Ég sat við útvarpið og hlustaði eftir smásögu vikunnar. „Flugan“ hét hún og var flutt af Lárusi Pálssyni leik- ara. Ég beið með eftirvæntingu, bjóst við mikilli sögu, lieilu skáldverki, frábærri stílsnilld, og góðu efni, og sagan hófst. Lesandinn stundi og hvíslaði á víxl, sem hans er lagið. En hvernig var sagan? Hún var fádæma ómerkileg, stíllinn engT inn, efnið ekkert. Efnið, — alveg rétt. — Fluga kom inn um opinn gluggann, inn í skrifstofuna til hans, flögraði til og frá og gjörði honum gramt í geði, flaug síð- an út, kom inn aftur með aðra flugu með sér, og þær settust báðar á horðsliornið; hann þreif þá reglustriku og sló þær báð- ar til dauðs. „Takk fyrir“, sagan húin, og þegar ég lieyri það, lilæ ég dátt, en satt að segja vorkenni þó leikaranum að hafa gjört sig svo lítinn mann, að lesa annað eins og þetta í útvarp. Og það er ég viss um, að ef útvarpshlustendur hefðu fyrir- fram vitað um gildi þessarar sögu, liefði hver einsati skrúfað fyrir tæki sitt, og Lárus Pálsson fengið að livísla henni í sin eigin eyru. Og það eru mín vinsam- legustu tilmæli til forráðamanna útvarps- dagskrárinnar, að þeir láti sér aldrei til hugar koma, að bera annað eins og fyrr- nefnda sögu á borð fyrir þjóðina. í liæst- um bænum, gjörið það aldrei framar. Hafið það ávallt hugfast, að sú þjóð, sem þið starfið fyrir, er vönd að efni og stíl þeirra andlegu fræða, er liún nærist af, en því miður er sem þið liafið enn ekki skilið, að hún er menningarþjóð. Pátturinn „Spurningar og svör um is- lenzkt mál“ er góður og gildur dagskrár- liður, eða yrði það að minnsta kosti, væri hann rétt fluttur. Ég kalla það ekki rétt fluttan þátt, undir ofanskráðu nafni, þegar tími sá, sem honum er ætlaður, gengur alloftast í að flutningsmaðurinn les úr islendingasögunum, svörum sínurn til staðfestingar, en slíkt er óþarfi, því að íslendingasögurnar eru til á hverju heim- ili, enda er þeim líka ætlaður annar tími í útvarpsdagskránni. Þátturinn „Lög og létt hjal“ var tek- inn upp í dagskrá útvarpsins í liaust, forráðamanni hans til sællar minningar, og þökk sé þeim heiðursherra. Hann lióf upp raust og „startaði“ þæltinum af stað er virtist af feikna krafti. „En lífið er liverfult og lánið er valt“, sturturnar hafa líklega hilað og gengið illa að koma þeimi í lag aftur, en vonum, að svo verði. — Friðrik Sigurbjörnsson er án efa fjörug- ur og gamansamur, og hefði það getað orðið þætti hans mikill léttir, ef hann kynni að fara með það á réttan liátt, en því fer fjarri, en látum okkur það vel líka. Og að endingu þetta: Leggjumst allir á eitt og sameinum krafta okkar, sannir Is- lendingar, og reynum að kenna þeim háu herrum, sem að danslagatímum útvarps- ins standa, að íslenzka þjóðin er livít, en ekki svört, því að ennþá hafa þeir ekki lært það“. Avallt glœsilegt úrval af öllum tegundum skófatnd&ar. LARUS G. LÚÐVlGSSON Skóverzlun

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.