Útvarpstíðindi - 17.05.1948, Blaðsíða 12

Útvarpstíðindi - 17.05.1948, Blaðsíða 12
204 ÚTV ARPSTfiDINDI „Er hún ekki komin heim, og klukkan orðin átta!“ Maxime yppti öxlum og hugsaði með sér, að þetta væri þó verst fyr- ir hana sjálfa. Síðan gaf hann skip- un um að bera á borð fyrir sig einan. Klukkan varð hálf níu. Þá kallaði Maxime á stúlkuna. „Vitið þér hvar konan mín er?“ spurði hann. „Nei, en frúin fór út klukkan 5, án þess að geta um, hvert hún ætlaði“. „Þökk fyrir, það er gott“, svaraði hann. Hann reyndi að halda áfram við máltíðina, en það var einhver óró \ taugum hans, svo að hann tapaði allri matarlyst. Klukkan sló níu. Hvernig gat þessu vikið við? — Maxime tók nokkra ávexti á disk- inn, en borðaði þá ekki. Nei, hann átti ómögulegt með að koma nokkrum hlut niður. En hvað borðið leit eitthvað ömur- lega og tómlega út . . . engin blóm prýddu það, og borðbúnaðurinn hafði meira að segja annarlegan svip í augum hans. Maxime stóð á fætur og gekk inn í setustofuna, og kveikti þar ljós. — Kvöldjakkinn og inniskórnir hans voru ekki á sínum venjulega stað, og mjúki púðinn hafði ekki ennþá verið settur í setustólinn hans. Og það voru engir vindlar á reykborðinu. Nú sá hann heldur ekki fyrir sér Ijóslokkaða höfuðið í stólnum úti í horninu móti stól hans . . . ljósa höf- uðið hennar . . . Maxime fann næstum því til lík- amlegrar þjáningar, vegna þessa ein- manaleika og tómleika. Nú sló klukkan hálf tíu. Hann brann allur af óró, og æddi fram og aftur um gólfið, eins og fangi í klefa sínum. Hvar gat hún verið? Hvert hafði hún farið? Hvar gat hann fundið hana? Hvað gat hann gert? Eveline, Eveline .. . Hvar var hún? Fyrir nokkrum klukkustundum, hafði hann formælt henni og fundizt hjónabandið þungur kross. En nú í þessari angistarfullu einveru fann hann til saknaðar, fann átakanlega til smæðar sinnar. Það var einhver klökkvi í sál hans — og nú skyldi hann þýðingu þess og afleiðingu, er vonzka mannanna hverra til annarra getur haft. Hugsa sér .... hugsa sér, ef hún væri dáin. Hræðileg tilhugsun! Dyrabjöllunni var nú skyndilega hringt, og Maxime flýtti sér til dyra. Á tröppunum stóðu nokkrir menn með sjúkrakörfu . .. Var hún dáin! Nei, svo hörð og hefnigjörn myndu forlögin ekki vera honum, að refsa honum svo þunglega. Eveline var til allrar guðsblessun- ar ekki dáin. En hún hafði orðið fyrir slysi. „Þetta er, sem betur fer ekki mjög alvarlegt“, mælti lögregluþjónninn, einn af þeim, sem bar konuna. „Þeg- ar frúin gekk yfir brautarteinana, festist skóhæll hennar í teinunum, og af því að hún var ekki nógu fljót að losa hann, áður en lestin kom, féll hún út fyrir brautina. Við tókum hana strax og fluttum hana á slysa- varðstofu, og nú hefur verið búið um sár hennar .. .“ Maxime þakkaði mönnunum fyrir aðstoð þeirra og greiddi þeim rífleg

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.