Útvarpstíðindi - 17.05.1948, Blaðsíða 13

Útvarpstíðindi - 17.05.1948, Blaðsíða 13
ÚTVARPSTÍÐINDI 205 ómakslaun. Síðan tók hann konu sína í fangið og bar hana inn í svefn- herbergi. Konan lá um stund hreyfingarlaus líkt og hún væri meðvitundarlaus, og Maxime sat hjá henni og hélt í hönd hennar. Hann var ennþá ekki búinn að ná sér eftir þá hræðilegu hug- raun, sem hann hafði orðið fyrir. Bæði Maxime og Eveline voru með tárin í augunum, og það var eins og undursamleg ró og friður fyllti hjörtu þeirra á þessari stund, er þau horfðu í þögn hvort í annars augu. Loks rauf Eveline þögnina: ,,Ó, Maxime, ef þú vissir allt um það, hvernig þetta atvikaðist. Eftir hádegið í morgun fylltist ég svo miklu hatri, og ég fór út. Ég gekk bara eitthvað . .. án þess ég gerði mér grein fyrir, hveid ferðinni var heitið. Meðan ég þannig ráfaði um, ráð- laus og ringluð, ryfjaði ég orð þín upp með sjálfri mér, og jók enn nieir á reiði mína með því. Mér fannst ég hata þig óendanlega, og að hjóna- band okkar væri hreinasta kvalræði, og allt umhverfið óbærilegt ... En hvað maður getur annars verið van- þakklátur, Maxime! .. . Ef að mað- ur verður reiður og hugsar ljótt í hálftíma, getur maður gleymt margra ára hamingju og sólbjörtum dögum í bræðinni. Ég gekk lengi eitthvað út í blá- inn, án þess að vita hvert, og svo hlýt ég að hafa dottið. Ég vissi ekk- ert, fyrr en ég vaknaði til meðvit- undar á slysavarðstofunni. Og þeg- ar ég sá blóðið, sem streymdi úr sári á enni mínu, hélt ég bókstaflega, að mér myndi blæða út, og að ég væri að deyja. Þá fór ég að hugsa um heimilið okkar, heimilið, sem ég hafði yfir- gefið í reiði, og ég varð svo kvíða- full um, að ef til vill mundi ég aldrei framar sjá það, og aldrei framar sjá þig. Og því bað ég um, að mér yrði ekið heim strax“. „Getur þú fyrirgefið mér allt, elsk- an mín“, stamaði Maxime grátandi. ,,Ég viðurkenni að hafa verið þér vondur og alltof stygglyndur við þig ... Þessar hræðilegu löngu stundir í kvöld, sem ég hafði beðið þín og þráð þig, hafa áreiðanlega upprætt það óréttlæti og misskilning, sem ég hef borið í brjósti .. . Þú getur ekki hugsað þér, hve ég er bú- inn að taka út miklar sálarkvalir, hérna heima, út af því að vita ekk- ert um það, hvar þú værir niður- komin. Ég vissi, að enginn gat hjálp- að mér til þess að finna þig. Nú fyrst hef ég fundið það til, fullnustu, hversu heitt ég unni þér, og nú veit ég, að við höfum ekki skilið hjónabandið rétt, og ekki kunn- að að meta hvort annað. Við höfum hagað okkur eins og hálfgerðir kján- Sá kali, sem lengi hafði ríkt í hjörtum þeirra, eyddist, og þau fundu það bæði, að óhamingja þeirra myndi vera á enda. Nú mundu þau framvegis skilja hvert annað betur en fyrr. Þau höfðu aldrei verið jafn við- kvæm og mild, aldrei grátið saman, en tárin þýddu burtu biturleikann og kalann úr sál þeirra beggja.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.