Útvarpstíðindi - 14.06.1948, Blaðsíða 3

Útvarpstíðindi - 14.06.1948, Blaðsíða 3
ÚTVARPSTlÐINDI 243 koma út hólísmánaöarlega. Argnngurinn kostar kr. 25.00 og greiðist fyrirfram. — Uppsögn er Imndin viff áramót. — Afgreiðsla Brávallagötu 60. Sími 5046. Heima- simi afgreiðslu 5441. l’óstbox 907. Ctgefandi: H.f. Hlustandinn. Prentnð í Isafoldarprentsmiðju li.f. Ritstj. og ábyrgðarmenn: Vilhjálm- nr S. Vilhjdlmsson, Brávallagötu 50, simi 4903, og Þorsteinn Jósepsson, Grettisgötu 86. ÚTVARPSTÍÐINDI í SUMARLEYFI \ EINS OG OFT hefur verið getið um, og tíðkast hefur undanfarin ár, taka Útvarpstíðindi sér frí yfir mitt sumarið; það er að segja, að hlé verður á útkomu þeirra meðan sum- arleyfi standa sem hæst í prent- smiðjunni. Nú fara sumarleyfin senn að hefj- ast. Verður þetta því síðasta heftjð, sem kemur út fyrir hléið. Næsta blað kemur ekki fyrr en í ágústmán- uði. Sennilega verður það ekki fyrr en um eða eftir miðjan ágúst, þann- ig, að aðeins eitt hefti kemur út í þeim mánuði eins og í fyrrasumar. Aftur á móti hefst útgáfa blaðs- ins af fullum krafti eftir sumar- leyfin og koma þá tvö hefti á mán- uði eins og venjulega, og flytja dag- skrá útvarpsins fyrir fram næsta hálfan mánuð eftir útkomu hvers heftis. Að sjálfsögðu er ekki hægt að birta dagskrána í þessu hefti fyrir allan þann tíma, sem útgáfa rits- ins fellur niður, en dagskráin, sem birtist að þessu sinni, nær fram í júlí, en lengra fram í tímann var hún ekki ákveðin, þegar ritið fór í prentun. En þó að hlé verði nú á útkomu Útvarpstíðinda um skeið, ber ekki að skilja það svo, að ritstjórnin ætli að leggjast í leti og sleikja sólskinið (ef nokkuð verður) allan þann tíma, sem blaðið kemur ekki út. Þvert á móti mun tíminn verða notaður til þess að reyna að afla góðs og gagn- legs efnis til birtingar í ritinu eftir að útgáfan hefst að nýju. Meðal annars mun aðalritstjórinn, Vilhj.. S. Vilhjálmsson, sem verið hefur erlendis að undanförnu, væntanlega skrifa eitthvað frá ferðalagi sínu, og því, sem hann hefur séð og heyrt í utanförinni, og mun það sennilega birtast í fyrsta heftinu, sem kemur út eftir fríið. Þá mun að sjálfsögðu verða höfð opin eyru fyrir þeim erindum, sem kunna að verða flutt í útvarpið á þessu tímabili, og ef til vill falast eftir birtingu einhverra þeirra, ef hentug þykja. Annars er, eins og áður hefur verið tekið fram, ekki ævinlega hægt að fá þau erindi til birtingar, sem girnilegust væru, vegna þess, að tíðum eru fyrirles- ararnir búnir að ráðstafa þeim fyrir fram til birtingar á ýmsum öðrum stöðum. Loks mun verða haldið áfram að leita upplýsinga um starfsemi ýmissa erlendra útvarpsstöðva, og birtar

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.