Útvarpstíðindi - 14.06.1948, Blaðsíða 15

Útvarpstíðindi - 14.06.1948, Blaðsíða 15
I'TVARPSTÍÐINDI 255 lend, var tekið með mestu hrifningu af öllum.“ (Sjá Eimreiðin 1938, bls. 29). Er það ekki staðreynd hér hjá okkur, að þegar mest er haldið að fólkinu stærri tónverkum fornra snillinga, þá hneigist æskan að sve'rtingjatónlistinni, sem nefnd er „jazz“? Þakkir vil ég senda mönnum þeim, sem flutt hafa erindi í vetur til fræðslu og skemmtunar. Sem bóndi þakka ég búnaðfræðsluna, og þá sér- staklega Gísla Kristjánssyni rit- stjóra. En ég tel rétt af Helga Hjörvar að borga honum ekkert. Ég vil, að við bændur eigum Gísla og fóð'rum hann. Útvarpið getur haft aðrar lýs á sínu skinni. Þá vil ég að lokum þakka hið vin- sælasta, leikritaflutninginn, einkum innlendu leikritin. En ég hefi saknað eldri leikaranna, Gunnþórunnar og Friðfinns, ekki af því, að hinir yngri leiki illa ,heldur af því, að þau Gunnþórunn og Friðfinnur töluðu svo hátt og skýrt að af ba’r. En það er tilviljun, sem aldrei kemur fyrir, að viðtæki öll og heyrnarskil- yrði séu í bezta lagi. Og þegar við hlustum og töpum af orði eða setn- ingu, þá höldum við endilega, að þar hafi farið eitthvað mikilvægt, eitthvað verðmæti, sem okkur var ætlað, en sé svo að eilífu glatað. — En svo kemu'r ef til vill séra Sveinn Víkingur og segir, að það geri ekk- ert til, þótt við heyrum lítið, því að nærri allt, sem talað er, sé lítils virði. Ef til vill hefur hann rétt fyrir sér. Og þá er bezt að ég hætti, því að varla ve'rður það þungt á metunum hjá séra Sveini." Happdrætti Háskóla íslands Dregið verður í 7. flokki 10. júlí. Dregnir verða út 502 vinningar að upphæð samtals kr. 166.200,00. Dragiö ekki að endurnýja. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Ávallt glœsilegt úrval af öllum tegundum shófatnaijar. LÁRUS G. LÚÐVÍGSSON Skóverzlun

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.