Útvarpstíðindi - 14.06.1948, Blaðsíða 19

Útvarpstíðindi - 14.06.1948, Blaðsíða 19
tJT V ARPSTÍÐINDI JMIÍ EYBE eítir CHARLOTTE BRONTE Sagan, sem nú er lesin í útvarpið Charlotte Bronté var elzt hinna þriggja Brontesystra og lifði lengst þeirra, enda þótt hún næ'Öi ekki fertugsaldri. Húu fæddist áriÖ 1816 og lézt áriö 1855. Ilún var prestsdóttir og ólst upp í einangrun, og ievi hennar var ærið dapurleg, en Char- lotte var gædd í ríkum mæli hamslausum ástríöum, sem þó voru tamdar meö guö- rækilegu uppeldi og siðferði. Hún lagöi ævi sína og lífskjör sín mjög lil grund- vallar í sögunni af Jane Eyre, enda dylst ekki, að bókin túlkar berlega viðhorf og lífsreynslu höfundarins og er ótvírætt sannsöguleg. Janc h'yré, sem kom fyrst út árið 1847 og vakti þá þegar einstæða ítthygli, er langkunnasta og lnngmerkasta skáldsaga Charlotte Bronte. Með henni og skáld- sögunum Shirley og Villette var lagt út á nýja braut og áður óþekkta í sögu brezkra bókmennta. ketta eru fyrstu skáldsögur Breta, þar sem varpað er ljóma skáldskapar og andagiftar á hina örðugu ævi umkomulausra kvenna. 'Charlotte Bronte er hið mesta skáld kvenþjóðarinnar og boðskapur sá, er hún flutti í bókum sínum, og þá Jane Eyre sér í lagi, er ekki síður timabær og athyglisverður í dag en fyrir heitli öld. Jani’ Kyrc er óglevmanleg bók, enda hefur hún farið sigurför um allan hinn siðmenntaða heim. Charlotte Bronte lýsir Rochester þannig, að hann er sígild og ógleymanleg söguhetja. Hann er fulltrúi þeirra eiginleika karlmanna, sem kon- urnar dá og tilbiðja. Og Jane Eyre, mnkomulausa, ófríða stúlkan, er flyzt á heimili Rochesters seni óbreytt kennslukona, verður örlagavaldur hans. Hún. sigrar húsbónda sinn, hinn einmana- leitanda hamingjuimar, með sál sinni eh ekki and- litsfegurð. En hamingja hennar er ekki eins nálæg og rotla mætti. Skugginn, sem hvílir yfir lífi Rochosters, hinn ægilegi leyndardómur Thornfieldhallar, ver'ður ekki umflúinn. Jane Eyre flvr brott, þegar hún verður að velja milli sæmdar sinnar og ástar. Oðru sinni bíður hennar dapurlegt lilutskipti umlcomuleysisins og einstæðingsskaparins, og á sama tíma gerist í Thornfieldhöll örlágaríkur harm- leikur, og draumurinn óttalegi verður að nístandi veruleika. En ástin sigrar að lokum, og konan, sem bar gæfu til að halda sæmd sinni á stund hinnar miklu freistingar, verður glæsilegur sigurvegari. Iíún finnur elskliuga sinn aftur — eftir að hann hefur séð öllu á bak, litið líf sitt lirynja í rústir í mynd hinnar brennandi hallar að Thornfield. ITin fórnfúsa Jane Eyre hverfur aftur til Rochesters og leiðir hann inn í heim ástnr og hamingju, þegar honum virðast iill sund lokuð. I'ettn er skáldsaga, en bók byggð á persónulegri reynslu, bók, sem lýsir lífinu eins og það getur orðið ömurlegast og breytzt síðan lil mestrar farsældar. Jane Eyre er ein af þeim skáldsögum heirnsbókmenntanna, sem greypast óafmáanlega í tninni lesenda. Hún er lýsing á lífi og örlögunt þeirra, sem þjásb til a'ð njóta og taþa til að sigrn. Hún or drangi, sem gnæfir .upp úr ólgusjó heillar aldar. BÓK/IVERZLUIM ÍSAFOLDAR

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.