Útvarpstíðindi - 14.06.1948, Blaðsíða 5

Útvarpstíðindi - 14.06.1948, Blaðsíða 5
t Ctvarpstíðindi 245 Fjölbreyttan dagskrá er krafa útvarpsnotenda Vont skap. EFTIR ATHUGUN, sem enskt stórblað lét fram fara meðal lesenda sinna um álit þeirra á brezku út- varpsefni hér um árið, þótti því ástæða til að spyrja, hvort útvarpið hefði slæm áhrif á skapsmuni hlust- endanna. Til blaðsins bárust ógrynni bréfa og innihaldið náttúrlega jafn- ólíkt og mennirnir voru, sem þau höfðu sent. Ef kannað er það, sem skrifað hefur verið um útvarpið okkar, væri ekki fjarri lagi að ætla, að niður- staðan yrði ekki ólík niðurstöðu enska blaðsins. Flest útvarpsefni virðist hafa rnjög sérstök áhrif á hugi manna, og jafnvel hæggerð- ustu menn eiga til að umhverfast, þegar útvarpið ber á góma. Það er náttúrlega óþarft að taka það fram, að flestir eiga ráð undir rifi hverju til mikilla úrbóta, og vafalaust finnst mörgum hugsjónamanninum það ill örlög að fá ekki að sitja við stjórn- völinn á þessu gagnmerka fyrirtæki, í stað þeirra, sem svo ólánssamir eru að sitja þar og þurfa að hlusta á barlóminn (því að það gera þeir líklega), en fá aldrei að gert. Þótt mjög margt af því, sem um útvarpið hefur verið ritað, hafi verið nöldur og nart og það jafnvel borið við, að ,,gagnrýna“ útvarpsefni, sem ekki var flutt, og annað því líkt, verður þó ekki neitað, að í öllum flaumnum um útvarpið hefur margt nýtilegt borið á góma. Þótt hér sé enn farið af stað um útvarpsefni, er engan veginn víst, að athugasemd- irnar hér teljist til flokksins um nýtilegar tillögur. Þær eru þó a. m.k. fram settar í bezta tilgangi og full- kominni geðró. Dagslcrártíminn. Um útvarpstímann mætti skrifa langt mál. Hann hefur vafalaust mjög oft borið á góma hjá því vísa útvarpsráði, enda hefur útvarps- tíminn mjög lengst hin síðari ár. Margir spyrja þó þess, hvort ekki væri unnt að hefja kvöldútvarp fyrr á kvöldin, a. m. k. um vetrarmán- uðina, t. d. kl .6. Ef svo væri til hagað, mætti nota tímann frá kl. 6 til að útvarpa saman léttum lögum, auglýsingum og loks kennslunni. Nýttist þá betur tíminn rétt fyrir fréttir, er auglýsingarnar væru burtu, og væri þá hægt að nota hann til stuttra talna um efni, sem efst væru á baugi, eða annað því líkt. — 1 sambandi við þetta atriði er rétt að geta þess, að það sýnist óþarft og heldur leiðinlegt að slíta sundur útvarp, þegar ekki eru nema fáar mín. milli þess, er útvarpað er og útvarpa skal. Sem dæmi má nefna,

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.