Prentarinn


Prentarinn - 01.12.1936, Síða 6

Prentarinn - 01.12.1936, Síða 6
30 PRENTARINN PRENTLISTARSÓKN Hallbjörn Halldórsson, hinn gamli og góði fræðari íslenzku prentarastéttarinnar, hefur enn farið á stúfana í þvi augnamiði að reyna að auka þekkingu félaga sinna á prentfræði- legum efnum. Hefur hann komið á fót sam- komum í þessu skyni, sem haldnar eru á hverju miðvikudagskvöldi í skrifstofu HÍP. Fyrsta samkoman var haldin 28. október og þá samþykkt, að þær skyldu „nefndar Prent- listarsókn, að fjárframlög til að standast nauðsynleg útgjöld skyldu vera frjáls sam- skot smápeninga á samkomu hverri og loks, að á samkomunum skyldi heilsað og kvatt með orðunum: Listin lifi! Ennfremur var í einu hljóði samþykkt að fela Hallbirni fræðsluna og alla forystu", eins og komizt er að orði í gerðabók , sóknarinnar“. Áfyrstu samkomunni lýsti Hallbjörn „skoð- unum fræðimanna á þvi, hversu menn smám saman liefðu komizt upp á að gera sér tákn yfir hljóð hins talaða máls, fyrst myndir og myndletur, fleygrúnir, rúnir og loks bókletur. Þá minntist hann hinnar fyrstu ritgerðar um íslenzka staffræði og hversu höfundur henn- ar hefði orðið að gera sér tákn yfir sum hljóð íslenzkrar tungu, þar sem latínuletrið nægði ekki, og væri sum þessara tákna við lýði enn i dag, t. d. ð og þ“. Á annari samkomunni talaði Hallbjörn um „hljóðfræði, staffræði, málmyndafræði, setn- ingafræði, orðmyndunarfræði og bragfræði. Rakti liann t. d. sumar þær breytingar, er orðið liefðu á liinni islenzku tungu, orðmynd- unum, frá tíð Snorra Sturlusonar og fram á vora daga“. Á þriðju samkomunni rakti Hallbjörn „sögu pappirsins í stórum dráttum, allt frá því, er Kínverjar fyrstir hófu pappírsgerð og fram á vora daga. En nafnið pappír er dregið af Papyrus eða Cypres, sem er nafnið á pappírs- viðnum, en mergur hans var tekinn og ristur í lengjur, lagður í kross og þjappað saman og þurrkaður og því næst ritað á hann. En pappírsgerð sú, sem við notum enn og Kín- verjar munu vera upphafsmenn að, er eins- konar þóf. Aðalpappírsefnin eru úr barrviði, og er pappír úr honum nefndur trélaus papp- ír til aðgreiningar frá pappír úr laufviði, sem ekki þykir jafngóður, Alfa-gras eða Es- parto og svo tuskur úr hör eða bómullarefn- um. Efni þessi eru tekin hvert fyrir sig og tætt sundur og þynnt út með vatni. Síðan er þeim blandað saman eftir því, sem við á, og fleiri efni, t. d. lím og Kínaleir o. fl., látin saman við, og síðan er grauturinn þæfður. Upphaflega var pappír þæfður i liandsigti, og heitir siðan örk það, sem svarar til stærð- ar sigtisins. En „propatria" mun vera sú stærð, sem algengust var, og er hún i gullinsniði (gullinsnið er samsvörun, þar sem tiltekinn spölur svarar til annars lengra eftir sama hlutfalli og sá spölur til lengdar beggja sam- anlagðra. Þetta má tákna með tölunum 1 :1,618 :2,618. Nægilega nákvæmar tölur eru 3 :5 :8 o. s. frv.). Því næst lýsti Hallbjörn þvi, hvernig allar algengustu pappírsstærðir breyta um lilutfall við brotið, vandkvæð- um þeim, sem þvi fylgja, og tilraunum þeim, sem á síðustu árum liafa verið gerðar til að samræma pappírsstærðirnar i svokölluðu Din-hroli (Din- er skammstöfun úr Deutsche Industrie-Normung, þ. e. þýzk iðnaðarkvörð- un, og Din-brot er pappírsbrot með hlútfall- inu 1 : 2 eða í tölum 1 : 1,41.“ Á fjórðu samkomunni talaði Hallbjörn um pappírsflöt og leturflöt. Taldi liaiin^ að aðal- verkefni prentara væri að búa til fallega let- urfleti á fallegum pappirsfleti, og að ef letur- flötur ætti að fara vel á pappírsfleti, mætti liann varla vera stærri en helmingur pappirs- flatarins. Ennfremur brýndi hann það fyrir

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.