Prentarinn - 01.10.1966, Blaðsíða 7
S K U L D I R :
1. Sjóður og sparisjóðsinnstæða .................... kr. 831.579,03
2. Fasteignin við Hverfisgötu 21, Rvík................ — 115.000,00
3. Jörðin Miðdalur í Laiigardal ...................... — 933.732,20
4. Orlofsheimilið í Miðdal ........................... — 614.609,14
5. Veðdeildarbréf Landsbankans....................... —- 20.000,00
6. Sknldabréf Byggingarsamvinnufél. Rvíkur......... — 30.000,00
7. Skuldabréf Byggingarsamvinnufél. prentara .... — 209.500,00
8. Skuldabréf Byggingarsamvinnufél. starfs-
manna stjórnarráðsins ............................. — 38.100,00
9. Skuldabréf Lánasjóðs .............................. — 1.321.186.00
10. Hlutabréf í Eimskipafélagi íslands ................ — 1.000,00
11. Ýmsar eignir .................................... — 48.523,15
Samtals kr. 4.163.229,52
Reykjavík, 8. febrúar 1967
Pélur Stejánsson
kvarðist hverju sinni ýmist með
samkomulagi milli ríkisvaldsins og
beildarsamtaka launamanna og at-
vinnurekenda, eða milli ríkisvalds-
ins og ýmissa sambanda innan
heildarsamtaka launamanna og at-
vinnurekenda. Hvor leiðin sem farin
er útilokar einstaka smáhópa frá
sjálfstæðum samningum, eins og til
dæmis verulegum breytingum á
grunnkaupi og vinnutímalengd.
Nú stendur þannig á, eins og yð-
ur mun kunnugt, að flestir eða allir
kjarasamningar verkamanna og iðn-
aðarmanna í landinu falla úr gildi
1. október n.k. Ekki er kunnugt, að
neitt þeirra fjölmörgu félaga, sem
bér um ræðir, aðrir en bókagerðar-
menn, hafi gert grein fyrir óskum
sínum varðandi breytingar á samn-
ingunum. Meðan ekki er vitað um
þær óskir, getur fámennur hópur at-
vinnurekenda, sem enn stendur ut-
an við Vinnuveitendasamband Is-
lands, ekki tekið forustuna í því til-
tölulega stóra máli, sem hér um
ræðir. Þetta væntum vér að þér
skiljið og viðurkennið.
Af þessu leiðir, að félög þau,
sem mynda Samband bókiðnaðarins,
telja sig knúin til þess að liafa sam-
ráð við heildarsamtök atvinnurek-
enda, Vinnuveitendasamband ís-
lands og Vinnumálasamband Sam-
vinnufélaganna, í þessum efnum,
eins og reyndar liefur verið gert s.l.
tvö ár.
Með tilvísun til þess, sem að
framan greinir, teljum vér oss ekki
fært að hefja samninga um nefndar
óskir yðar fyrr en línurnar skýrast,
að því er snertir samskonar samn-
inga við hliðstæða aðila á vegum
Vinnuveitendasambands íslands.“
Bréf þetta var tekið fyrir á fundi
í samstarfsnefnd bókagerðarfélag-
anna og þar samþykkt að svara
ekki bréfi þessu, lieldur bíða og
sjá, hvort einhverjar breytingar
yrðu á afstöðu atvinnurekenda til
samningaviðræðna.
Næst gerist það í þessum málum,
að sáttasemjari ríkisins boðar til
sáttafundar með deiluaðilum laug-
ardaginn 1. október. Á þeim fundi,
sem stóð yfir í rúmlega 3 klst., bar
sáttasemjari m. a. fram ósk um
frestun verkfallsins, þar til í ljós
kæmi, bvaða stefnu verkalýðshreyf-
ingin tæki í launamálum.
Þessari málaleitan sáttasemjara
svöruðu bókagerðarfélögin á þá
leið, að meðan atvinnurekendur
fengjust ekki til að ræða kröfurnar,
væri ekki að vænta frestunar á þeg-
ar boðuðu verkfalli.
Annar fundur með sáttasemjara
var haldinn í Alþingishúsinu mið-
vikudaginn 5. október.
Formaður og ritari H. I. P. ræddu
á þessum fundi við formann F. I. P.
og forstjóra Gutenbergs. En það
kom í einn stað niður. Svörin voru
sem fyrr þau, að ekki væru mögu-
leikar á samningum við bókagerðar-
félögin, meðan önnur verkalýðsfélög
settu ekki fram kröfur og séð yrði,
hvaða stefna mundi tekin í launa-
málum. Lauk því þessum fundi
einnig án árangurs.
Þriðji og síðasti sáttafundurinn
var haldinn 7. október kl. 2 e. h.
Eftir nokkrar umræður, sem voru
efnislega hinar sömu og á fyrri
fundum, lögðu atvinnurekendur
fram eftirfarandi tilboð:
„Samband bókaiðnaðarins getur
fallist á að leysa yfirstandandi
kjaradeilur við Hið íslenzka prent-
arafélag, Offsetprentarafélag ís-
lands, Bókbindarafélag Islands og
Prentmyndasmiðafélag Islands, á
eftirgreindan hátt:
40 stunda vinnuviku allt árið
verði komið á í áföngum á sex ár-
um, þannig:
Við bætist laugardagsfrí,
árið 1967 16.—30. apríl og maí-
mánuður,
árið 1968 marzmánuður og 1.—15.
apríl,
árið 1969 16.—31. janúar og febr-
úarmánuður,
árið 1970 1.—15. janúar og sept-
embermánuður,
árið 1971 októbermánuður og 1.—
15. nóvember,
árið 1972 16.—30. nóvember og
desembermánuður.
Ákvörðun um kaupgjald verði
frestað, þar til í ljós kemur, hver
heildarstefnan verður í launamál-
um almennt á næstunni. Að öðru
leyti framlengist samningar til 1.
október 1967.“
Tilboð þetta var fyrst rætt innan
samstarfsnefndarinnar. En eftir að
fulltrúar livers félags höfðu ræðzt við
einslega, varð niðurstaðan sú, að
PRENTARINN
45