Prentarinn - 01.10.1966, Page 13
Orlofsheimilisnefndin vill hér með
flytja félagsmálaráðherra Eggerti G.
Þorsteinssyni, þakkir sínar fyrir já-
kvæða afgreiðslu hans á erindi
nefndarinnar.
Við þetta er litlu að bæta. Stjórn
H. I. P. var afhent féð, og kemur
fram í reikningum félagsins og
einnig í rekstrarreikningi orlofs-
heimilisins, hvernig hún ráðstafaði
því, og er ekki ástæða til að endur-
taka það hér.
Orlofsheimilisnefndin var þannig
skipuð á starfsárinu: Jón Agústs-
son og Kjartan Olafsson, kosnir á
síðasta aðalfundi til eins árs, og
Pálmi A. Arason, tilnefndur af fast-
eignanefnd.
Hittumst heil í Miðjum-dal.
Kj. Ó.
Skýrsla fulltrúa H. í. P.
í stjórn Bygginga-
félagsins Miödalur
Allt frá árinu 1942, þegar fyrst
voru mynduð samtök innan H. I. P.
um að hyggja sumarbústaði í Mið-
dal, hefur stjórn H. í. P. átt full-
trúa í stjórn þess félags, sem fyrst
var nefnt Byggingarfélag prentara
og síðar breytt í Byggingarfélagið
Miðdalur.
Félagið var í upphafi myndað í
þeim tilgangi „að koma upp sumar-
bústöðum fyrir meðlimi sína á jörð
H. í. P. í Miðdal", og kom það í
framkvæmd byggingu 14 bústaða.
Þó margir bústaðir hafi verið
byggðir síðan hefur það ekki verið
gert á vegum félagsins. Engu að
síður hefur félagið alla tíð verið
með nokkru lífsmarki og haft um-
sýslu með sameiginlegum málefn-
um sumarbústaðaeigenda í Miðdal,
án þess að talin væri brýn þörf á
miklum fundahöldum.
Eftir að Orlofsheimilið var byggt
á árinu 1960 og félagsmenn H. I. P.
áttu þess almennt kost að kynnast
af eigin raun þeirri andlegu og
líkamlegu hressingu, sem dvöl þar
hefur mörgum veitt, vaknaði áhugi
ntargra fyrir því að reisa eigin bú-
stað.
Jafnframt hefur vaknað áhugi bú-
staðaeigenda fyrir ýmsunt sameigin-
legum framfaramálum. Hefur það
leitt til þess að nú hafa lög Bygg-
ingafélagsins Miðdalur verið endur-
skoðuð og færð til samræmis við
breyttar aðstæður. Hafa lögin verið
send stjórn H. I. P. og verið stað-
fest.
A þessu ári varð félagið 25 ára.
Af því tilefni var efnt til veglegs
afmælishófs í febrúarmánuði og til
þess boðið fyrrverandi og núverandi
ábúendum Miðdals. Sóttu það hóf
um 90 manns.
Núverandi stjórn félagsins skipa:
Guðjón E. Long, formaður,
Ellert Ag. Magnússon, ritari,
Jón Otti Jónsson, gjaldkeri,
Valur Jóhannsson og
Pjetur Stefánsson.
Frá Lífeyrissjóði
prentara
Reikningar sjóðsins fyrir árið
1966 verða væntanlega birtir í
næsta blaði Prentarans, og verður
því aðeins getið hér þeirra liða í
rekstri sjóðsins, sem næstum full
niðurstaða er fengin um.
Alls voru veitt 54 fasteignaveðs-
Ián á árinu, 38 ný lán og 16 viðbót-
arlán, sem skiptast þannig eftir bú-
setu sjóðfélaga (fyrri talan ný lán,
síðari viðbótarlán):
Reykjavík ................ 26—8
Kópavogur................. 6—4
Akureyri ................. 3—2
Hafnarfjörður............. 2—1
Akranes .................. 1-—1
Samtals voru þessi lán að fjárhæð
kr. 6.920.000,00, og er það tvöfalt
hærri upphæð en varið var til fast-
eignaveðslána á árinu 1965. Nú eru
liðin sjö ár síðan útlán úr sjóðnum
hófust, og hafa verið lánaðar á þessu
tímabili samtals kr. 19.384.000,00,
en tala útgefinna veðskuldabréfa
mun vera um 220. Verði eftirspurn
svipuð eða meiri á þessu ári en
1966, má búast við að sjóðstjórnin
áskilji sér rétt til að afgreiðslu-
frestur verði lengri en hann hefur
verið til þessa, og ennfremur, að
nýir sjóðfélagar öðlist ekki rétt til
lántöku úr sjóðnum fyrr en eftir
tvö ár, í stað eins árs, eins og var
fram að s.l. áramótum.
Innheimt iðgjöld á árinu munu
vera að fjárhæð kr. 4.100.000,00.
Endurgreiðslur og afborganir af
lánum nema um kr. 1.190.000,00.
Vextir af fasteignaveðslánum kr.
920.350,00 og aðrar vaxtatekjur kr.
96.570,00, eða allar vaxtatekjur
sjóðsins kr. 1.016.920,00.
Endurgreiðslur úr A-deild námu
alls kr. 61.011,87. Barnah'feyrir A-
deildar kr. 55.808,00. Lífeyrir úr B-
deild kr. 26.000,00.
Kj. Ó.
51
Prentarar!
Munið Styrktarsjóð Kvenfélagsins Eddu.
Minningarspjöld sjóðsins eru seld í skrifstofu
H. I. P., sími 16313, hjá Elínu Guðmundsdóttur,
simi 42059, hjá Nínu Hjaltadóttur, sími 37416,
og í Bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar & Co.,
Hafnarstræti 9.
v_____________________________________________________)
PRENTARINN