Prentarinn - 01.01.1969, Blaðsíða 9

Prentarinn - 01.01.1969, Blaðsíða 9
bila, skiptingar yfir í aflnigðilegt letur (t. d. feitt og skáletur) eða í aðra lcturgerð o. s. frv. Allt er þetta svið eiginlega heimur út af fyrir sig, en prentarar eiga þar prýðilega heima — réttast er að fikra sig áfram — og lausnarorðið er að kunna skil á teletypesetter-merkjunum og stjórn setningar- véla með gataræmum. Ritvélasátrið hefur nú hætzt við blý- og ljóssátr- ið og eftir að IBM Composer var tekin í notkun er það orðið skæður keppinautur hinum aðferðunum. í Danmörku eru í notkun hátt á annað hundrað véla af þessari gerð, sem bæði er stjórnað beint frá leturborði og með segulstjórnræmum. Athyglisvert er að það er talin alger forsenda fyrir notkun á Composer með stjórnræmum, að handritin séu sér- staklega útmerkt fyrir setjarann. Einnig ódýrari rit- vélar hafa reynzt nothæfar við framleiðslu á prent- uðu máli, þegar fjárhagurinn rfs ekki undir notk- un á dýrum prenttækjum. Kannski er athyglisverð- ast að lesendur, neytendur, sætta sig fullkomlega við að fá í hendur prentað mál af þessu tagi — mönn- um finnst jafnvel þetta einfalda letur eiga betur við á sumum sviðum, en fallegar leturgerðir hins hefðbundna prentverks. hað prentverk sem unnið hefur verið að í 500 ár hefur þannig eignazt skæða keppinauta — og við sem að prentiðninni störfum verðum því að hugsa vel okkar ráð. Það er sannfæring mín, að við eigum að taka nýjungunum vel — við eigum að íhuga hvort hin gömlu viðhorf og reglur séu enn í fullu gildi — við eigum að beita þeirri þekkingu sem við höfum aflað í okkar gömlu iðngrein þar sem hún kemur að góðum notum í hinni nýju. Ég veit ekki hvernig á þessi mál er litið á Islandi, en ég veit að stjórn danska prentarafélagsins hefur tekið þessa afstöðu, m. a. vegna þess að engin þjóð getur lengur búið ein að sínu — lítið umslag getur haft að geyma filmsátur í heila bók eða jafnvel margar bækur. Ég veit að ljóssetningarvél er í notkun á íslandi — og menn hafa því kynnzt hér þeim vandamálum sem koma upp við lýsingu, framköllun, festingu (fixeringu), eða þeim sem eru samfara uppsetningu og umbroti með filmum og pappír. Þessi tækni ryður sér einnig til rúms í Danmörku og varla líður svo ársfjórðungur að ekki sé sett þar upp nýtt véla- kerfi af þessu tagi. Það hefur verið furðulegt að fylgjast með þróun þessarar setningartækni og það er engum efa bundið að eftir því sem sigrazt verður á fleiri byrjunarörðugleikum mun þessi aðferð verða notuð við sífellt stærri hluta sáturframleiðsl- unnar. En við megum ekki láta allar nýjungarnar verða til þess að við missum sjónar á því sem við þekkjum af gamalli reynslu. Ný tækni leysir ekki öll vanda- mál og á mörgum sviðum er hægt að veita henni samkeppni. Sjálfsagt væri auðveldast að láta hinn aðilann um frumkvæðið, en sigli farkostur prentiðnarinnar f strand, mun áhöfnin farast með honum og því verðum við að tryggja sjóhæfni hans eins lengi og unnt reynist. Það gerum við bezt á þann hátt að við sjáum um að framleiðsla okkar standist þær kröfur sem samfélagið gerir til fjölmiðlunar í prentuðu máli. En við skulum þegar leggja hönd að verki við smíði þeirra fleyja sem geta fleytt okkur áfram, ef svo fer að lokum að strandið verði ekki umflúið. Ykkur finnst kannski að ég sé orðinn myrkur í máli, en ég tel að við eiguin ekki að einblína á blýið og blýsetningarvélina — við skulum hefja kennslu í meðferð á götunarvéluin og stjórnræm- um, á umbroti með filmum og pappír, læra að búa til prentplötur og að prenta með nýjum aðferðum og læra að hagnýta okkur hina nýju rafeindatækni. Aukin starfskunnátta getur cin opnað dyr framtíðar- innar — og við bókagerðarmenn eigum að tileinka okkur hana f sameiningu. Nýtt letur frð Intertype H. Berthold og Harris Intertype-verksmiðjurnar f Berlín sendu fyrir 2 árum á markaðinn nýja antlkva- stungu sem nefnist concord. Letrið er teiknað af G. G. Lange, aðalteiknara H. Berthold, og er jafnt ætlað í bækur, tilfallasetningu, sem tímarit og blöð. Drættir þess eru allsterkir, þess vegna er það einnig hentugt til eftirtöku fyrir offset. Hástafirnir eru nokkru la?gri en tíðkast í öðrum leturgerðum og skera sig ekki eins mikið úr í meginmáli. H. Berthold-verksmiðjurnar framleiða concord fyrir handsetningu, en Intertype í V.-Berlín fyrir blýsetningarvélar í 6—12 punkta stærðum og breytta letrið má fá í hálffeitu eða skáletri. (Grafisk revy). PRENTARINN 7

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.