Prentarinn - 01.01.1969, Síða 30
Mínning
Leiklist
og prentlist
Sett eítir framsögn
___meðan ég var hjá Birni (Jónssyni, ritstjóra og
prentsmiðjustjóra i Prentsmiðjunni Fróða á Akur-
eyri), setti óg heila bæklinga, sem aldrei var neitt
handrit af. I'að voru ljóðabækur og rímur eftir
Símon Dalaskáld. Hann skrifaði svo illa, að það var
illmögulegt að lesa eftir hann. Þess vegna var tekið
það ráð, að hann sat á kassa í prcntsmiðjunni og
þuldi upp úr sér ljóðin, en ég setti.
— Þurfti hann ekki að leiðrétta neitt á eftir i
próförk?
— Nei, aldrei neinn staf. Símon hafði allan kveð-
skapinn till)úinn 1 höfðinu eða þá, að hann hafði
tekið saman efni kvæðanna, og orti svo jafnóðum og
ég setti eftir honum.
— Og hver var fljótari?
Símon. Hann hafði til að yrkja skammarvísu um
alla, sem i prentsmiðjuna komu, aukritis því, sem
hann orti i hendurnar á mér. En svo fór Símon á
fylleri við og við og var fjarverandi nokkra daga. Og
þá varð ég að fá annað verkefni á meðan.
Ákvæði í ísafold og leildist í Iðnó
... 1896 fór ég aftur að vinna í ísafold. Þar var
ég i sjö ár, hjá Birni Jónssyni ísafoldar ...
— Og hvernig voru vinnukjör prentara þá?
— Fast kaup var 75 krónur á mánuði. En i ísafold
var mikið unnið i ákvæðisvinnu; greiddir 33 aurar
fyrir hverja 1000 stafi, og prófarkir af vikuverki
inanna límdar upp og mældar út.
Þegar mikið var að gera, eins og t. d. um þingtfm-
ann, urðum við stundum að fara á fætur kl. 4—5 á
morgnana. Það var langur vinnutími. Annars var
unnið frá kl. 7 á morgnana til 8 á kvöldin, með
íveim matartímum.
— Og hvernig gátuð þér fengið tíma til leikstarfa
að auki?
Friðfinnur brosir við og segir:
— Það var tilbreytni frá prentvinnunni, eins kon-
ar hvíld, þó æfingar byrjuðu ekki fyrr en kl. 9 að
kvöldi og héldu áfram til kl. 2 að nóttu. Það varð
16 klst. vinnutími alls__
Úr viðtali i Morgunblaðinu viÖ FriÖfinn
GuÖjónsson, prentara og leikara, á 50 ára
afnueli hans, 16. mal 1936.
HalldöP Kp.
Víltijálmsson
andaðist að Elliheimilinu 29. jan. siðastliðinn, rösk-
lega 84 ára að aldri.
Halldór var fæddur i Reykjavik 12. janúar 1885
og ólst hér upp með móður sinni Guðfinnu Páls-
dóttur. Á unglingsárum vann hann aðallega að
sendiferðum, hestaflutningum og við innheimtu
reikninga.
1. október, haustið 1900 byrjaði Halldór að nema
prentverk hjá David Östlund i Aldarprentsmiðju,
sem þá var starfrækt i gömlu Finsenshúsunum i
Austurstræti. Prentsmiðja þessi var stofnuð 1898 af
Jóni Ólafssyni ritstjóra. Jón átti hana þó ekki nema
að nafninu til, heldur var hún eign Jóns konsúls
Vídalíns, eða öllu heldur kaupfélaganna. Prent-
smiðjan var seld 1. marz 1899 David Östlund, sem
rak hana til 1901. Þá keypti Lárus fríkirkjuprestur
Halldórsson prentsmiðjuna og starfrækti hana fyrst
á sama stað en síðar á Vesturgötu 39, í húsi Jóns
Árnasonar kaupmanns. Vann Halldór þar áfram að
prentnámi undir stjórn Stefáns Runólfssonar prent-
ara og síðar ritstjóra Hauks. Haustið 1904 fór Hall-
dór að vinna í Reykjavíkurprentsmiðju Þorvarðs
Þorvarðssonar, sem þá var starfrækt á Laufásvegi 5.
Ekki starfaði hann þó þar nema ( þrjá mánuði, þvi
um áramótin 1904 og 1905, er prentsmiðjan Guten-
berg tók til starfa, fluttist Halldór þangað og gerð-
ist síðar meðeigandi i þeirri prentsmiðju og starf-
aði þar óslitið i rösklega þrjá áratugi, unz hann
missti heilsuna árið 1937. Eftir það dvaldi hann í
ýmsum sjúkrahúsum, en síðustu ár ævinnar lá hann
rúmfastur í Elliheimilinu Grund.
Þegar ég fór til Reykjavíkur vorið 1911, fór ég
að vinna í Gutenberg. Ekki kynntist ég þó Halldóri
strax. Kynnin hófust fyrst i skemmtiför er farin
var af Prentarafélaginu sumarið 1912. Þá var farið
ríðandi á hestum suður í Kaldársel, framhjá Gvend-
arbrunnum að Reykjum i Mosfellssveit, en þaðan
beina leið til Reykjavíkur.
Halldór var á yngri árum sinum gleðimaður. Bezt
naut hann sín þar sem söngur var um hönd hafð-
ur, enda hafði hann góða söngrödd og lét þá „tóna
28
PRENTARINN