Prentarinn - 01.01.1969, Blaðsíða 6

Prentarinn - 01.01.1969, Blaðsíða 6
til Danmerkur. Þannig treysta þeir jafnframt at- vinnuöryggi sitt og stéttarsamtök. VELJUM íSLENZKT Ávöxtum sparifé okkar í Iðnaðarbankanum Með því móti eflum við íslenzkan iðnað. Á þann hátt stuðlum við að aukini atvinnu. Þannig greiðum við götu íslenzkri iðnþróun. IÐNAÐARBANKINN var stofnaður fyrir forgöngu heildarsamtaka iðnaðarins. Hluthafar hans eru um 1200 iðnaðarmenn, iðnrekendur, starfsfólk í iðnaði og ríkissjóður. i IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS Lækjargötu 12 . Reykjavík Sími 20580 1 ÚTIBÚ: ■H k Strandgötu 1, Hafnarfirði 4v*~ Sími 50-9-80 I Geislagötu 14, Akureyri Sími 21-200 Ný óætlun um iðnnómið í Danmörku Um iðnnámið sjálft sagði hann m. a.: Rétt áður en við lögðum upp í þessa ferð til íslands, sátum við ráðstefnu í Randers, þar sem rædd voru drög að nýrri skipan iðnnámsins í Danmörku. í þeirri áætlun er gert ráð fyrir að það hefjist á 10. skóla- ári og fyrsta árið fari í almennan undirbúning und- ir iðnnámið, og allir nemarnir leggi þá stund á sömu námsgreinar. A öðru ári hefjist raunverulegt verknám í verknámsskólunum og á vinnustöðunum. Af bókiðnaðarnemum er gert ráð fyrir að bókbands- nemar byrji þá strax sitt sérnám, en hinir haldi áfram sameiginlegu námi. Sérnám pressumanna hefjist svo á 2. ári verknámsskólans og ætlunin er að þeir læri jöfnum höndum hæðarprentun, djúp- prentun og offsetprentun. í 3. bekk skiptast pressu- mennirnir í tvo hópa. Annar hlutinn læri prentun með flötum formum, en hinn prentun í liverfivél- um, og það verður allur munurinn á námi þeirra. í 3. Iiekk hefst líka sérnám þeirra nema sem ætla í myndamótagerð, plötugerð og setningu.Setjarar eiga síðar að ákveða hvort þcir kjósa fremur að læra monotype-setningu eða venjulega vélsetningu. „Að iðnnámi loknu verður unga fólkið að eiga opnar leiðir til framhaldsnáms í sinni iðn,“ hélt Reimer áfram. „Það má ekki jrekkjast lengur að iðnaðarmaðurinn standi í sömu sporum ár eftir ár, þar til hann kemst skyndilega að raun um að hans er ekki lengur þörf og hann hefur enga möguleika til þess að sjá sér og sínum farhorða vegna þess að hann átti ekki kost á framhaldsnámi. Þetta er rangt frá mannlegu sjónarmiði. Við berum ábyrgð- ina ef slíkt hendir og einnig prentarafélögin og meistarafélögin. Unga fólkið krefst þess að opnar séu leiðir til framhaldsnáms, svo menn séu ekki dæmdir til þess að staðna í starfi strax að loknu iðnnámi. — Þá aðstöðu verður þjóðfélagið að veita." g. s. 4 Litið nmslag getur haft að geyma filmusátur i lieila bók. PRENTARI N N

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.