Prentarinn - 01.01.1969, Blaðsíða 19

Prentarinn - 01.01.1969, Blaðsíða 19
í nýtt húsnæði 15. september s.l. hóf Prentskólinn kennslu í nýj- um húsakynnum á efstu hæð vesturálmu Iðnskólans. Nýja húsnæðið, sem er um 250 fermetrar að flatar- máli, gerbreytir allri kennsluaðstöðinni. Mikil þrengsli hafa háð allri kennslu í skólanum þau 12 ár sem hann hefur starfað og tækjakostinn hef- ur ekki verið unnt að auka vegna þess að meiru varð ekki komið fyrir í gamla húsnæðinu. Full þörf var þó á endurnýjun, t. d. voru prentvélarnar slíkir forngripir að hliðstæðar vélar sjást ekki í prent- smiðjunum í dag. Um leið og skólinn flutti var að nokkru bætt úr þessu. Prentskólinn keypti tvær sjálfvirkar dígul- vélar (Heidelberg og Grapho), báðar nýlegar — þriggja og fimm ára gamlar. 15. september færði Prentnemafélagið skólanum einnig ýntis smátæki að gjöf og í ráði er að fjölga setningarpúltum og hand- setningarletrum. Við skólaslitin í vor gáfu fyrstu nemendur Prentskólans mjög veglega gjöf, vandað ljósborð fyrir filmuumbrot, en þá voru 10 ár liðin frá því þeir luku brottfararprófi. í haust fengu for- ráðamenn skólans vilyrði ríkissjóðs fyrir nýrri síl- indurprentvél (Heidelberg), og verður það fyrsta framlag ríkissjóðs til Prentskólans varðandi tækja- kaup. Víst er að með þessum drjúga áfanga mun skól- inn geta veitt prentnemum betri starfsmenntun, og sköpuð eru skilyrði til þess að halda námskeið fyrir eldri prentara, en sameiginlegur skóli allra bóka- gerðarmanna hlýtur þó að vera það sem stefnt skal að og er raunar löngu tímabær. Þá fyrst, þegar hann er kominn á laggirnar, er sköpuð aðstaða til fullkominnar kennslu í bókiðninni. Myndirnar eru úr nýja húsnæði Prentskólans. PRENTARINN 17

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.