Kristilegt stúdentablað - 01.12.1953, Blaðsíða 5

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1953, Blaðsíða 5
liefst — og menn leggja leið sína til Ameríku, Indlands, Afríku og Iíína, fyrst og fremst þó til að verzla og græða fé, en síðar einnig til að boða kristni og „vestræna“ menningu. VANDAMÁL „VILLIMENNSKUNNAR“. Sjálft orðið „villimennska" — barbarismi, barbarí — er ef lil vill eklci golt fræðilegt hug- tak, en það er þó nauðsynlegt af ýmsum ástæð- um, og fornar menningarþjóðir, eins og Grikkir, Rómverjar og Kinverjar, gátu ekki án þess verið. Hve nauðsynlegt orðið er, má meðal annars sjá af eftirfarandi dæmi: Lin Yutang, sem sjálfur er lærður Kínverji á austræna og vestræna vísu, segir, að í kínversku menningunni séu leifar af villimennslcu og nefnir sem dæmi fótareyringu kvenna. Kínverjar, sem ég hefi talað við, heiðnir sem kristnir, hika ekki við að þakka kristin- dóminum það, að þessi þjóðarsiður var afnum- inn. Hins vegar tölum vér ekki um villimennsku á sama hátt og áður var gert. Þegar hausa-veiði- maður á Borneó, Filippseyjum, Nýju Guineu eða annars staðar reynir að tryggja sér sem l'lesta mannshausa til að hengja upp í bústað sínum, þá liefur hann sínar frumstæðu „menn- ingarlegu" ástæður fyrir þessu atferli, því að með þessu móli er álitið, að liann tryggi sér og ættbálki sinum verðmætan forða af öflugu magni, en þetta er talið jafn nauðsjmlegt á því menningarstigi og erlendur gjaldeyrir er lijá oss. Duglegur hausaveiðimaður er þar i álíka álili og duglegur togaraskipstjóri hér á landi. Vér getum kallað þetta villimennsku, og það er það frá kristnu menningar sjónarmiði. Hitl er hvun niður í villimennsku, þegar gömul kristin ])jóð tortímir meðbræðrum sínum í gasklefum til þess eins að útrýma þeim. Þannig er vanda- mál villimennskunnar bæði gamalt og nýlt. Oss yrði illa við, ef vér fyndum börn út borin í vclr- arkuldann til að deyja fyrir utan húsin, þegar vér förum í skólann á morgnana. Þannig var ])ó eilt „villimennskumerkið“ í menningu forfeðra vorra. Þetta vandamál gekk aftur. Á stúdents- árum mínum var stundum á Norðurlöndum tal- að um „bíl eða baby“. Hvað þýddi það? Það þýddi þetta: Eigum við, ung og nýgift hjónin, að eignast bíl, þá megum við eklci eignast barn. Vitað var, að út frá þessum hugsunarhætti voru margar ónauðsynlegar og glæpsamlegar fóstur- eyðingar framkvæmdar. Meira að segja verald- legir sérfræðingar settust á rökstóla, þegar þeir sáu fram á, að með þessu móti yrðu flestir þegn- anna öldungar eftir nokkra áratugi, og lítill hópur vinnandi manna yrði að sjá fyrir þeim. Kristindómurinn mætir ávallt villimennskunni með vandamálum hennar. Iiún getur klifrað liátt upp í greinar menningarinnar, étið þær sundur eins og ormur, svo að þær detta af .... NOKKUR SÉRIŒNNI MENNINGAR. Jafnvel fróðustu menn eiga erfitt með að draga upp glögg takmörk milli frumstæðrar menningar og hámenningar. Vér byrjum oftast menningarsöguna með Egyptalandi og þar finn- urn vér, að það, sem gerði Forn-Egypta að menn- ingarþjóð á undan öðrum, var 1) ræktun jarðcu- innar, fastir bústaðir og borgir, 2) noktun málma og steinsmíði, siglingar og framleiðsla svo mik- il, að hægt var að verzla, 3) leturgerð og lestrar- kunnátta, sem svo varð undirstaða hinna fyrstu vísindagreina, með því að þá var hægt að byggja á samansafnaðri reynslu margra kynslóða. t fjórða lagi finnum vér, að um framfarir var að ræða, en vöxtur a. m. k. um allangt skeið er eitt aðal-sérkenni æðri menningar, sömuleiðis það, að liún breiðist út til fleiri en einnar þjóðar. Þó getur slík hámennng, sein hefur öll þess sér- lcenn og enn fleiri, verið næsta blóðug, tíðkað mannablót (eins og t. d. má finna í Mið-Ameríku- menningunni, sýrlenzku, kínversku, indversku og skandínavisku menningunni, áður en kristin- dómurnn kom til sögunnar). Þó að það sé venjulega talin menning, að mað- urinn liafi vald yfir moldinni, málmunum, stein- unum, dýrunum, fljótum og höfum o. s. frv., þá er þar með eklci náð því marki, sem raunveru- leg menning verður að setja sér. Eftir er að rækta manninn sjálfann, bæði einstakling og þjóðfélag. Hvernig tekst manninum að gera sjálf- an sig að sönnum manni og þjóðfélag sitt rétt- látt, lieilbrigt og öruggt? Þetta skildu sumir menn þegar í fornöld. Þeir reyndu að leysa vandamálin með heimspeki, en hún byrjaði snemma hjá Indverjum, Forn- Grikkjum og Kínverjum. Þó liöfðu venjur og trúarbrögð oftast meiri áhrif en heimspeking- arnir. Lausnin varð hjá flestum fornmenningar- þjóðum sú, að mönnum var skipt í frjálsa menn og þræla. Sumir hinna frjálsu lögðu rækt við 5 KRISTILEGT STUDENTABLAÐ

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.