Kristilegt stúdentablað - 01.12.1953, Blaðsíða 9

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1953, Blaðsíða 9
bréf Páls? Aldrei er liægt að þreytast á að lesa það. Það er eins og bezta lag, fullkomlega samin laglína með fullkomnum raddhljómum. Og livaða eitt rit skyldi hafa orðið áhrifameira á menningu Evrópuþjóðanna en Rómverjabréfið ? Og hvar sést sól skína skærar á þessa jörð en af himni guðspjallanna? Kristur lét eitt sinn svo mælt um þann, sem sat við fætur lians og lilýddi á orð hans, að það væri hið góða hlutskipti, og að eitt væri nauð- synlegt. En þegar við erum að hlaða upp bók- um á skólaborðið fyrir framan nemendur hins lærða skóla, svo að staflinn nær þeim langl upp fyrir brjóst og langt upp fyrir höfuð, þá segjum við i verki: Eilt er ónauðsynlegt, það að kynnast æðstu trúarritum kristinna manna, þeim hugs- unum og stefnumiðum, sem hafa orkað sögu- legustu aldahvörfum í menningarátt. Okkar tímar sanna, að það er hægt að ala upp „lærða“ menn i slíkri fáfræði, ef uppeldi skyldi kalla, að þeir jafnvel neiti þessari staðreynd um áhrif kristindómsins i sinni upprunalegu mynd. En það einkennilega hefur þó viljað til, þegar einn eindregnasti vantrúarvarnarmaður á Is- landi var spurður á umræðufundi, sem öll þjóð- in kannast við, hvað ætti að taka til hjálpar við siðgæðisuppeldi æskunnar, ef kristindómskenn- ingarnar yrðu strikaðar út úr uppeldinu og fræðslunni, svaraði hann á þá lund, að hann myndi einna helzt liugsa sér að taka Englend- inga eða enska skóla til fyrirmyndar um siðgæð- isþjálfun. Eklci mátti minna vera en sækja l'yrir- myndina helzt til einhverrar mestu biblíuþjóðar heimsins um leið og við köstuðum sjálfri biblí- unni fyrir borð! En við þig, stúdent, vil ég segja, að þótt aíðsta trúarbók kristinna manna liafi ekki hlotið rúm i þínu námsefni undanfarin ár, þarf hún ekki að vera þér lokuð bók fremur en þú sjálfur vilt. „Tolle, lege!“ voru orð, sem maður nokkur heyrði af hendingu, en lét sér að kenningu verða. Hann tók og las. Sá lestur varð honum og öðrum til gagns. Þetta var sjálfur Ágústínus. f ritning- unni er margt, sem ég slcil elclti, segja menn. General Booth sagði: lÉg les ritninguna eins og ég borða fislc- Hann er mín næring, en odd- hvössu beinin læt ég á diskinn aftur. Mark Twain sagði líka: Sumir eru svo áhyggjufullir út af því, sem þeir skilja ekki í ritningunni. Ég fyrir mitt leyti ber þyngri áhyggjur út af því, sem ég skil! Og að lokum þetla: Þú mátt ekki lesa með þeim huga, að þér sé meiri gleði að einu versi, sem þú þykist finna mótsögn í, lieldur en 99 versum, sem ekki þurfa athugasemdar þinn- ar við! Taktu og lestu og hugsaðu. Hugsaðu af dýpstu alvöru. Þá ert þú sannur stúdent. Ritn- ingin segir: Hver sem vill gera vilja hans, mun komast að raun um, hvort kenningin er frá Guði. Hér er boðin reynslusönnun. Okkar er að taka hana til ítrustu meðferðar. Helgi Tryggvason. ■ I stuttu máli * Á síðastliðnu starfsári var stjórn Kristilegs stúdenta- félags skipuð þannig: Séra Jónas Gislason, formaður, Geir Þorsteinsson stud. mcd., ritari, og Kristján Búason stud. theol., gjaldkeri. Varamenn voru: Jóhennes Ólafs son stud. med. og Ingólfur Guðmundsson stud. theol. Ýmissa orsaka vegna gat séra Jónas ekki gegnt formanns- stöðu nema hálft starfsárið og tók Geir Þorsteinsson við formannsstörfum, en fyrri varamaður, Jóliannes Ólafs- son, tók þá við starfi ritara. Á starfsárinu voru haldnir 10 fundir, fimm á hvoru misseri. Flestir voru almennir stúdentafundir, en einnig var guðfræðinemum og læknanemum boðið sérstaklega, og svo erlendum stúdentum, sem nám stunduðu við Há- skólann. Umræðufundir voru haldnir með nemcndum Mennta- og kennaraslcólans. Kristilegt stúdentablað kom út sem fyrr og seldist vel. Félagið gekkst fyrir samkomu 1. des. í húsi K.F.U.M. og K. i Reykjavik, 30. nóv. í húsi K.F.U.M. og K. í Hafnarfirði, og töluðu félagsmenn á þessum samkomum. Síðasti aðalfundur var lialdinn 5. okt. og voru þessir kosnir i stjórn félagsins: Kristjón Búason stud. theol., formaður, Konráð Magnússon stud. med., ritari, og Sig- urbjörn Guðmundsson stud. polyt., gjaldkeri. í vetur mun starfinu verða hagað með líku sniði og áður. Þess er þó skemmst að minnast, að félagið gekkst fyrir kristilegu stúdentamóti í Vindáshlíð í Kjós, dag- ana 2. —4. okt. Mótið sóttu 20 stúdentar og má fullyrða, að það hafi orðið þeim, er það sóttu, til blessunar og uppörvunar. Séra Jóhann Hliðar liafði biblíulestra. Efni hans var: „Biblian, sem Guðs orð til vor“ og „Bænin“. Aðrir ræðumenn voru: Séra Magnús Runólfsson, Gunn- ar Sigurjónsson, cand. theol., Benedikt Jasonarson, kristniboði og Guðmundur Óli Ólafsson, cand. theol. Fyrsti fundur eftir aðalfund var lialdinn miðvikud. 14. okt., og var það almennur stúdentafundur. Sagði Gunnar Sigurjónsson þar frá upphafi og vexti kristilegs stúdentastarfs i Englandi. Einnig sögðu þeir séra Stefán Eggertsson, Þingeyri, og séra Magnús Guðmundsson, Súðavik, frá kristilegum stúdentamótum, scm þeir höfðu sótt i Englandi og af kynnum sínum af evangelisku stúd- entahreyfingunum þar i landi. Loks endaði Guðmundur Óli Ólafsson fundinn með liugleiðingu. Miðvikud. 28. okt. bauð Kristilegt stúdentafélag Deild- KRISTILEGT STUDENTABLAÐ f)

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.