Kristilegt stúdentablað - 01.12.1953, Blaðsíða 20

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1953, Blaðsíða 20
Guðs og okkar, var ekki til framar, þar sem að- skilnaðurinn, sem við vorum beinlínis orsök að, var brúaður fyrir líf og dauða frelsarans. Og þetta er einmitt hið mikla fagnaðarefni krist- inna manna eða ætti að minnsta kosti að vera það. En slaðreyndirnar tala sínu máli, og draga þær oft fram glöggar myndir af harmleikjum, sem átt hafa sér stað í lífi einstaklinga, þar sem fagnaðarerindi Krists hefur engum hljómgrunni mætt og ekkert rúm hefur fengist fyrir hina fyr- irgefandi náð Guðs lcærleika. Kristur hafði kom- ið og knúið á, en honum var úthýst með fyrir- litningu. Ljósið hafði leitazt við að brjótast inn í niðamyrkur mannssálarinnar og skapa þar líf og yl, en því var jafnan bægt frá. Þar var hinn frjálsi vilji mannsins að verki. Sérhverjum var gefið tækifæri til þess að velja Krist, en margir höfnuðu, vísvitandi þess, að það var sorg- legt og óskynsamlegt. En nú spyr ég þig, kæri lesandi þessara fá- tæklegu orða minna. Hver er afstaða þín til hoð- skapar Iírists? Mér fannst sem einhver svaraði spurningunni með kæruleysislegum raddhlæ. „Ég hefi lítið sem ekkert um það hugsað.“ En er þá ekki kominn tírni til, að þú vaknir til umliugsunar um sálarheill þína? Jú, vissulega, þvi að þetta er málefni, sem enga bið þolir. Þú, sem skynsamur maður, getur ekki haldið lengur áfram að blekkja sjálfan þig með því, að nægur tími sé ennþá fyrir hendi til íhugunar. Líðandi stund er eini tíminn, sem þú átt full um- ráð yfir. Fyrr en varir kann lífið að verða af þér heimtað og þá ríður á, að þú hafir valið — og valið rétt. Ég veit, að þú vilt ekki haga þér óskynsamlega hvorki i þessu efni né í öðru, og að rasa um ráð fram er ekki ætlun þín. Einmitt þess vegna hvet ég þig, hvort sem þú ert ungur eða gamall, karlmaður eða kona. Gef þú gaum að orði Drott- ins, þvi að það á áríðandi erindi til þín. Veit þú athygli kalli Krists, er það hljómar þér, og opna þú strax hjarta þitt fyrir hlýjum og mild- um náðarstraumum frá himninum. Ef slikt fær að ske, mun áður óþekkt hamingja og sæla gagn- taka sál þína, og viðhorf þitt til þessa liverfula lífs mun hreytast mikið, þar sem augu þín hafa opnazt fyrir þvi hvað er hégómi og hvað hefur raunverulegt gildi fyrir líkamlega og andlega velferð þína. Þessi er að lokum ósk mín og bæn þér til handa, að Kristur fái komizt að í sál þinni, til þess að eilíf hamingja megi verða þér tryggð. Trú þú og treystu Jesúm, því að það mun aldrei svikja þig. Reynir Valdimarsson. Fariseismi og kristindómur Það er frumkristinn skilningur, að lögmálið sé heilagt, hreint og gott, sbr. orð Páls i Róm. 7, 12. Lögmálið er frá hinum guðlega heimi runnið. En fariseisminn felst samkvæmt frumkristnum skilningi í þvi, að menn vilja framkvæma hið guðlega með því, sem er Guði fráskilið, vilja gera Guðs vilja án þess að spyrja eftir Guði. „Þvi að vér vitum, að lögmálið er andlegt, en ég er lioldlcgur, seldur undir syndina." (Róm. 7, 14). Þá sést einnig sam- kvæmt Jóhannesar guðspjalli í 8. kap., að hinir „rétt- látu“, sem sjálfir halda, að þeir af alhug leitist við að gjöra vilja Guðs, eru óhæfir til þess. Þegar rödd Guðs talar til þeirra, þá heyra þeir hana ekki. Einmitt vegna réttlætis síns visa þeir á bug einkar gramir því, sem er frá Guði. Þeim mun guðlegra sem það er, þeim mun biturri andstaða vaknar með þeim. Þctta er samkvæmt frumkristnum skilningi harmaleikur hinnar fariseisku grundvallar hugsunar. En hina kristnu siðfræði má í stutu máli orða þannig: „Sjálfur lifi ég ekki framar, lieldur lifir Kristur i mér.“ (Gal. 2,20). Hugo Odcberg. TIMARITIÐ VÍÐFÚRLI Ritstjóri séra Sigurbjörn Einarsson prófessor. Flytur fræðandi og vekjandi greinar um guð- fræði og kirkjumál, eftir innlenda og erlenda menn. Enginn fylgist með í trúmálaumræðum sam- tíðarinnar, sem ekki les VÍÐFÖRLA. Nýir áskrifendur snúi sér til afgreiðslumannsins, Eggerts H. Kristjánssonar, Hverfisgötu 32 B, s,mi 80043 eða ritstjórans Freyjugötu 17, sími 3169. Stúdentar! kaupið og lesið VÍÐFÖRLA. 20 KRISTILEGT STUDENTABLAÐ

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.