Kristilegt stúdentablað - 01.12.1953, Blaðsíða 8

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1953, Blaðsíða 8
Stúdentinn og frægustu bókmenntirnar JJptir ^JÍeíc^a JJnj^uaáon í eanara Helgi Tryggvason er fæddur 10. marz 1903. Lauk kenn- araprófi 1929, stúdentsprófi utanskóla 1935. Yar við nóm í Bretlandi í uppeldisfræði veturinn 1938—’39. Kandidat í guðfræði 1950. Kennir nú við Kennara- skólann. Mikið er lesið á þessum dögum, og fyrir fram- an orðið fræði eru margs kyns forskeyti. En þegar kemur til þekkingar á þeim bókmenntum, sem mest hafa og dýpst mótað mannsandann og sveigt einstaklinga og þjóðir inn á heiUavæn- legri brautir, bygg ég að ein fræði sé útbreiddust ef fræði skyldi kalla, en það er fáfræðin. Það er furðulegt, liversu nauða fáfróður fjöldi lang- lærðra manna er í þessum áhrifamestu bók- menntum veraldarinnar. Ég hef oft verið vottur þess hér á landi og erlendis, að umræður lærðra manna, svo sem stúdenta, um ýms atriði ritning- arinnar fóru gersamlega út um þúfur, af þeirri einföldu ástæðu, að flestir þeirra þekktu þar ekki liöfuðáttir, hvað þá hið innra samhcngi, sem aðeins fæst við gaumgæfilegan lestur að staðaldri. Hvílíkt forræði er það, sem fullveðja kynslóðin veitir ungu fólki, þegar á að mennta það sem ítarlegast og undirbúa það undir mestu ábyrgðarstörf þjóðfélagsins, að loka þá þeirri bók eða öllu heldur bókasafni, sem getur veilt hverjum manni snertingu við stórkostlegustn og heillaríkustu leit og viðleitni mannsandans, og það i mörgum löndum og á ýmsum tímurn. Þvi að enginn getur neilað því, að kristindómurirm og kristin kenning er eina allsherjar tilraunin, sem gerð hefur verið á þessari jörð til að sam- eina allt mannkyn í einn bræðra- og systrahóp. Einhver myndi vilja spyrja mig: Sérðu ritn- inguna aðeins frá bókenntalegu sjónarmiði? Ég svara: Bókinenntasjónarmiðið á áhrifamestu hókmenntir veraldar á líka rétt á sér, þegar gera skal upp reikninginn um það, livort viðeigandi meðferð sé á ungu fólki, sem mennta skal sem lengst og bezt, að laka frá því á svo ungum aldri þær bókmenntir, sem drýgstar hafa reynzt til að veita ágætismönnum okkar álfu manndóm og óbilandi siðferðisþrek til að berjast góðri bar- áttu. Ritningin sýnir mönnum líka betur en nokkur önnur bók, hvernig menn á ýmsum tím- um við hin ólikustu skilyrði heyja baráttuna upp á líf og dauða fyrir hærri markmiðum, bæði æðstu menn þjóðanna og almúgamenn, lærðir og ólærðir, konur og karlar. Hún leiðir á sjónar- sviðið lifandi menn, rétt eins og þeir gerast. Við komumst i persónulegt samfélagssamband við þá. Og við komumst oft ekki hjá þvi að segja: Þetta eru menn, sem veita okkur innsýn í eitthvað meira en hinn venjulega jarðneska liversdagsleik; þeir sýna okkur alla leið inn í himininn- En litum nánar á bókmenntasjónarmiðið. Hví- líkur ótæmandi brunnur liefur ekki ritningin verið fyrir skáld og aðra rithöfunda að ausa af? Allar þær líkingar, spekimál, meitlaðar setning- ar, innstu andvöi’p hjartans, himinrjúfandi hróp, örðug og tvísýn andleg barátta, mestu andans sigrar og svo margt, sem hér er ekki rúm að telja. Og gleymum ekki að nefna málara og myndhöggvara, sem hafa sótt í ritninguna efni í fjölda ódauðlegra listaverka. Það er bæði efni og form biblíuritanna, sem hafa gert biblíuna fremsta bóka um það að veita rithöfundum byr í segl um snilldarlega hugsun og málbúning. Enda er löngum talið, að beztu rithöfundar eigi þessari trúarbók kristinna manna að þakka liið ágætasta í afrekum sínum í hugsun og ritsnilld. Ég var kominn af unglingsárum, þegar ég las latínu til stúdentsprófs. Latnesku höfundunum gekk illa að hefjast til þeirrar virðingar lijá mér, sem þeim var ælluð. Þeir stóðust á engan hátt samanburð við vini mína, nýjatestamentismenn- ina, sem ég þekkti alt frá barnæsku. Hvar skyldi yfirleitt vera til snilldarlegra plagg en Fílemons- » KRISTILEGT STUDENTABLAÐ

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.