Kristilegt stúdentablað - 01.12.1953, Blaðsíða 11

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1953, Blaðsíða 11
ur við, að draga okkur sjálf í rétta dilkinn, — veigrum okkur við að gera það upp við oklcur, hvort við heyrum til flokki fariseanna eða synd- aranna. Við þorum ekki að gera okkur grein fyrir því, livort við eigum að taka til okkar — fyrirheit tollheimtumannsins eða dóni farise- ans. — Farisei og tolllieimtumaður gengu upp í lielgi- dóminn til þess að hiðjast fyrir. Við þekkjum sögu þeirra. — Hvorum vilt þú heldur líkjast? Ég er ekki i vafa um það, að flestir menn kjósa sér hlutskipli með tollheimtumanninum, sem fór rétllættur lieim lil sín. — En — höfum við réll til þess að fara í lians föt? — Er það ekki eilt- hvað annað en réttlæti Guðs fyrirgefningar, sem við burðumst með heim úr helgidóminum? Ég er enginn hjartnanna eða nýrnanna rann- sakari, en engu að síður þykist ég hafa, — já, veit ég, að ég hef umboð til þess að beina þess- um orðum lil þín: Vilt þú hugleiða það fyrir Guðs augliti nú í kvöld, hvernig farið er þvi réttlæti, sem þú liyggst ganga með inn í eilifð- ina- Jesús sagði eitt sinn: „Þér eruð mennirnir, sem réttlætið sjálfa yður í augsýn manna; cn Guð þekkir hjörtu yðar; því að það, sem er hátt meðal manna, er viðurstyggð í augsýn Guðs.“ Það skyldi þó ekki vera, að þú liefðir gleymt að taka til greina sjónarmið Guðs um réttlæti þitt, en miðað það þess í slað einungis við menn? Er nokkuð til af þeirri hugsun i þinu hjarta, að mestu varði um það, hvað mönnunum sýn- ist, — hitt skipti minna máli, sem enginn veit og sér nenia þú einn? — Jesús líkti þeim, er svo liugsa, við kalkaðar grafir, sem hið innra væru fullar af dauðra manna beinum. Hverja álykt- un getum við af því dregið? — Það réttlæti, sem aðeins hirtist í ytri hreytni, er ekkert réttlæti, — heldur hræsni. Þú verður livorki hetri né verri í Guðs augum, þótt þú brosir framan i mann, sem þú hatar i tijarla þínu. Þú ert ekki saklaus í Guðs augum, þótt þú hafir aldrei framkvæmt eitt og annað, sem þér hefur flogið i hug. Guð mun ekki ívilna þér neitt á efsta degi, þótt þú hafir e. t. v. litið inn til sjúklings einhvern tíma og miklazt af þvi í hjarta þínu. — Nei, — Guð skyggnist inn í hjarta þitt. Og þótt þú sjálfur, já, þótt allur heimurinn sæi eklcert nema gæzku og góðvild í fari þinu. gæli svo farið, að sjálfur Guð sæi lítið i hjarta þínu nema sólsvarta sjálfselsku, sem einskis leit- aði neina eigin vegsemdar í allri sinni gæzku. Sagan um tollheimtumanninn og fariseann í musterinu lýkur upp fyrir okkur þeirri stað- reynd, að sá maður, sem þykist réttlátur í sjálf- um sér og kemur í eigin réttlæti fram fyrir Guð, hann á þar engri miskun að mæta. Hvers vegna? — Vegna þess, að sá, sem treyst- ir á eigin gæzku og verðleika frammi fyrir Guði, þykist réttlátur frammi fyrir honum, — hann slær á útrétta liendi Guðs. Hann storkar lækn- inum, þótl dauðsjúkur sé. — Hann daufhevrist við kalli þess, sem kom til þess að kalla syndara Hann þykist eiga sem sjálfsagða og réttmæta eign, — það, sem Guð einn getur gefið aðeins af náð. Ivannast þú eklci við þennan kaupmangara liugsunarhátt eiginréttlætisins? Öll íslenzka þjóð- in er meira og minna smituð af honum, gegnsýrð af honum. — Það er um að gera að horfa sem fastast á eigin ágæti, tína hvert smásprek góðra liugsunar eða góðsverks, í sjóðinn mikla og arka svo með hann á dánardegi fram fyrir Guð og segja: „Hér er ég lcominn. — Ja, ég ætti nú eig- inlega að þakka þér fyrir, livað mér hefur vel tekizt. En mér finnst nú satt að segja, að það, sem ég er, það hafi ég burðast við að vera upp á eigin spýtur. Nú, og eins og þú sérð, þá er ég liérna með álitlegan sjóð, sem ég hef sparað saman. Hg vænti, að ég þurfi ekki meira mér til framfæris í bimninum. Þetta er allt góð og gjaldgeng vara, blessaður vertu. Já, já, og ef þú gramsar eitthvað í pokanum, ])á finnurðu, vænti ég, nokkur löggilt sjálfsafsökunarbréf. Þau ætlu að nægja lil þess að gera grein fyrir þessum fáu yfirsjónum mínum, svo að þær komi ekki til álila við uppgjörið.“ Þekkirðu ekki þennan hugsunarhátt. Er hann ef til vill svo rótgróinn með sjálfum þér, að þú sérð ekki, live fjarstæður hann er. — Og þó leið- ir hann þig i opinn dauðann, því að Jesús Ivrisl- ur kom aðeins til þess að kalla syndara, en ekki réttláta. — Guð er enginn kaupmaður. Hann er frelsari. — Þess vegna er það dauðasyndin, að þykjast ekki þurfa á frelsara að lialda. En e. t. v. veiztu þetta allt vel, já, kannt það utan að og lifir í því. Þá mun ég vist fátt geta KRISTILEGT STUDENTABLAÐ 11

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.