Kristilegt stúdentablað - 01.12.1953, Blaðsíða 14

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1953, Blaðsíða 14
Ásýnd heimsins vax- önnur en nú fyrir fjöru- tíu árum, þegar þrjátíu manna hópur nýbak- aðra íslenzkra stúdenta var að leggja út i lífið, en í þeim hópi var ég yngstur. Hún lýsti fyrsl og fremst sjálfsánægju og öryggi og hvernig átti annað að vera? í liálfa aðra öld höfðu kenn- ingar fi-önsku alfræðinganna verið að gegnsýra hugsunarhátt vestrænna þjóða, frelsi manna til orða og athafna verið að aukast, allur alnxenn- ingux*, allt niður í fávita, glæpamenn og auxxx- ingja, verið að fá viðurkenndan pólitískan rétt sinn til jafns við fornar forréttindastéttir, og hver gat þá efazt unx, að þriðja markmið þess- arar hugsjónafræði, bræðralag alls mannkyns, væx’i skammt undan? Á þeinx Iiuxxdrað árum, sem liðu milli atburðanna við Waterloo og í Serajevo, hafði liinn efnalegi liberalismi einnig farið sig- urför um heiminn og áorkað meiri auðsæld og tæknilegum framförum en dæmi voru til áður í sögu mannkyns. Það, sem franxar öllu öðru hlasti þó við sjón- um okkar, ungu stúdentanna, var sigurför nátt- úruvisindanna síðuslu lxálfa öldina, eða nánar til lekið frá 1859, þegar Darwin birti kenningu sína um uppruna tegundanna. Aldi’ei hafa vís- indin notið jafn nxikillar virðixxgar éins og á þessum uppliafsáratugum tuttugustu aklarinn- ar. Það var ekki aðeins talið sjálfsagt, að þau réðu fram úr þeinx vandamálum líðandi stundar, sem áttu að færa mannkyninu aukna farsæld og velmegun, heldur töldu flestir lítinn vafa á þvi, að þau væru langt komin að ráða þær gátur um uppiuna lífsins og tilgang í tilverunni, sem trú- Fjöratíii ár ó/fo Pit V. Q. JOL LraLLLi arbragðahöfundar og lieimspekingar höfðu verið að glinxa við frá upphafi vega. Og lausnin var tiltölulega einföld, hennar var að leita i lögmál- unx eðlisfræði og efnafræði og hvei’gi nenxa þar. Efnishyggjan sat i liásæti, borin þangað upp af skeggprúðum spámönnum aldahvarfanna, fyrst og fremst þeinx Huxley, Haeckel og Marx. Trúarbrögðin áttu ekki upp á liáborðið. Ka- þólska kirkjan var i umsátri innan rammlegra víggirðinga síns aldagamla og hefðbundna skipu- lags, en mótmælendakii’kjan var enn verr á vegi stödd, því að sjálft hexforingjaráð hennar var á hi’öðunx flótta. Við alla háskóla keixptust guð- fræðingarnir elcki einungis við að losa sig viö þær brynjur, sem orðnar voru brunnar af ryði, heldur kösluðu þeir hvarvetna frá sér vopnum og vei’jum trúfræðinnar í von unx að bjarga út lir ósigrinum viðui’kenningunni unx einhvern guð og eitthvert framhaldslíf, en þetla kom aö litln haldi. Náttúruvísindin eða öllu heklur iðkenilur þeirra viðux’kenndu yfirleitt hvoi’ki guð né neilt annað líf. Þau leituðu aðeins að „the missing link“ milli liins lífræna og ólífræna efnis og milli dýra og nxanns og reyndu að rekja andleg fyrir- lxæri eins og ást og hatur, skáldskap, list og trúarhugmyndir til biokemiskra verkana í frum- um og vökvum mannslíkamans. Kirkjan og kristnin héldu þó alltaf velli að nokkru leyti, þrátt fyrir flótta foringjaliðsins. Óbreyttir liðsmenn hennar héldu lxvarvetna uppi nokkui-s konar skæruhernaði gegn hinunx heiðnu vísindum, stundunx nxeð úreltunx vopnum, eins og hændamúgur, sem reynir að verja lif silt og óðul nxeð ljánx og heykvíslum gegn stórskota- liði innrásarhers. Víða unx hinn vestræna lieini Páll V. G. Kolka héraðslæknir er fæddur 25. janúar 1895. Stúdent 1913. Cand. med. 1920. Framlialdsnám í Bandaríkjunum og Þýzkalandi. Læknir í Vestmanna- eyjum 1920—1934. Héraðslæknir á Blönduósi frá 1934. 14 KRISTILEGT STUDENTABLAÐ

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.