Kristilegt stúdentablað - 01.12.1955, Blaðsíða 6

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1955, Blaðsíða 6
JóL annei Jn^iljartiion, itúdent: S T13 F N A N Hvert stefnir heimurinn í dag? Hver verður endirinn á þessu ? Þetta eru algengar spurningar á þessari öld hraða og vélamenningar, sem við lif- um á. Allt virðist breytingum undirorpið. Eitt í dag og annað á morgun. Ekkert fræ staðizt hraða líðandi stundar. En væri þá nokkuð úr vegi, að við yrðum dálítið persónulegri ogspyrðum sjálf okkur: Hvert stefn- um við? Hvert er markmið lífs okkar? Þetta eru það veigamiklar spurningar, að enginn getur skotið sér undan að svara. Svar við þessum spurningum getum við því aðeins fengið, að við rannsökum okk- ur í ljósi Guðs orðs. Þar stendur: „Allir hafa synd- gað og skortir Guðs dýrð.“ Þú finnur vel, að þetta ex-u dæmandi orð. „Allir hafa syndgað." Taktu vel eftir „Allir.“ Hvoi-ki ég né þú erum undan- skildir, því að allir hafa syndgað. Og þú mátt vita, að syndin er alvai'leg. Hún leiðir til dauða. En ekki þó dauða í þeim skilningi, sem við leggjum í það orð í daglegu tali, heldur til eilífs dauða og útskúf- unar fi-á Guði. En er þá engin leið frá útskúfun? vildir þú e. t. v. spyrja. Jú, ein leið er til, en aðeins ein leið og hún er fyrir trú á Jesúm Krist, sem dó á krossi fyrir syndir allra manna. Hann dó á krossi til þess að við mættum stíga yfir frá dauðanum til lífsins. Ég játa glaður, að ég hef orðið þeirrar gæfu að- njótandi að fá að reyna kærleika og náð Krists, og að hann er í raun og sannleika sá, sem hann sagðist vera: Jesús Kristur, sonur Guðs. En hvern- ig er það með þig, lesandi góður? Ef þú hefur fengið að reyna hið sama, veit ég, að þú gleðst með mér. En hafirðu það ekki, skaltu athuga vel þinn gang. Þá stefnii-ðu í opinn dauðann. Þú skalt held- ur ekki ætla, að þú getir verið hlutlaus og skotið þér undan að taka afstöðu, því að Drottinn hefur sagt: „Sá, sem ekki er með mér, er á móti mér.“ Það mundi vera álitinn undarlegur maður, sem væri við dauðans dyr í þvei'hníptu bjai’gi, og snerti ekki við bjax-glínunni, sem kastað væri til hans. En gættu að.Guð hefur kastað til þín bjarglínunni, sem ein megnar að dx-aga þig upp úr hyldýpi syndar- innar. Það gerði hann við krossdauða sonar síns. Það er allt undir þér komið, hvort þú vilt þiggja bjöi’gunina. Hann hefur sagt: „Komið til mín allir þér, sem ei’fiðið og þunga eruð hlaðnir og ég mun veita yður hvíld.“ En hann krefst skilyi’ðislausrar undirgefni og uppgjafar, því að hann veit sem er, að maðurinn er ekki fær um að stjórna sér sjálfur. Það getur að vísu kostað þig dálítið að leggja allt í Herrans hendur og fela honum allt líf þitt og vilja, en hvað er það á móts við allt það, sem hann gefur þér aftur. Hann leiðir þig eftir sínum vegi og þú stígur ekkert það skref, sem er þér ekki til blessunar. Slíkur er kærleikur hans. Hvert stefnir þú? Anai’ðu á vegi fjöldans vís- vitandi um glötun og hugsar ekkert um að bjarga lífi þínu, eða reynir að svæfa samvizkuna, eða hefux-ðu gert upp við Guð. Þitt er að velja eða hafna. Ábyrgðin er líka einvörðungu þín. En vita skaltu, að allt er þegar tilbúið til að veita þér við- töku, ef þú aðeins vilt. Við mennirnir ei’um stærilátir og ófúsir til þess að beygja okkur undir annarra vilja. Þess vegna bi’jótum við æ ofan í æ boðoi’ð Guðs, og höldum okkar eigin leiðir, en Hann er sá sami fyrirgefandi frelsari í gær og í dag og að eilífu. Hann stendur með útréttar náðai’hendur sínar og býður þér fyr- irgefningu. Líttu á naglaförin, þau urðu til vegna mín og þín. Ef þú forsmáir þau er það ekki Hans sök, þótt illa fari. Komdu til Krists strax í dag, og gjörðu upp reikninginn við hann. Komdu til hans með allar syndir þínar og erfiðleika, hann mun veita þér hvíld og sálu þinni frið. Vertu þess minn- O KRISTILEGT STUDENTABLAÐ

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.