Kristilegt stúdentablað - 01.12.1955, Blaðsíða 9

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1955, Blaðsíða 9
og kulda. Dag einn, er ég í einverunni gaf mig örvæntingunni á vald, gekk ég upp á hól einn, og þar talaði ég formælingarorð gegn Guði.“ Sonur hans skrifar síðar: „12 ára drengur talar í örvæntingu, og hann hefur ekki gleymt því, er hann var 82 ára.“ Fátæki drengurinn varð stórríkur kaupmaður, en þunglyndið var í fylgd með auðæfunum. Nú varð hin mikla breyting, að sonurinn kom föður sínum til hjálpar. Gaf hann honum það lof- orð, að nú skyldi verða tekið til óspilltra málanna, og embættisprófi skyldi hann ljúka. Nokkru síðar andaðist gamli maðurinn, móðir Sörens var dáin nokkrum árum áður. Halda menn, að Kierkegaard hafi hætt við próf- lesturinn, er faðir hans dó? Nú var lesið af kappi. Mikinn arf fékk hann, hafði nóg af peningum, en það tafði hann ekki frá lestrinum. Bundinn var hann af þeirri heitstrengingu, er hann hafði gefið föður sínum. Prófinu lauk hann með ágætum, slík voru öll próf, er hann leysti af hendi. Voru nú 10 ár liðin frá því hann varð stúdent. Verða nú þáttaskipti í ævi hans. Hann trúlofast ungri stúlku, Regine Olsen, af göfugum ættum. Lífið virðist brosa við þeim báðum. En þá verður sú bylting, að hann slítur trúlofuninni, og segir, er hann minnist á þessa sorglegu viðburði: „Ég valdi mér þá þyngri þjáning að missa hana og sleppa henni fram yfir þá minni þjáning að eiga hana með röngu móti.“ Regine Olsen giftist síðar merkum manni, er hét Frederik Schlegel. Var Kierkegaard af tilviljun í kirkju, er lýst var til hjónabands með Regine og unnusta hennar. Oft minnist hann þessarar stúlku, er hann ávallt unni hugástum. 1 hvert sinn, er nafn hennar var nefnt, fór sásaukastraumur um hann allan. Fórn- ina færði hann með hennar eigin hamingju í huga. Var nú ekki starfi hans og áformum vegna þessa lokið? Nei, nú hófst hið risavaxna starf. Á tólf árum komu frá hendi hans fjölmargar bækur. Samkvæmt nýjustu útgáfum eru rit hans, er sáu dagsins ljós, meðan hann lifði, 14 þykk bindi. En að honum látnum fundust í handxútum dagbækur og margs konar hugleiðingar, og er það enn meii’a að vöxtum eða um 20 prentuð bindi, og hefur ára- tugum veiúð varið til útgáfu þeirra, og það vei’k hafa annast lærðir og mætir menn, sem hafa næm- an skilning á hugarstefnu spekingsins. Hér var að starfi stórbrotinn andi, skáld, rit- dómari, heimspekingur og guðfræðingur. Skulu hér nefndar nokkrar bækur hans. Margir hafa heyrt nefnda bók hans „Enten — Eller“. Er hún í 2 bindum. Þar er ausið úr brunni heim- speki og fagurfræði. Þar er ritað um Don Juan, þar er dagbók afvegaleiðai’ans, og glímt við ýms vandamál og ráðgátur hins mannlega lífs. „Skeiðrúmin á lífsins vegi“. Þar er fagurfi-æði, siðfi-æði, háð ok kímni. Það er heimspekingurinn, sem skrifar. „Frygt og Bæven“, ritar bók um ,,angistina“ og bók, er heitir „Sjúkdómurinn til dauða“. , En guðfræðingurinn lætur líka til sín heyra. Eitthvert hans fegursta rit ber heitið „Iðkun krist- indómsins“, og margar kristilegar ræður eru frá honum komnar. Við útgáfu bókanna lætur hann ekki nafns síns getið, en notar dulnefni. Skulu nokkur þeiri'a hér nefnd: Victor Eremita, Johannes Climacus, Jo- hannes de Silentio, Fi’ater faciturnus, Vigilius Hafniensio, Hilarius bókbindari o. fl. Stúdentar ættu að brjóta heilann um, hvað í þessum nöfnum er fólgið og hvað í þeim geymist. Síðar gaf hann sitt eigið nafn til kynna, enda voru engir í vafa um, hver höfundurinn var. Síð- ustu rit hans nefndust „Augnablikin", hin miklu baráttu- og ádeilux'it, rétt fyrir dauða hans. Hver var tilgangurinn með öllum þessum ritum? Hann lýsir því sjálfur þannig: „Ég vil vekja menn, gei’a þá órólega, kalla þá til innilegi'ar íhugunar." Honum er um að gei’a að ná til hins eina. Hann fei’ðaðist ekki mikið um ævina. Fjórum sinnum var hann í Berlín. Annars var hann alltaf í Khöfn. Þar könnuðust menn við hinn sérkennilega mann, sem líktist Sókrates í því að hafa tal af mönnum. Þetta var tilbreytni hans í hinum daglegu önnum. Allar stundir dagsins notaði hann til ritstarfa, en hvíld hans og hressing var í því fólgin að ganga um aðalgötur bæjarins og nota tækifærin til þess með samtali að kynnast mönnunum. Kiei’kegaard vildi láta rnenn ná til ákvörðunar. Hann stöðvaði rnenn á krossgötum lífsins, og sagði: „Nú skalt þú velja. Hvei’t ætlar þú? Hugsaðu þig vel um, hvaða stefnu þú ætlar að taka.“ Menn lxafa kallað hann heimspelcing ákvörðunarinnar. Slík er einnig afstaða hans í trúmálum. „Þó að menn telji trúna Paradox, fjai’stæðu, þá er það einmitt trúin, sem bjargar. Mér er sama, þó að þú teljir það fjai-stæðu, þetta er sannleikur, sem læknar sál mína. Þess vegna varpa ég mér öruggur út á 70.000 faðma dýpi. Trúin bjargar mér. Krist- indómurinn þarf ekki á sönnunum þínum að halda. 9 KRISTILEGT STUDENTABLAÐ

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.