Kristilegt stúdentablað - 01.12.1955, Blaðsíða 11

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1955, Blaðsíða 11
og var viðkvæmni hans þá misboðið. Leitaði hann sér þá hugarléttis í ótæmandi ritstarfi. Á einum stað segir hann svo: „Það skiptir minnstu, þó að menn misskilji mig. Ég verð að berjast fyrir hinu sanna og rétta, með hjálp Guðs skal ég heyja baráttuna. Það er sem Guð segi við mig: Vinur minn. Vertu rólegur og öruggur þar sem þú ert. Þar átt þú að vera. Þó að þú sért aleinn í húðkeipi þínum, átt þú að vera þar, því að ég er þar með þér. Þar sem ég er með þér, þó að það væri í hnotskurn, þá er það þó skip sjóliðsforingj- ans. En vei þér, ef þú gerist óþolinmóður og svo hygginn á heimsins vísu, að þú teljir þér trú um, að það væri betra, að þú fengir þér stærra skip og um leið skipshöfn þér til hjálpar, því að á sama augnabliki fer ég af skipsfjöl.“ Þegar Kierkegaard var orðinn eignalaus, hvarfl- aði það að honum að sækja um embætti. En síðustu kröftunum skyldi til annars varið. Hófst nú sú barátta, er varð að kirkjustríði. Mynster Sjálandsbiskup andaðist í ársbyrjun 1854. Martensen, hinn lærði guðfræðingur, minnt- ist hins látna biskups og kallaði hann sannleiks- vitnið. Varð Martensen eftirmaður Mynsters á biskupsstóli. Nú gekk Kierkegaard fram á ritvöllinn og sagði: „Lesum Nýja-testamentið og sjáum, hve langt kirkjan, sem opinber stofnun þjóðfélagsins, er komin burtu frá kröfum Nýja-testamentisins.“ Hann spyr: „Er ég kristinn? En hve ég er langt frá hugsjón trúarinnar." Hann spyr: „Hverjir eru kristnir? Þó að mig vanti mikið af krafti trúar- innar, þá vil ég benda öðrum á hinar háleitu kröf- ur.“ Gaf hann út flugrit, er nefndust „Augnablik- in“, og er hann þar harður og óvæginn mjög. Kandidatinn á að prédika út frá orðunum: Leitið fyrst Guðs ríkis. En að hverju er fyrst leitað? Fyrst verður Frið- rik að giftast Júlíönu, og svo verða þau að fá prestakall og prestssetur. En í hvaða röð kemur Guðs ríki? Leiðtogar kirkjnnnar skrifa prestunum bréf og segja: „Biðjið fyrir oss, eins og vér ávallt biðjum fyrir yður.“ Hvílíkur munur, þegar einhver í neyð sinni grípur í hönd mína og segir: „Biðjið fyrir mér, bið fyrir mér nú þegar“.“ „1 hinni fögru dómkirkju talar hinn merki yfir- hirðprédikari og hefur fyrir texta, er hann talar til hins skrautbúna safnaðar: „Guð hefur útvalið hið lítilmótlega í heiminum“ — og engum stekkur bros.“ Síðustu mánuðir ævi hans voru baráttudagar og stríðinu lauk 11. nóv. 1855. Þunglyndið fylgdi honum ævi alla. En þessi er játning hans: „1 þunglyndinu er ég sæll með Guði, eins og barn hjá föður.“ Menn hlutu að veita eftir- tekt leiftrandi orðum hins fluggáfaða manns. Orð hans hittu í mark, því að hugur hans var ávallt næmur fyrir hinu broslega í fari mannanna. Hann horfði á mennina með angurblíðu brosi. Hlustum á hann, er hann segir: „Leikhúsið var fullskipað fólki. Milli þátta kom trúðurinn inn á sviðið og hrópaði: „Það er kviknað í tjöldunum." Þetta þótti góð fyndni og menn klöppuðu ákaft. Aftur kom trúðurinn og æpti hárri röddu: „Eld- urinn læsir sig um húsið.“ Þá var enn meira klappað." Kierkegaard bætir við: „Líklega ferst heimurinn þannig, að menn líta á það sem fyndni, um leið og þeir farast.“ Hann talar um þá, sem geta gefið mönnunum ráð í sannleiksleit þeirra. En hvaða svar fá menn- irnir? Eg gekk fram hjá fornsalabúð og sá þar í glugganum spjald, sem á var letrað: „Hér keflist þvotturinn.“ „Þetta er ágætt,“ hugsaði ég. Fór ég heim, sótti þvottinn, rogaðist með hann niður í kjallarann og bað þá, sem þar voru að kefla hann. Þeir hlógu að mér. Benti ég þeim þá á spjaldið. Þeir svöruðu: „Spjaldið er til sölu handa þeim, sem ætla að kefla þvottinn.” Menn sjá áletrun á spjaldinu: „Sannleikur." Menn koma og vilja fá sannleikann. En sannleikann er ekki hægt að fá. Það er aðeins spjaldið, sem er til sölu.“ Kierkegaard er staddur hjá guðunum á Olympos- fjalli. Þeir segja, að hann skuli bera fram eina ósk, hún skuli honum veitt, og því skuli hann hugsa sig vel um. Hann hugsaði sitt mál, hneigði sig djúpt og sagði: „Hæstvirtu guðir. Eg ber fram þá ósk, að hláturinn megi ávallt vera mín megin.“ Sú ósk var honum veitt. Kierkegaard var maður hinna djúpu hugsana, fullreyndur í skóla lífsins. Penninn var hið beitta vopn hans. Miklar kröfur gerði hann til annarra og þá einnig til sjálfs sín. En frammi fyrir Guði var hann auðmjúkur, ávallt hið hlustandi barn, sem heyrði hinn óumbreytilega tala. öldurótið lægði. Deyjandi maður horfði fram á veg allrar veraldar. Sáttur við Guð og menn bað hann þess, að hann mætti leysast héðan í friði, og ákvað, að á legsteini hans skyldi vera vers úr sálmi Brorsons, þar sem talað er á þessa leið: Framh. á bls. 20. KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ II

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.