Kristilegt stúdentablað - 01.12.1955, Blaðsíða 10

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1955, Blaðsíða 10
En þú þarft á kristindóminum að halda. Á því byggist tilvera þín. Þetta er ,,existens“ handa þér. Þetta er lífið. Á þessu byggist ,,existens“,' þ. e. tilvera þín.“ Með réttu er því Kierkegaard nefndur faSir exi- stentialismans. 1 ritum hans eru svo víða hin margvíslegu hug- tök sett í samband við „existens", t. d. existens- ákvörðun, existens-árekstrar, existens-tilraunir, existens-ráðgátur, existens-skáldskapur o. fl. Kierkegaard tekur hið reella, raunverulega, fram yfir spekulation, hve fagurt sem hugmyndaflugið er. Þess vegna er kristindómurinn ekki aðeins að- dáun á fögrum setningum. Kristindómurinn er eftirfylgd. Það er kallað á hinn eina til eftirfylgd- ar. Þess vegna er aðalatriðið, að þegar Guð talar, þá heyir þú hann tala. Kierkegaard talar beint til mannanna. „Haf gát á fæti þínum, þegar þú gengur í Guðs hús. Guð býr á háum stað, en um leið er hann svo nálægt þér, að það getur enginn verið nær þér.“ Hvílík auðlegð andans í hugleiðingum hans í sambandi við orðin: „Komið til mín allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld.“ Það er oft auglýst: „ Ef einhver er í vanda stadd- ur, þá komi hann hingað.“ Sá, sem hefur varning á boðstólum og skemmtanir, það er skiljanlegt, að hann segi: Komið hingað. Kaupið, borgið. Og vilji menn fá hjálp, þá er að leita hann uppi, sem ef til vill getur hjálpað, hans er leitað með mikilli fyrir- höfn. En hér er einn, sem leitar mennina uppi, kemur til móts við þá, kallar á þá, sem sjúkir eru. Hann kemur sjálfur og býður hjálpina. Og hvílík hjálp. Handa hve mörgum? Komið hingað allir. Elcki aö- eins úrval. En skilyrðislaust sjálfsagt að hjálpa öllum. Hann gerir sér engan mannamun. Undur- samlegur kærleikur. Komið til mín. Það er ekki um neitt að villast, hvar hjálp er að fá. Þó að hann hefði ekki sagt þessi orð, þá lýsir líf hans því, að þannig var hann. Hann er sjálfur það, sem hann talar. Sjálfur er hann í orði sínu, er sjálfur orðiö. Gagnvart Guði höfum vér á x-öngu að standa. En hver hjálpar eins og hann? Þú skalt taka á móti hjálpinni nú þegar. Nem staðar. Skoðaðu þig í spegli orðsins. Margir gei’a það í skyndi, en gleyma fljótt, hvernig þeir líta út. Að horfa í spegil orðsins, en gleyma, hvern- ig ástatt er fyrir oss, og gleyma áfoi’munum og hjálpinni, sem veitt er, til þess að áformunum sé fylgt, það er að skrifa í sandinn eða vatnið eða teikna út í loftið. Líttu í spegilinn. Þú sér breyskleika þinn. Ef einhver er á valdi breyskleika eða lasta, og segir: „1 kvöld skal vei’a í síðasta sinn, að ég hlýði hinni freistandi rödd,“ hann hefir tapað. En ef hann segir: „Eg veit ekki, hvað bíður mín á þessu sviði freistinganna í fi’amtíðinni, á ókomnum árum, en eitt veit ég, að ég ætla ekki að gefa mig nautna- lífinu á vald í kvöld“, honum verður bjargað, hann er að byi’ja að vinna sigur. Þannig talar Kiei’kegaard með aðvörun og upp- örfun. „Sjúkum manni skal ráðlagt að fai’a til læknisins, því að hann þarfnast læknisins, en lækn- irinn ekki sjúklingsins. Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn, ef hann týnir sál sinni? Hvað stoðar það manninn, þó að hann vinni það, sem heyrir til líðandi stund, ef hann sleppir hinu eilífa? Hvað stoðar það manninn, þó að hann sigli áfram hraðbyri með fullum seglum og kallað sé til hans með fagnaðar- og aðdáunarópum, ef hann svo strandar í eilífðinni? Hvað stoðar það manninn, þó að allir telji hann heilbrigðan, ef læknirinn segir: Þú ert sjúkur.“ Kiei’kegaard talar skýrt máli kristindómsins, trú- in skal skipa heiðurssætið. Hann segir svo um rit sín: „Með vinstri hend- inni rétti ég mönnunum „Enten — Eller“, og með hægri hendinni hinar kristilegu ræður. En allt snertir þetta bæði hægri og vinstri höndina. Með hægri hendinni tek ég fast í vinstri höndina." Hér var afkastamikill rithöfundur á ferðinni. Hann var aldi’ei í vandi’æðum, er hann hafði penn- ann í höndum sér. Það var einhver, sem sagði við hann: „Það er stundum erfitt að halda á penna- skaftinu og bíða eftir því, að einhver af mennta- gyðjunum komi, svo að hægt sé að skrifa.“ „Þetta skil ég ekki,“ sagði Kierkegaard. „Þær eru svo áleitnar við mig, þær þyrpast að mér, og ég þyi’fti að hafa tíu pennasköft með fjöðrum á til þess að vera nógu fljótur að skrifa það, sem menntagyðjurnar hvísla að mér.“ Þegar sagt var við hann: „Þú skrifar mikið, og það fellur ekki öllum, og því eru margir á móti þér,“ svaraði hann: „Það skiptir engu máli, því að þá dansa ég sóló.“ En því má samt ekki gleyma, að hann tók sér nærri, er háðinu var beint gegn honum sjálfum. Kímniblað eitt birti af honum margar skopmyndir, 10 KRIBTILEGT STUDENTABLAÐ

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.