Kristilegt stúdentablað - 01.12.1955, Blaðsíða 12

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1955, Blaðsíða 12
Á ALDAMÓTA- HÁTÍÐ í PARÍS Seytjánda ágúst 1955, um kvöldið, var hvert sæti skipað í hinni miklu íþróttahöll Parísar, Palai des Sports. Rösk tíu þúsund drengir og ungir menn, ,,af allskyns fólki og kynkvíslum og lýðum og tung- um“, rísa snöggt úr sætum og taka lag. Á þremur höfuðtungum álfunnar er sunginn, háttfast og hátíðlega, forn latneskur sálmur. — Við syngjum hann oftar en nokkurn sálm annan, í samkomu- byrjun heima í Reykjavík, í þýðingu séra Frið- riks: ,,MMi Drottinn, dýrð sé þér —“. Þannig hófst 22. heimsþing og jafnframt aldar- afmæli alþjóðasambands K.F.U.M. Forseti þingsins er kjörinn Svíinn, Hugó Ceder- gren. Kveðjur eru fluttar þinginu frá þjóðhöfð- ingjum ýmissa landa. — Er leið á þingið var mót- taka fyrir einn aðalfulltrúa úr hverju landi og stjórn alþjóðasambandsins, hjá utanríkisráðherra Frakklands og forseta borgarráðs Parísar. Vara- forseti alþjóðasambandsins, Alfred Hirs, forseti þjóðbankans í Sviss, minntist nýlátinna leiðtoga, þeirra John R. Mott og John Forrester-Paton. Báð- ir höfðu þeir gegnt forsetaembætti sambandsins og komið einnig mjög við sögu kristilegrar stúdenta- hreyfingar. Á pallinum bak við forsetastól sitja aðalfulltrú- ar, einn frá hverju landssambandi K.F.U.M. 72. þjóð. Forseti kallar þá fram, hvern á fætur öðrum. Rísa þá úr sætum landar hvers aðalfulltrúa um sig, er þátt taka í þinginu. Þegar kallað er á aðal- fulltrúa Bandaríkja, rísa úr sætum 1174 landar hans. Einnig sýnir sig, að mikil þátttaka er frá Bretlandi, Sviss, Þýzkalandi og Norðurlöndum, — en frá Islandi eru aðeins þrír fulltrúar. Lýsandi kross hangir á veggnum bak við pallinn, en undir krossinum eru letruð á latínu einkunn- arorð K.F.U.M. og þingsins: UT OMNES UNUM SINT, UT CREDAT MUNDUS — sem sé fyrirbæn Jesú í Jóh. 17, 21: „Allir eiga þeir að vera eitt, til þess að heimurinn trúi“. Neðar á veggnum, mitt á milli tákna guðspjallanna, er félagsmerki K.F. U.M. Það er mjög fallegt, með nöfn heimsálfa á jöðrum, en í miðju opna Biblíu og tilvitnun eink- unnarorðanna. Þingið var þannig skipulagt, að það var í tveim- ur aðaldeildum. Æskulýðsdeild, mjög fjölsótt, hóf störf sín 12. ágúst. Var Hermann Þorsteinsson fulltrúi þar af hálfu landssambands K.F.U.M. á Islandi. Aðalfulltrúadeild kom saman fjórum dög- um síðar, en báðar deildir mættu á allsherjarþingi og voru fundir þess í íþróttahöllinni. Hér er ekki staður til að geta erinda, er flutt voru á þessu mikla þingi. En þeim var útvarpað í þingsal á fjórum málum: Frönsku, ensku, þýzku og spánsku. Samþykkt var óbreytt önnur grein stjórnarskrár alþjóðasambandsins, Parísarsamþykktin svo- nefnda. En hún er sá trúarlegi grundvöllur og hyrningarsteinn, sem alþjóðasamband K.F.U.M. byggist á frá upphafi og hljóðar þannig orðrétt: „K.F.U.M. leitast við að sameina þá ungu menn, er viðui’kenna Jesúm Krist Guð sinn og Frelsara samkvæmt Heilagri ritningu, og vilja vera læri- sveinar hans í trú og breytni og vinna í sameiningu að útbreiðslu ríkis hans meðal ungra manna.“ I þeim miklu hrúgum af þingskjölum, sem ætl- azt var til, að fulltrúar ynnu úr, þótti flestum at- hyglisverðust skýrsla alþjóðanefndar sambands- ins, — yfirlit starfsins síðustu átján ár í þykkri bók. Næsta þing á undan því, er hér greinir frá, var haldið í Mysore á Indlandi 1937. Voru þá meðal annars ræddar áætlanir um stóraukna fjölgun fé- lagsmanna almennt, eða um eina milljón innan 25 ára aldurs, og miðað við árið 1944, aldarafmæli i---------------- - Minnzt hefur verið á þessu ári aldarafmælis víðtækustu og fjölmennustu iiristilegu æsku- lýðssamtaka vorra tíma. Um svipað leyti og efnt var til alþjóðasambands K.F.U.M. í París, íyrir 100 árum, var fyrsta K.F.U.K. félagið stofnað í London. — Náið samband hefur ávallt verið milli K.F.U.M. og kristilegrar stúdenta- hreyfingar. 12 KRISTILEGT STUDENTABLAÐ

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.