Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1942, Page 17

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1942, Page 17
15 Að visu er l>ess að gæta, að fyrirlesturinn er i'lutt- ur, áður en kunnar voru ráðagerðir þær, er að fram- an greinir, um tilhögun kennslunnar, sem tannlækna- félagið virðist ekkert hafa við að athuga í höfuð- atriðum og fyrirlesarinn sennilega ekki heldur. En hvað sem þvi líður, þarf ekki að kvíða því, að sér- slökum erfiðleikum verði bundið að koma tannlækna- skipuninni í landinu smátt og smátt i viðunandi horf, jafnóðum og vel menntum tannlæknum fjölgar og al- menningi læist að gera þær sjálfsögðu menningar- kröfur, að ganga með heilar eða vel viðgerðar tenn- ur og ósjúka munna. FYLGISKJAL I. Álitsgerð um tannlæknakennslu á ísiandi etfir Jón Sigtryggsson, lækni og tannlækni í Reykjavik. Ég hefi eftir beiðni landlæknis og í samráði við hann lcitað eftir því, hvernig bezt myndi fyrir komið kennslu tannlækna hér á landi, þannig að þeim yrði séð fyrir staðgóðri inenntun, án þess að mjög mikill kostnaður þyrfti að verða því samfara. Það hefir orðið niðurstaðan, að heppilegast mundi, að kennsla yrði sameiginleg lækna- og tannlæknanem- um fyrsta 4Vi árið, eða þangað til miðhlutapról'i yrði lokið. Siðan tæki við sérnám i tannlækningum. Er fyrirhugað að haga því sérnámi sem mest eftir þvi, er tíðkast á Norðurlöndum, bæði hvað snertir kennslu- greinar, svo og timafjölda þann, sem hverri grein er ætlaður. Telst svo til, að með tveggja ára sérnámi að loknu miðhlutaprófi i almennri læknisfræði yrði islenzkum tannlæknum séð fyrir haldgóðri tannlækna- menntun. Nokkuð mun að vísu skorta á, að hér verði fyrst i stað völ sérmenntaðra og æfðra kennara i þessum fræðum, en nemendur þeir, sem á þennan hátt legðu fyrir sig sérnám þetta, mundu þroskaðri en almennt gerisl á Norðurlöndum um þá, sem liefja tannlækna- nám, og ættu þvi betur að geta hagnýtt sér kennsluna. Má telja vafalaust, að með þessu móti sé unnt að koma upp vel menntuðum íslenzkum tannlæknum. Of-

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.