Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1942, Page 32

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1942, Page 32
30 tannlæknaskólum, ojí fengu þeir að sjálfsög'ðu isl. tannlækningaleyfi frá heilbrigðisstjórninni. Það þótti þó ekki athugavert, að gera þurfti mann þenna að tannlækni með lögum! LANDLÆKNIRINN. Reykjavik, 10. marz 1940. Jafnframt því að senda yður hjálagða umsóku, á- samt 5 fylgiskjölum, um tannlækningaleyfi til handa Baldri Jónssyni frá Eskifirði, heiðist ég rökstudds álits yðar á þvi, hvort skilríki umsækjandans beri þvi vitni, að hann hafi lokið tannlækninganámi í tannlæknaskóla, er heilbrigðisstjórnin geti tekið gild- an, samkv. ákvæðum 1. töluliðs 1. greinar tannlækna- laganna (nr. 7, 1929). Svarinu óskast hraðað, svo og, að fylgiskjölin verði jafnframt endursend. Vilm. Jónsson. Til stjórnar Tannlæknafélags íslands, Reykjavík. TANNLÆKNAFRLAG ÍSLANDS. Reykjavík, 2./4. 1940. í bréfi yðar dags. 1G./3. 1940 óskið þér rökstudds álits stjórnJtr T.F.f. á því, hvort skilriki hr. Baldurs Jónssonar heri þvi vitni, að hann hafi lokið tann- læknanámi við tannlæknaskóla, er heilbrigðisstjórnin geti tekið gildan, samkv. ákvæðum 1. töluliðs 1. gr. tannlæknalaganna. Skilríki umsækjandans sýna það, að hann hefur slundað tannsmiði (lært að búa til tanngóma, gull- fyllingar og gullbrýr) hjá dentista i 17 inánuði og jafnframt sótt iðnskóla i 3 ár. Að því loknu liefur liann sótt privatskóla dentista, i Dresden, i eitt ár, og Iokið prófi i þeim greinum er tvö af skýrtein- unum sýna. Hinsvegar er lágmarksnámstími tannlækna í Þýzka-

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.