Morgunblaðið - 29.12.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.12.2008, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2008 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is FJÁRFESTINGARSAMNINGUR milli iðn- aðarráðuneytisins og Norðuráls vegna fyrir- hugaðs álvers í Helguvík var kynntur á rík- isstjórnarfundi á Þorláksmessu. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra stað- festi í samtali við Morgunblaðið að samning- urinn hefði verið ræddur á fundinum og að málið væri langt komið. Það væri þó ekki frá- gengið. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Þarf að fara fyrir Alþingi til samþykkis Fjárfestingarsamningurinn er Norðuráli afar mikilvægur því hann staðfestir stuðning ríkis- stjórnar við verkefnið og auðveldar fjármögnun þess. Áður en hann verður undirritaður þarf þó fyrst að tilkynna hann, líkt og alla opinbera styrki af þessu tagi, til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) sem síðan skilar umsögn um samninginn. Þegar því er lokið fer hann fyrir Alþingi til samþykktar. Þegar sambærilegur samningur var gerður við Alcoa vegna álversins við Reyðarfjörð tók nokkurn tíma að afgreiða hann frá ESA. Stofnunin óskaði þá eftir frekari upplýs- ingum áður en hún skilaði umsögn sinni. Ástæðan var sú að hið opinbera lagði fram jafnt stuðning og ívilnun með samningnum þar sem ýmist var veittur afsláttur af gjöldum eða þau aflögð með öllu. Veitir undanþágur frá gildandi lögum Samningurinn við Norðurál er samkvæmt heimildum Morgunblaðsins af svipuðum meiði og felur meðal annars í sér undanþágur frá ýmsum gildandi lögum. Til dæmis veitir hann Norðuráli undanþágu frá því að greiða ýmis opinber gjöld og tryggir að félagið þurfi ekki að greiða hærri skatta en þá prósentu sem nú er lögð á fyrirtæki. Það þýðir að Norðurál þarf aldrei að greiða hærri skatta en sem nemur 15 prósentum af tekjuskattsstofni sínum þrátt fyrir að skattar á fyrirtæki myndu hækka á Íslandi yrði samning- urinn undirritaður. Helguvík langt komin í ríkisstjórn  Fjárfestingarsamningur vegna álvers í Helguvík kynntur á ríkisstjórnarfundi á Þorláksmessu  Þarf samþykki ESA og Alþingis áður en hann verður undirritaður  Auðveldar fjármögnun Norðuráls Í HNOTSKURN »Björgvin G. Sigurðssonviðskiptaráðherra tók skóflustungu að nýju álveri Norðuráls í Helguvík í júní síðastliðnum. »Tilskilin leyfi hafa fengistfyrir byggingu 250 þús- und tonna álvers. »Stefnt er að því að fyrstiáfangi verði tekinn í gagnið árið 2010. »Norðurál hefur þegarfengið úthlutaðar 539 þúsund tonna losunarheim- ildir fyrir árin 2010-2012 vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Morgunblaðið/RAX Á fullu Framkvæmdir í Helguvík hófust í júní. Eftir Andrés Þorleifsson andresth@mbl.is Í GÆR höfðu 22 hross úr 40 hesta stóði drepist á Kjalarnesi af völdum skæðrar salmonellusýkingar. Fjög- ur hross voru enn talin alvarlega veik, en önnur töldust vera á bata- vegi. Veikin kom upp 21. desember sl. og stigmagnaðist næstu daga. Voru hrossin strax flutt í hús í Mos- fellsbæ þar sem hlúð var að þeim. Talið er að öll hrossin hafi smitast með því að drekka úr tjörnum, en snjór var yfir hefðbundnum drykkjarstað hrossanna á þessum tíma. Að sögn Gunnars Arnar Guð- mundssonar, héraðsdýralæknis Gullbringu- og Kjósarumdæmis, stendur til að taka sýni úr tjörn- unum í dag, en hann taldi einsýnt að smitið hefði borist þaðan. „Það skýrir líka af hverju svona margir veikjast svona heiftarlega, því smit- leiðin er miklu auðveldari þegar sýkingin kemur úr vatni. Það hefur líka áhrif að hestarnir hafa fengið mikið smitmagn í sig,“ sagði Gunnar í viðtali við mbl.is um helgina. 22 hross dauð í 40 hesta stóði Morgunblaðið/G.Rúnar Salmonellusýki Gunnar Örn dýralæknir hugar að einu hrossanna í gær. JÓLIN hjá Árna Páli Árnasyni þingmanni og konu hans fóru að miklu leyti í að sinna hestunum sínum tveimur sem voru meðal þeirra sem sýktust. Annars vegar áttu þau hinn átján vetra gamla Asa, sem féll, og hins vegar hinn níu vetra Áka, sem var alvarlega veikur þegar blaðið fór í prentun. Árni segir aðkomuna hafa verið hrikalega og sárt sé að sjá svo marga fallega gripi fara. „Þetta er mjög sér- kennileg upplifun, því mörg þeirra urðu svo mikið veik. Svo fóru þau bara að drepast í höndunum á okkur. Það var alveg sama hvert litið var, þar voru fárveik hross,“ segir Árni, sem var á leið í hesthúsin þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. „Þegar ég kem þangað á aðfangadagskvöld klukkan ellefu fer að renna upp fyrir okkur hversu alvarlegt þetta er. […] Þegar ég kem inn í húsið þar sem okkar hestar eru, þá er þar einn dauður og annar fárveikur [hestur]. Ég þurfti að kalla til dýralækni og við þurftum að lóga honum á jólanóttina. Þá fór maður að sjá að þetta var orðið mjög alvarlegt ástand,“ segir Árni. Hann furðar sig á þeim langa tíma sem það tók yfirvöld að koma að málinu, en í upphafi hafi bara einn dýralæknir sem átti hross í stóðinu sinnt þeim. Þurfti að lóga einu á jólanótt Árni Páll Árnason STÓRU verslanamiðstöðvarnar Kringlan og Smáralind eru harð- ar á því að leyfa ekki verslunum að hefja útsölur fyrr en 3. janúar. Framkvæmdastjórar þeirra reikna ekki með að afsláttur verði meiri en verið hefur undanfarin ár. Janúarútsölur eru byrjaður í einstaka verslunum, eins og und- anfarin ár, þótt desember sé ekki úti. Í Kringlunni og Smáralind er reiknað með að flestar verslanir verði lokaðar vegna vörutaln- ingar föstudaginn 2. janúar og að útsölurnar hefjist með látum laugardaginn 3. janúar. Henning Freyr Henningsson í Smáralind segir að einu undantekningarnar séu vegna verslana í alþjóðlegum keðjum sem byrji útsölur á sama tíma í fleiri löndum. Sigurjón Örn Þórsson í Kringl- unni segir að jólaverslunin hafi gengið vel og á ekki von á að meiri afsláttur verði á útsölunum en undanfarin ár, býst við 30-50% í upphafi þeirra. Janúarútsölur byrjaðar í einstaka verslunum þótt desembermánuður sé ekki úti Flestar út- sölur byrja 3. janúar Morgunblaðið/G.Rúnar Útsala Ekki leyndi sér í gær að útsala er hafin í IKEA í Garðabæ. Afslátturinn var rækilega kynntur. Útsölur eru hafnar í fleiri verslunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.