Morgunblaðið - 29.12.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.12.2008, Blaðsíða 14
14 FréttirÚR VESTURHEIMI MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2008 Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthorg@gmail.com „OKKUR líður vel eftir að hafa gert þetta og ég vona að Íslendingar meti hug okkar á Gimli,“ segir Bryna Johnson um jólakveðju til Íslands frá Gimli sem meðal annars má sjá á You- tube (http://ca.youtube.com/watch?v = BzjUZW4IkJ8). Íslenska bankahrunið og afleiðing- ar þess hafa snert marga strengi og ekki síst á Gimli, vinabæ Akureyrar. Fay Cassidy, sem gift er Vestur-Ís- lendingnum Brent Johnson, datt í hug að sýna samhug í verki og úr varð að ein dóttir þeirra og vinkona hennar ákváðu að senda Íslendingum kveðju á myndbandi. Hugmyndin varð að verkefni í framhaldsskólanum á Gimli og myndbandið „Með ástarkveðju frá Gimli til Íslands“ var sett út á netið á Þorláksmessu. Verkefnið vakti töluverða athygli og hafa stúlkurnar Bryna Johnson og Kristjana Olafson, sem báðar eru 15 ára, verið í blaða- og sjónvarpsviðtöl- um af því tilefni. Fay Cassidy segir að í fyrstu hafi þær verið feimnar við að takast á við verkefnið, en Joe Olafson, fréttamaður hjá sjónvarpsstöðinni CTV, hafi í raun komið þeim á sporið með umfjöllun sinni. Í sjónvarpinu hafi þær áttað sig betur á því sem þær væru að gera og fundið að það skipti máli. „Okkur er ekki sama,“ segja þær um stöðu mála á Íslandi og leggja áherslu á að myndbandið hafi verið gert og sent til þess að sýna samhug í vestri. Kveðjurnar eru frá hinum og þess- um á Gimli, meðal annars frá nem- endum og starfsfólki gagnfræðaskól- ans, Tammy Axelsson bæjarstjóra, ömmum í Ömmukaffi og Neil Bardal. David Gíslason segir að þótt fáir komi fram í myndbandinu séu þeir fulltrú- ar fjölmenns hóps vítt og breitt í Kan- ada, fólks sem hugsi hlýtt til Íslands og ekki síst þegar á bjátar. Gimli er ekki beint í alfaraleið og íbúarnir sjaldan í sviðsljósinu. Mynd- bandið hefur því vakið athygli á „ís- lenska“ bænum og samkennd bæjar- búa. „Tilgangurinn var að gleðja Íslendinga í erfiðum aðstæðum og þetta litla verkefni hefur líka yljað okkur um hjartarætur,“ segir Fay. Jólakveðja frá Gimli til Íslands á Youtube og Fésbók Vilja gleðja Íslendinga í erfiðum aðstæðum Ljósmynd/Caitlin Brown Kveðja Amman Metta Johnson, Bryna Johnson og Kristjana Olafson. Í HNOTSKURN »Myndbandið Með ást-arkveðju frá Gimli til Ís- lands, má meðal annars sjá á Facebook: Groups > Christmas Greeting to Iceland og á Youtube (http://ca.youtube.com/ watch?v=BzjUZW4IkJ8). ÍBÚAR á Gimli og nágrenni kunna vel að meta íslenskar pönnukökur og þær hafa rokið út þegar Grétar Axelsson hefur boðið upp á þær beint af pönnunni. „Ég bakaði 27 tylftir laugardag- inn fyrir jól, 324 pönnsur, og hef aldrei bakað fleiri á einum degi, en þær runnu allar út,“ segir Grétar. Grétar hefur bakað íslenskt rúg- brauð og pönnukökur og selt í Safni íslenskrar menningararfleifðar á Gimli á laugardögum í desember –og reyndar líka á öðrum stundum. „Það verður ekki íslenskara,“ segir Grétar. steinthorg@gmail.com Bakstur Grétar Axelsson kann réttu handtökin við pönnukökubaksturinn. Íslenskar pönnukökur renna út á Gimli Til sölu er um 44 fm. sumarhús til brottflutnings. Húsið er staðsett í orlofs- byggðinni í Svignaskarði í Borgarbyggð og selst í núverandi ástandi og með öllum húsbúnaði. • Einnig fylgir um 50 fm. verönd svo og heitur pottur. • Seljandi sér um að aftengja allar lagnir og heimtaugar. • Kaupandi sér um að losa hús og pall af núverandi undirstöðum og fjarlægja af svæðinu fyrir 26. janúar 2009. Tilboð skulu berast skrifstofu Eflingar stéttarfélags, Sætúni 1, 105 Reykja- vík fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 8. janúar 2009 merkt „Tilboð - sumarhús“ . Hægt verður að skoða húsið í samráði við Svein (sími 898-9077) sem einnig veitir nánari upplýsingar. Til sölu sumarhús til flutnings VM Stórhöfða 25 110 Reykjavík sími 575 9800 www.vm.is Hótel KEA, Akureyri, mánudaginn 29. desember kl. 17 Grand Hóteli, Reykjavík, þriðjudaginn 30. desember kl. 17 KARLAKÓRINN Heimir í Skagafirði æfir nú baki brotnu fyrir sína árlegu þrettándahátíð sem fram fer næstkomandi laugardagskvöld, 3. janúar 2009, í Íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð. Meðal dagskráratriða verður söng- og gleðileikurinn „Rússalán – rauð- stakkar í Rússlandsferð.“ Ekki er um óð til Rússa að ræða vegna fyrirhugaðs láns til Íslendinga, heldur upp- gjör kórsins vegna ferðar hans til Rússlands í lok sum- ars. Höfundar söngleiksins eru Gunnar Rögnvaldsson og Stefán R. Gíslason kórstjóri. Að sögn Gunnars Sandholt, stjórnarmanns í kórnum, verður ekkert dregið undan frá Rússlandsferðinni og allir dregnir til ábyrgðar. „Tónlistin er þrungin gerskri lífsnautn sem hæfir efninu og annálaðir sviðsþjófar koma fram með kórnum,“ segir Gunnar og á þar m.a. við Guðbrand Guðbrandsson, Ingimar Jónsson á Flugu- mýri, rússneskan stepputenór og flokk dansmeyja. Rússalánið verður fjarri því eina atriðið. Kórinn flyt- ur nokkur lög og gestasöngvari að þessu sinni verður Helgas Rós Indriðadóttir frá Hvíteyrum. Ræðumaður kvöldsins er Jón Björnsson frá Húnsstöðum í Torfu- lækjarhreppi og „tengdasonur Sauðárkróks“. Á árum áður málaði Jón hús Skagfirðinga undir handleiðslu Sigurðar Snorrasonar frá Stóru-Gröf, nam sálfræði og heimspeki og gaf út ferðabækur. Þrettándahátíðin hefst kl. 20.30 en að henni lokinni verður þrettándaball í félagsheimilinu Árgarði þar sem Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi og sveiflar Skagfirðingum og gestum þeirra inn í nýja árið. bjb@mbl.is Karlakórinn Heimir gerir upp Rússlandsferð sína Ljósmynd/Agnes Hulda Agnarsdóttir Rússalánið fyrst í Skagafjörð Rússland Karlakórinn Heimir á tónleikum í St. Pétursborg en kórinn fór í söngferðalag í austurveg í sumar. FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.