Morgunblaðið - 29.12.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.12.2008, Blaðsíða 27
Umræðan 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2008 Morgunblaðinu hefur borist mikill fjöldi greina og pistla frá lesendum um ástandið í efnahagsmálum landsins. Margir höfundar lýsa áhyggjum sínum af þróun mála og margir gera tillögur um leiðir út úr efnahagsvanda þjóð- arinnar. Morgunblaðið leggur áherslu á að gera þessum umræðum góð skil í blaðinu á næstunni. Skoðanir fólksins AÐ MÍNU mati er ekki um neina aðra færa leið að ræða – heldur en þá leið að Alþingi setji sérstök „neyð- arlög“. Eitt það fyrsta sem gera þarf með slíkum lögum er að ákveða gengi krón- unnar, og festa gengið 100 krónur á móti dal. Hámark útlánsvaxta verði sett við sjö (7) prósent. Þetta gildi jafnt fyrir öll eldri lán, sem verði breytt með þessum hætti, sem og fyrir ný lán. Innlánsvextir verði einnig lækkaðir, undir 7 prósentin. Allar vísitölubindingar – á lánum sem launum – verði jafnframt afnumdar með þessum nýju lögum. Öll laun í landinu verði lækkuð um 20 prósent. Öll eft- irlaun, styrkir, námslán og fleira verði einnig lækkað um 20% Allar verðhækkanir verði bannaðar. Skattar verði lækkaðir – söluskattarnir lækkaðir um fimmtung og útgjaldaliðir fjárlaganna verði lækkaðir um 20%, með lokun stofnana, sendiráða og skóla. Í mínum huga er enginn vafi að ríkissjóður verður að taka á sig allar þessar skuldir í sambandi við hrun bank- anna – líka allar þær skuldir sem áhöld eru um hvort okk- ur beri að ábyrgjast eður ei. Heiður okkar meðal þjóðanna er að veði. Við höfum ekkert val – við verðum að taka á okkur allar þessar skuldbindingar – hvort sem okkur líkar betur eða verr. Framleiðsla verði aukin Þá verður að gera sérstakt stórátak til þess að auka framleiðslu í landinu, og það fyrsta sem kemur upp í hug- ann er nýting auðlinda hafsins. Sú auðlind hefur ekki ver- ið nýtt sem skyldi undanfarin ár. Þessa auðlind verður að nýta að fullu. Sett verði sérstök neyðarlög sem heimili útgerð- armönnum færa- og línubáta að fiska 180 veiðidaga ár hvert, hvar sem er í kringum landið, nema á viðkvæmum hrygningarsvæðum. Veiða má hvaða fisktegund sem er, og koma skal með allan afla að landi og menn geta selt aflann hverjum sem er, eða verkað sjálfir. Allir þeir bátar sem veiða samkvæmt þessum nýju neyðarlögum verði alveg utan við kvótakerfið, og allur afli þessara sömu báta – afli sem er ótakmarkaður – er einnig utan við kvótakerfið. En kvótakerfið sem slíkt haldi sér að öðru leyti óbreytt. Nú kann einhver að spyrja hvort ekki sé hætta á ofveiði með þessum hætti. Svar mitt við því er mjög einfalt. – Þjóðin er í skelfilegum þrengingum, og það verður að beita öllum ráðum til þess að auka tekjurnar og gjaldeyr- isforðann. Því er óhjákvæmilegt að beita þessum nýju neyðarlögum, og ef hugsanlega verður gengið eitthvað nær fiskistofnunum þá það, þá er bara að taka því. Og hvaða gagn er af fiski, syndandi einhvers staðar úti í reginhafi ef ríkissjóðurinn verður gjaldþrota? Fiskurinn í hafinu á íslensku hafsvæði er fyrir Íslend- inga að nýta á hvern þann hátt sem landsmönnum hentar og það kemur öðrum þjóðum ekkert við – allra síst þeim þjóðum, sem í krafti stærðar- og aflsmunar eru að reyna að kollvarpa þjóðinni. Með því að allir leggist á árarnar af öllum mætti tekur það þjóðina fjögur ár að komast út úr þessu efnahagslega ölduróti sem hún er nú að velkjast í – og komast út á lygn- ari sjó. Eftir það má endurskoða fiskveiðimálin – en fyrr ekki. Og það góða í þessari stöðu fyrir þjóðarbúið er það – að í rauninni er allt tilbúið til þess að byrja á þessum línu- og færaveiðum, og það strax í dag – nægur fiskur er í hafinu, hafnarsvæðin standa tilbúin með frystihúsin, verkstæðin og geymslurnar til reiðu, og bátarnir liggja í höfnunum, einnig tilbúnir með öllum veiðarfærum, færavindum og öllum öðrum búnaði. Þessi staða er gulls ígildi til gjaldeyrisaukningar. Það eina sem vantar er að gefa sjómönnunum frelsi til fisk- veiða, með þessum nýju neyðarlögum. Með þessu móti væri íslenska sjálfstæða sjómanninum gert kleift að leggja sitt af mörkum, enn á ný, til end- urreisnar og uppbyggingar efnahags landsins. Enda er það vafalaust flestum vel ljóst að frelsi til þess að fram- leiða vöru er undirstaða allrar velmegunar. Og stór- auknar tekjur í sjávarbyggðunum gera það jafnframt að verkum að allar mótvægisaðgerðir eru þar með óþarfar, og útgjöld ríkissjóðs myndu lækka að sama skapi. Skatta- tekjur ríkissjóðs mundu aftur á móti aukast, með aukinni veiði og framleiðslu fiskafurða. Í mínum huga er það engin spurning að þessi neyðarlög verður að setja. Þetta er beinlínis orðið lífsspursmál fyrir þjóðina. Það er ekkert undanfæri, þjóðin sem slík verður að taka á sig skellinn af gjaldþroti bankanna. Ekki dugar að deila um hvort eða hverjum sé um að kenna að banka- kerfið hrundi. Það eru mál fyrir dómstólana og Hæstarétt að fjalla um, í fyllingu tímans. En þess í stað verða menn að horfa með bjartsýni fram á veginn, og leysa málin af skynsemi. Þá mun ekki standa á því að hver einasti maður í landinu muni leggjast á ár- arnar af öllum mætti – allir sem einn – til þess að koma þjóðinni í gegnum þennan brimskafl efnahagsöngþveitis sem þjóðin er nú að velkjast í. Að lokum bið ég til Guðs, að þjóðin beri gæfu til þess að komast í gegnum þetta efnahagslega öldurót, út á lygnari sjó. Örlagastund – íslenskrar þjóðar Tryggvi Helgason flugmaður. FYRIR nokkrum áratugum var mikið talað og skrifað um sjö dauðasyndir mannkynsins í fjöl- miðlum og leiðbeinendur um lausnir fluttu mál sitt af mikilli rökfimi. Leiðarkortum bar þó ekki saman, hvort sem var til vinstri eða hægri, og svo fór að flestir menn höfnuðu allsherjarkenningum kaldastríðstímans og hinni heimspekilegu rökfimi og einskorðuðu sig við kröfur um lýðréttindi, yfirlýsingu um að hver og einn hefði rétt á bærilegu lífi, hver svo sem veg- ferð mannkyns væri í bráð eða lengd. Spurning- unni um hversu mikil eigingirnin mætti vera var að vísu ósvarað, svo að heil brú væri í, en í staðinn var innleiddur nýr boðskapur, um að líf við mótsagnir væri líka líf og ekki lakara en hvað annað. Lýðræði fæli hvort sem er alltaf í sér þá þverstæðu að tak- marka frelsið sem það telst þó byggjast á. Í ljósi þess, að alltaf hlyti að verða álitamál, hvar skyldi draga línuna, gerðu athafnamenn sér að reglu, að hver maður mætti reyna af alefli að hafa sitt fram um eigin hagsmuni, hverjir sem væru, en á hinn bóginn mætti stjórnvald beita sér af þrautseigju og hugkvæmni við að veita þessum sama manni að- hald og eftirlit, svo að ekki kæmi niður á hags- munamálum almennings. Í stað siðferðis trúar- bragða og mannúðarheimspeki var með þessari frjálshyggju gert ráð fyrir löggjöf sem virkjaði einstaklingsframtak til almenningsheilla. Annars vegar var hugkvæmni einstaklings, sköpunargleði og óréttlætt markmið, hins vegar stjórnmál lög- gjafa sem stýrðist af samskonar eigingirni. En í það sinnið væri stefnan hóps sem kosið hefði að vinna saman að markmiðum hvers og eins. Frjálshyggjan Frjálshyggjan hentar vel fólki sem valið hefur að sinna fremur tilfinningum sínum en því sem vekur þær tilfinningar. Hún er óhjákvæmilegur fylgifiskur lýðræðis hvar í landi sem er. Það þarf kænlega úthugsaða löggjöf, byggða á aldalangri umræðu um grundvallarhugtök um einkarétt og frelsi, til að veita aðhald mönnum sem gefið hefur verið ótakmarkað svig- rúm til að sinna einkaþörfum sínum. Í stórum hópi hljóta nokkrir að skera sig úr og finna sér leiðir sem aðeins raunsæ löggjöf getur hófstillt, svo að ekki gangi um of á hagsmuni þessa sama hóps. Bretar hafa komist lengst í þessu. Bresk heimspekihefð með tilvísun á „heilbrigða skynsemi“ er undirstaða lýðræðis vest- an hafs og austan. En hugsunarhefð okkar Íslend- inga er líkari því að vera komin frá álfum en mönn- um, svo mjög sem hún hefur mótast af lífskjörum þjóðarinnar. Þegar nú við höfum gert frjálshyggju að þjóðarvitund okkar Íslendinga, ekki bara lagt undir hana fjármálin heldur líka til dæmis bók- menntirnar, þá blasa gömul sannindi við, sem gilda að minnsta kosti um kristilega menningu eins og okkar Íslendinga: Allsherjarfrelsi einstaklingsins stenst þá aðeins, að hann virði kristilegt siðferði, sem hann hættir að gera, þegar hann sér ekki lengur fyrir því nein rök. Hömlulaus græðgi tekur þá líklega við og fer með allt til helvítis. Eign Það mátti sjá glötunina í ásjónu hvers manns sem talaði fyrir einkavæðingu í fjölmiðlum þjóð- arinnar hér um árið. Aðalumræðuefnið hefði átt að vera en varð aldrei heimspekileg merking orðsins „eign“. Það er mikill munur á því að eiga flíkur ut- an á sig, bíl, fyrirtæki, alþingishúsið, Esjuna, land- ið, miðin. Tímabundið vald lýðkjörinna fulltrúa á Alþingi Íslendinga gefur hvorki þingmönnum né kjósendum sérstaklega eignarrétt yfir þjóð- areignum. Þjóð er óræð stærð með tilvísun á jafnt lifendur sem látna og ófædda sem henni teljast til- heyra. Einkavæðingin var því róttækari en svo að geti með réttu talist annað en hallarbylting. Með einkavæðingu bankanna var gerð hægri bylting í íslenska þjóðfélaginu. Kjósendur gerðu við það tækifæri, ásamt fulltrúum sínum á þingi og í ráðherrastólum, þjóðmenninguna íslensku að þjóðfélagslegu viðhengi. Breyttu þar með draum- um og væntingum kynslóðanna í hugsýkisóra sem nú er á alþjóðavitorði að eru orðnir að hversdags- lífi sérhvers Íslendings. Hvað varð af barna- skólalærdómi þeirra manna sem gerðu þjóð- areignir að gróðakvörnum kaupsýslumanna með sölu banka og síma? Við vissum það hin sem á blekkingaleikinn horfðum, að þjóðin hafði gengist undir Noregskonung 1262, helst fyrir það að engin þjóðarvitund hafði þá vaknað með henni og afsalið því smámunir einir fyrir hinn sundraða hóp sem frá greinir í Sturlungu, þetta eignaframsal fór fram fyrir mörgum öldum. Við þekkjum öll afleið- ingarnar. Hvað þarf að gera? Endurheimta þjóðarvitundina. Setja á námskrá allra skóla tengsl íslensks nú- tímalýðræðis og hinnar evrópsku lýðræðishefðar, ef ekki er þar fyrir. Samþykkja lög sem komi í veg fyrir að hægt verði að notfæra sér jafn auðveldlega og áður auðgunarleiðir sem blasað hafa við allra augum undanfarin ár og verið löglegar, þótt siðlausar væru. Ógilda allt framsal á þjóðarverðmætum, svo sem fiskveiðiheimildum og ríkisfyrirtækjum. Í stystu máli sagt: Það þarf að framkvæma vinstri hallarbyltingu eftir alþingiskostningar í vor. Hallarbylting D: Heyrðu, þeir eru bara búnir að stein- gleyma þessu. G: Jebb, ég sagði þér það. Bara örfáir hippar eftir sem sitja nú og prjóna í frost- inu. Þegar fjárhagserfiðleikar Ís- lands urðu sem mestir æstist landinn allur upp og ákvað að mótmæla. Ég varð einnig mjög fúll yfir þessu öllu saman og ætl- aði heldur betur að fara á Aust- urvöll og láta í mér heyra. Þegar ég spurði vinkonu mína hvort hún ætlaði ekki örugglega líka að mót- mæla upplýsti hún mig um að hún væri einfaldlega ekki nógu reið til þess að fara þarna niður eftir í kuldanum. Hún myndi sjá til þeg- ar hún hefði hugmynd um það hver hefði breytt heimili hennar í illa innréttaðan gám fullan af dósamat. Þessi speki hennar hafði greinilega einhver áhrif á mig þar sem ekkert varð úr neinu þegar að deginum kom og ákvað ég að sofa út og skella mér næsta laugardag. Þá gæti ekki munað svo mikið um einn einstakling, tölurnar verða ekki fyrir neðan tuginn í það minnsta í fréttunum hugsaði ég og hélt áfram að sofa. Þegar ég horfði á fréttirnar um kvöldið sá ég ekki eftir svefninum. Mótmælin virkuðu vægast sagt tilgerðarleg. Þegar fólk var spurt af hverju það væri þarna var eins og það væri ekki alveg visst. Það kom krísa og nú þyrftum við á breytingum að halda. Ég fór að ímynda mér hverju ég myndi svara ef fréttamaður myndi spyrja mig af hverju ég væri þarna. Ég gæti svarað: Bara…. burt með Davíð. En ef hann myndi spyrja mig af hverju þá yrði fátt um vitsmunaleg svör. Þá fór ég að velta því fyrir mér að segja að ég vildi bara standa vörð um lýðræð- ið með þessum hætti, en komst seinna meir að því að með því að koma Geir frá völdum væri ég í rauninni ekki að gera neitt sem tengdist því að standa vörð um lýðræði. Ég væri að reyna að fá mann frá völdum og hefði í raun- inni ekki hugmynd um af hverju. Út frá þessu fór ég að hallast að því að kannski væri einfaldlega best fyrir landið að hafa óbreytta stjórn. Ég horfði á Sjálfstætt fólk og sá hversu fínn hann Geir er. Upp úr þessu komst maður að því að mikið af „Saving Iceland“ mót- mælendunum væri framarlega í víglínunni og að lögfræðineminn þyrfti að skrifa orð með stórum stöfum í ræðu sinni til þess að minna sig á að tala hátt og sýna þar með hversu reið hún væri. Einnig taldi ég að Helgi Hóseas- son hefði sýnt okkur að fátt kæmi út úr friðsamlegum mótmælum og „Saving Iceland“ hefði gert hið sama með þeim róttækari. Ég ákvað það nokkurn veginn að þetta væri vitleysa og lét þar af leiðandi ýmis ummæli sem Davíð lét hafa eftir sér í fjölmiðlum sem vind um eyru þjóta. Krónan væri á uppleið og sérstök rannsókn- arnefnd væri kominn á laggirnar til að rannsaka hverjir væru sekir og hverjir saklausir. Ég passaði mig samt hins vegar á því að vera ekki með fordóma gagnvart mót- mælendunum og hlustaði á þeirra skoðun með opnum hug. Hins veg- ar var ástæðan fyrir mótmælum þeirra oftast tvísýn og jaðraði jafnvel við samsæri. Það var hinsvegar ekki fyrr en rétt áður en ég ákvað að skrifa þennan pistil sem mér snerist hugur. Ég var nýbúinn að horfa á kvikmyndina „Frost/Nixon“ og út frá pælingum um þá mynd spurði ég sjálfan mig: Hvað ef Geir er ekki með hagsmuni þjóðarinnar í fyrirrúmi? Hvað ef hann er ekki þessi mikla þjóðernishetja, sem sumir álíta hann vera? Sem neitar að fara frá völdum aðeins út af því að það þjóni ekki hagsmunum þjóðarinnar í augnablikinu. Hann lætur ekki múginn stjórna landinu sem einkennist af ringulreið og tilgerðarlátum. Hvað ef hann er í raun að sjá til þess að hann verði enn við völd meðan rannsóknin gengur yfir? Það eru til spilltir stjórnmálamenn annars staðar í heiminum, af hverju ekki hérna á Íslandi líka? Frá þessum pælingum fór ég að rifja upp atburði í kringum Davíð Oddsson. Myndi Geir leyfa hinum tveim bankastjórunum að haga sér eins? Eða er Davíð einfaldlega með eitthvað á Geir, sem leyfir Davíð að flengja sig í beinni út- sendingu? Ég viðurkenni fúslega að ég veit það hreinlega ekki, þótt ým- islegt komi til greina. Ég við- urkenni það einnig fúslega að ég hef ekki hugmynd um hvað á að gera til að bæta ástandið í land- inu. En eitt veit ég. Og það er að ég treysti honum Geir ekki til að sjá um þetta verk, og mun það verða það sem ég segi frétta- manninum næsta laugardag á Austurvelli. Núna vona ég að allir Íslend- ingar komi saman og sýni Geir að við treystum honum ekki. Þegar það er komið á hreint, þá fyrst getum við sagst vera að berjast fyrir lýðræðið. Af hverju að mótmæla? Guðmundur Hauksson er væntanlegur stúdentsnemi. Með einkavæðingu bank- anna var gerð hægri bylt- ing í íslenska þjóðfélag- inu. Kjósendur gerðu við það tækifæri, ásamt fulltrúum sín- um á þingi og í ráðherrastólum, þjóðmenninguna íslensku að þjóð- félagslegu viðhengi. Breyttu þar með draumum og væntingum...’ Þorsteinn Antonsson rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.