Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.2008, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.2008, Blaðsíða 3
irtækinu Borgarleikhúsinu, Magnús Geir veðjaði auðvitað á banka sem hrundi ekki, en hvað lukkan endist honum lengi er svo önnur saga. Allt þetta er auðvitað runnið upp fyrir leikurum og leikhúsfólki þó því takist enn að brosa framan í sjónvarpsvélarnar. Það er þeirra fag. Hræddir áhorfendur Miklar þjóðfélagsbreytingar leiða venjulega til þess að fólk þarf að endurskoða líf sitt, horfast í augu við sjálft sig og stað sinn í til- verunni. Og leikhúsfólks bíða margar óþægi- legar spurningar. Nokkur huggun getur það verið að þó það hafi verið áberandi klapp- stýrur í sjónarspilinu hafa fleiri tapað áttum og átt í vandræðum með hlutverk sitt. Nær- tækast er að horfa til háskólanna og mennta- manna. Listir og vísindi hafa átt vissa samleið frá því á tímum upplýsingarinnar. Erfitt verður á þessari stundu fyrir leikara atvinnuleikhúsanna, sjálfa í sárum, að ganga fram fyrir áhorfendur með verkefni sem valin voru í vor áður en ósköpin dundu yfir. Fólkið sem kemur í leikhúsin eftir áramót verður heldur ekki sama fólk og það var í fyrra. Það er ekki lengur á toppi tilverunnar, hluti af hamingjusömustu þjóð í heimi. Það verður hrætt, óöruggt. Framtíðin er óljós nema sex- tíu og sjö ára þrældómur er boðaður. Gera veruleikann skiljanlegri Í Borgarleikhúsinu veðjaði nýr leikhússtjóri í vor að sjálfsögðu í verkefnaskránni á enda- lausan hlátur og grín og var næstum búinn að fylla leikhúsið fram yfir áramót þegar krepp- an skall á. En lífið er flókinn fjandi og í spaugsömu Borgarleikhúsi má því auðveld- lega flýja vandamálin en þar er einnig að finna áhugaverðustu verkefnin fyrir breytta tíma. Verk sem opna leikhópnum tækifæri til að horfa í eigin barm, endurskoða hlutverk Eftir Maríu Kristjánsdóttur majak@simnet.is Þ að er búið að klæða af salinn og allt í kristal, það eru kristals- ljósakrónur og kristall á borðum og sjö rétta málsverður og fremst sitja þarna Hannes og Bjarni Ár- manns og Jón Ásgeir og þessir svona fínu menn.“ (Leikari sem var veislu- stjóri hjá FL Group í London) Sennilega voru fáir hópar listamanna jafn samofnir því sjónarspili sem nú hefur leitt til efnahagslegs hruns og leikhúsfólk. Auðkýf- ingar og auðfélög tóku yfir hluta af því sem áður var metnaður þjóðríkisins. Þeir kostuðu ekki bara leiksýningar og ný leiksvið; leikarar voru hluti af útrás þeirra, auglýstu blekkingar þeirra, voru skemmtikraftar í veislum þeirra, runnu saman við ímynd þeirra; gredda var lausnarorðið á æfingum. Gagnrýnislaust, án þess að efast, samþykkti flest leikhúsfólk að það og „listaverkið“ væru einungis vörur á markaði. Brosandi hópafneitun Á Eddunni þar sem leikarar voru áberandi reyndu menn að láta sem ekkert hefði breyst, þó allt væri minna í sniðum, engar kjólasýn- ingar á undan, bara pólitíkusar til að halla sér að á sviðinu. Leikararnir eins og hefðu þeir ekki heyrt um skuldirnar sem þeir eiga taka á herðar sér fyrir auðmennina brostu feimn- islega út í annað í átt til menntamálaráðherra og sögðust vona að nú í kreppunni yrðu settir meiri peningar í leikið efni í sjónvarpinu. Þessi samstillta brosandi hópafneitun breytir þó ekki veruleikanum. Það er boðaður 10% flatur niðurskurður í ráðuneytinu. Menntun og íþróttir verða varla skornar niður svo gera má ráð fyrir að listirnar fái skellinn. Til viðbótar hrynur krónan, verðbólga geisar, auglýsingastofur leggja upp laupana og flest fyrirtæki og auðmenn detta út sem kostunar- aðilar nema hjá markaðsmanni ársins í fyr- sitt, jafnvel reyna að gera veruleikann skilj- anlegri fyrir áhorfendur: Milljarðamærin snýr aftur eftir Friedrich Dürrenmatt, Útlendingar eftir þá Jón Pál Eyjólfsson, Jón Atla Jónasson og Hall Ingólfsson, einleikurinn Ég heiti Rac- hel Corrie um stúlkuna sem Ísraelar myrtu og verk Söru Kane, Rústað. Það ógnþrungna síð- astnefnda verk, sem lengi hefur verið beðið eftir, má kannski setja í þann ramma að áhorfandinn verði ekki skilinn eftir sem ein- stæðingur er grætur vonsku mannanna. Millj- arðarmærin hins vegar gefur kost á ýmsum lærdómsríkum túlkunum á því hvernig hægt er að kaupa sér heilt bæjarfélag. Verk Jón- anna og Halls um Útlendingana hlýtur að fá aðra áherslu, víðari skírskotun fyrst búið er að kippa okkur flestum úr hlutverki túristanna í hlutverk flækinganna. Og Rachel Corrie er eitt af fáum verkum sem ratað hefur á verk- efnaskrá leikhúsanna undanfarið sem sprettur úr stóru alþjóðlegu vandamáli og höfðar til samvisku okkar í skammarlegum heimi. Hrópandi vandamál Þjóðleikhússins Það verður erfiðara fyrir leikhópinn í Þjóð- leikhúsinu að nálgast áhorfendur. Þó verk- efnaval Þjóðleikhússins virðist í fljótu bragði einsog oft áður metnaðarfyllra en Borgarleik- hússins. Þar er horft til fortíðar, hefðar og í vetur eru íslenskir höfundar ríkjandi. En þessi verk eru mörg innhverfari, gefa fæst yf- irsýn eða mögulega tengingu, skírskotun í þær spurningar sem nú kalla á. Hilmar Jóns- son sem gerir leikgerð úr verki Jóns Kalmans Stefánssonar, Sumarljós og svo kemur nóttin, náði ákaflega skemmtilegri nálgun á Drauma- land Andra Snæs síðastliðinn vetur í Hafn- arfjarðarleikhúsinu og kann því að geta tengt þorpið í Sumarljósi veruleika dagsins. Og áhugavert verður að sjá hvaða þætti Brynhildi Guðjónsdóttur dregur fram í fyrsta drama- tíska verki sínu Frida-viva la vida um mexí- kóska myndlistarmanninn og kommúnistann Fridu Kahlo; hvort henni tekst að finna nýtt sjónarhorn á þjáningu, ógnvekjandi ást og dirfsku sem Frida dró sjálf upp í svo sterkum litum í verkum sínum á umbrotatímum. Þó Kardemommubærinn hans Egners ætti nátt- úrlega líka að geta smollið inn í tímann – þá er þess varla að vænta. Þjóðleikhússtjóri hef- ur endanlega staðfest með leikstjóravali sínu á stóra sviðinu í vetur að hún ræður illa við þá listrænu hlið starfsins að velja lykilstjórn- endur og byggja þá upp. Vissulega er hún ekki ein um það í þjóðfélagi okkar en þetta er orðið hrópandi vandamál. Þjóðleikhúsið þarf einnig í vetur að glíma við vandamálið Rík- isendurskoðun. Hún hefur nú sent frá sér stjórnsýsluúttekt á leikhúsinu. Sú úttekt sýnir vel afstöðu ríkisvaldsins til menningarstofn- ana og það óskiljanlega málfar og hugarfar sem nýfrjálshyggjan hefur þróað innan veggja viðskiptafræðideilda undanfarna ára- tugi. Þar þykir til dæmis mikilvægt að bætt sé „árangursstjórnun“ og „virkja þurfi betur ár- angursstjórnunarsamning Þjóðleikhússins og menntamálaráðuneytisins sem stjórn og eft- irlitstæki“ og þar kemur einnig fram að mik- ilvægt sé að halda utan um tímaskráningu allra starfsmanna leikhússins og halda áfram að fækka fastráðnu starfsfólki. Eigi fólkið í Þjóðleikhúsinu erfitt með að finna farveg til að takast á við breytt þjóðfélag í verkefna- skránni þá er stjórnsýsluúttektin ágætis pappír til þess að setjast niður með og íhuga stöðu sína og leiklistarinnar í breyttum heimi. Til dæmis gætu svör við spurningunni hvort hægt sé „að stjórna árangri“ innan leikhúss með „eftirliti og stimpilklukku“ sennilega leitt til frelsandi hugmynda um mannlegt samfélag þar sem leiklist fær að blómstra. Morgunblaðið/hag Hópafneitun á Eddunni „Þessi samstillta brosandi hópafneitun breytir þó ekki veruleikanum. Það er boðaður 10 % flatur niðurskurður í ráðuneytinu.“ Leikarar og áhorfendur Hvernig standa leikhúsin í breyttum heimi? Segir brosandi hópafneitun leikara og leikhúsfólks á Eddunni eitthvað um það? Verður komið til móts við hrædda leik- húsgesti? Greinarhöf- undur rýnir í verkefni Borgarleikhúss og Þjóð- leikhúss framundan. Höfundur er leiklistargagnrýnandi við Morgunblaðið. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008 Lesbók 3LEIKLIST Suðurgata 41 · 101 Reykjavík · sími 530 2200 · www.thjodminjasafn.isSuðurgata 41 · 101 Reykjavík · sími 530 2200 · www.thjodminjasafn.is Opið lla daga vikunnar nema mánudaga kl. 11-17 safnbúð þjóðminjasafnsins Samstæðuspil Sérpakkað súkkulaði Rósavettlingar Fallegir minjagripir, íslensk hönnun, handverk og fróðlegar bækur Safnbúð Þjóðminjasafnsins framleiðir vandaða minjagripi, leikföng og gjafavöru. Ný og fersk hönnun sem færir muni, ljósmyndir, myndlist og handverk safnsins í nútímalegan og fallegan búning.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.